Frjáls verslun - 01.05.2001, Qupperneq 16
FORSÍÐUEFNI SKILNflÐIR OG SKIPTING EIGNfl
Svör Svölu Thorlacius
Aður en ég vík að sjálfum spurningunum
vil ég gera stuttlega grein fyrir því að
eignir hjóna skiptast í hjúskapareignir og
séreignir. Eins og margir vita myndast séreign
einkum á þann hátt að hjón gera með sér kaup-
mála, en einnig verður séreign til með þeim
hætti að kveðið er á um hana í erfðaskrá, td.
frá foreldrum hjónanna. Ennfremur eru nokk-
ur sérákvæði í hjúskaparlögum um séreignir,
td. eru slysabætur almennt séreign. Séreign
stendur utan við eignaskipti hjóna.
Eignir hjóna eru almennt hjúskapareignir
en margir gera sér ekki grein fyrir því að
skráning og þinglýsing getur skipt máli og
verkar í raun eins og forkaupsréttur. Þannig er
bíll eða sjónvarp, sem þú kaupir og skráir á þitt nafn þín hjúskap-
areign, og þú hefur rétt til að fá það í þinn hlut við skiptin gegn því
að greiða maka þínum helming af markaðsverði hlutmins. Sama
gildir td. um skrifborð eða málverk sem þú fékkst í arf.
Hvað snertir helstu ásteytingarsteina má segja að allt verður
þetta að ágreiningsefni meira og minna. Flestir skipta þó innbúi
með samkomulagi, en þó kemur það fyrir að tílnefria verður mats-
menn tíl að skrifa upp og meta innbú til verðs. Eg hygg að flestir
lögmenn reyni að forðast að koma nálægt innbússkiptunum sjálf-
um, alla vega lýstí ég yfir því fyrir mörgum árum, eftír að við Örn
Clausen höfðum talið hamborgarhryggi og slátur upp úr
frystikistum, að þetta væri í síðasta skiptí sem ég kæmi nálægt
innbússkiptum hjóna sjálfl! Varðandi íbúðarhúsnæði er mjög oft
samið um að sá maki, sem fer með forsjá barna eða hefur börnin
hjá sér í sameiginlegri forsjá, fái íbúðarhúsnæði í sinn hlut Það er
þá uppgjörsmál og þáttur í heildaruppgjöri á eignum og skuldum
hjónanna hvernig staðið er að þvi.“
t tyyu/'/ii/uj ///•. /
Hvort hjónanna fer fyrirfekið?
Tvenn hjón stofna upp úr þrítugu saman fyrirtæki og skrá það
sem hlutafélag. Þetta eru mikil vinahjón, samkomulag þeirra er
gott og fyrirtækið dafiiar vel. Það eru eingöngu eiginmennirnir
sem starfa saman við fyrirtækið. Um fimmtugt ákveða önnur
hjónin að skilja og úr verður stormasamur skilnaður þar sem m.a.
er tekist á um eignahlut þeirra í fyrirtækinu.
Konan gerir kröfu um að þau selji sinn hlut 50%, í fyrirtækinu
til að hún getí fengið hlut sinn, 25%, greiddan út í beinhörðum pen-
ingum. Getur hún farið fram á slíka sölu eða verður hún að sætta
sig við að fá sinn hluta greiddan út í formi hlutabréfa í fyrirtækinu
og reyna síðan sjálf að selja þau? Getur hún farið fram á að hluti af
eignum fyrirtækisins sé tekinn út úr fyrirtækinu og afhentur
henni einni sem arðgreiðsla? Eða verður hún
að sætta sig við að fyrrverandi maki hennar og
vinahjón, sem samanlagt eiga 75% í fyrirtækinu,
stýri því áfram, veðsetji það og fari jafnvel út í
áhætturekstur sem geti gert fyrirtækið verð-
laust eftir nokkur ár? Þetta er ekki fyrirtæki á
markaði.
Svar við spurnintju nr. 1 „Hér skiptir máli
hvernig staðið hefur verið að uppsetningu
hlutafélagsins. Ef eiginmaðurinn er einn skráð-
ur fyrir öllum hlutabréfunum getur hann krafist
þess að fá að halda þeim í sinni eigu þar sem
um hjúskapareign hans sé að ræða.
Eiginkonan á lagalega ekki kröfu á því að
hlutabréfin verði seld tíl að hægt sé að greiða henni út andvirði
25% í félaginu. Manninum er hins vegar að jafnaði heimilt að af-
henda hluta hlutaflárins til konunnar við skiptin þannig að hún
eignist t.d. 25% hlut í félaginu.
I skilnaðarmálum þar sem hlutafélög í eigu hjóna eru meðal
eigna geta samþykktir hlutafélagsins skipt töluverðu máli um það
hvernig fer með hlutaljáreignina. í minni félögum með fáa hlut-
hafa er að jafnaði að finna ákvæði um forkaupsrétt félagsins og
annarra hluthafa að hlutafé sem boðið er til sölu. Þessi ákvæði eru
hugsuð til að tryggja að hluthafar getí haft stjórn á því hvort og þá
hvaða nýir aðilar koma inn í félagið enda getur það skipt þá mjög
miklu máii hveijir meðeigendur að félaginu eru, sérstaklega ef
eigendur hlutafjárins hafa jafnframt ffibrauð sitt af starfsemi fé-
lagsins, eins og algengt er.
Ef miðað er við að hjónin hafi hvort átt 25% hlut í félaginu og
konan vilji selja sinn hluta verður oft ágreiningur um verðmætí
hlutatjárins. Hlutafé í félagi, sem rekið er sem „fjölskyldufyrir-
tæki“, er oft lítíls virði fyrir utanaðkomandi, sem ekki ætlar sér að
hafa atvinnu af rekstrinum, nema arðgreiðslur séu þeim mun
meiri. Þá verður að horfa til þess að eigandi að 25% hlutafjár í fá-
mennu félagi getur verið í þeirri stöðu að hann hafi lítið um rekst-
ur félagsins að scgja. Sé stjórn félagsins td. skipuð 3 mönnum
dugir 25% lilutafyii' ekki til að fá mann í stjórn, hvað þá ef þeir eru
færri. Hluthafafundur ákveður arðgreiðslur til hluthafa og heimilt
er að breyta samþykktum félagsins, þ.m.t tilgangi þess með sam-
þykki 2/3 hluta hluthafa og getur eiginkonan í þessu tílfelli þvi litlu
ráðið sameinist hinir hluthafarnir um stjórn félagsins.
Markaðsvirði eignarhlutar eiginkonunnar í þessari stöðu er
því oft ekki hátt ef það er tíl staðar á annað borð. Þetta getur þó
að sjálfsögðu verið mismunandi eftír því hvers eðlis reksturinn er
og til staðar geta verið sérstakar aðstæður sem gera hlutinn verð-
mætan vegna sérstöðu félagsins, áhuga samkeppnisaðila á eign-
arhlutanum o.s.frv.
Segja má að algengast sé að hlutafé í svona félögum komi al-
Hamborgarhryggir til skiptanna
Ég hygg að flestir lögmenn reyni að forðast að koma nálægt innbússkiptunum sjálfum, alla vega lýsti
ég yfir því fyrir mörgum árum, eftir að við Örn Clausen höfðum talið hamborgarhryggi og slátur upp úr
frystikistum, að þetta væri í sfðasta skipti sem ég kæmi nálægt innbússkiptum hjóna sjálfl!
16