Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2001, Qupperneq 28

Frjáls verslun - 01.05.2001, Qupperneq 28
Helgi Njálsson, einn afeigendum Iðunnar. „Viðskiptavinir afsvæðinu austan við Kringluna komu bara alls ekki vestur í bæ ogþví fannst okk- ur rökrétt að leita eftir húsnæði í Kringlunni, miðbœnum eða Smáranum," segir hann um tildrög þess að oþna verslun í Kringlunni. Mynd: Geir Olafsson könnunin sýndi að við náðum einfaldlega ekki til íbúa í aust- urhluta borgarinnar. Viðskiptavinir af svæðinu austan við Kringluna komu bara alls ekki vestur í bæ og því fannst okk- ur rökrétt að leita eftir húsnæði í Kringlunni, miðbænum eða Smáranum. Smáralindin er ekki tilbúin og húsið sem við vor- um að velta fyrir okkur á Laugaveginum er ennþá á bygging- arstigi. Eg ræddi við þá hjá Þyrpingu og sagði þeim hvernig húsnæði við værum að leita eftir. Við höfðum ekki áhuga á því að opna mjög stóra verslun i upphafi. Við vildum hafa hana grunna svo að fólk sæi vel inn í búðina. Þeir hjá Þyrp- ingu tóku okkur mjög vel og þegar þetta verslunarhúsnæði í Kringlunni losnaði virtist það besti kosturinn," svarar hann. Iðunn opnaði verslunardyrnar í Kringlunni í fyrsta skipti þann 4. maí og var strax vel tekið. Helgi segist alltaf hafa gert ráð fyrir að einhver samdráttur yrði úti á Nesi en hann hafi ekki orðið nærri eins mikill og búist hafi verið við. Iðunn velti 50 milljónum króna allt árið í fyrra og fyrsti mánuðurinn í Kringlunni skilaði 30 prósenta veltuaukningu miðað við sama tíma í fyrra en hjá Iðunni hefur salan alltaf verið langbest í maí, mun betri en í desember. „Við erum núna að fá nýja við- skiptavini því að hingað kemur fólk, sem þekkir vöruna en hefur ekki nennt að fara út á Nes. Hérna ætlum við að auka veltuna því að það borgar sig ekki að standa í þessari fjárfest- ingu öðruvísi. Við gerum ráð fyrir að það sé nýjabrum á þessu fyrst en við horfum til vetrarmánaðanna og veltum fyr- ir okkur hvernig þeir muni koma út. Maður rennir blint í sjó- inn með þetta,“ segir Helgi. Maður Situr ekki hjá... Það er heilmikil breyting þegar jafn rótgróin verslun og Iðunn opnar útibú í einni aðal verslunar- miðstöð landsins og því hljóta viðskiptavinir að velta fyrir sér hvort frekari breytinga sé að vænta. Helgi segir þó að ekki sé neinna stórra breytinga að vænta í bráð en að sjálfsögðu sé vöruúrvalið alltaf í endurskoðun. „Ef vara frá einhverju ákveðnu fyrirtæki selst ekki þá fer hún strax út. Við erum með góða kjarnavöru núna, góð vörumerki, en maður verður alltaf að vera í viðbragðsstöðu og fylgjast með því hvað selst og hvað ekki. Aætlunin er sú að reka þessa verslun næstu tvö til þijú árin og sjá hvernig verslunin þróast úti á Nesi, hvort fólk heldur áfram að koma þangað. Framtíðin er í svona versl- unarkjörnum," segir hann. Búast má við harðri samkeppni og jafnvel gríðarlegum breytingum á næstu misserum þegar verslunarmiðstöðin í Smáralind hefur starfsemi en Helgi tekur því af rósemi. „Nýj- ar verslanamiðstöðvar hafa áhrif á alla sem ekki eru í Kringl- unni eða á Laugaveginum, það væri fáránlegt að halda annað. Okkar reynsla er sú að vöxturinn stöðvast tímabundið, í eitt eða tvö ár, en svo hrökkva breytingarnar til baka. Fólk fer þangað sem það fær góðar vörur. Ekki er víst að allir ijúki upp til handa og fóta og fari að versla í Smáralind, eingöngu af því að búið er að opna þar. Urvalið verður að vera gott. Hér í Kringlunni er ákveðið vöruúrval, ef til vill frekar merkjavara en hitt, og enginn veit hvernig Smáralindin verður. Hún er óskrifað blað. A Laugaveginum er ákveðið úrval af verslunum og hann hefur sinn sjarma. Spurningin er því hvað Smáralind- in gerir. Allir reyna að gera eitthvað til að bregðast við yfirvof- andi samkeppni. Maður situr ekki hjá og leyfir öðrum að taka við,“ segir hann. Helgi er sannfærður um að báðar verslanir Iðunnar standi sig vel í harðnandi samkeppni. Kringlan er jú nafli verslunar hjá mörgum höfuðborgarbúum og verslunin úti á Nesi er móðurfyrirtækið sem flestir þekkja. „Aðgengi verður að vera gott til að fólk komi til að versla. Við höfum lengi rekið þessa verslun úti á Nesi. Fólk veit um hana, veit að þar er auðvelt að leggja og stutt að ganga inn í verslunina. Það hefur gengið að vörunni vísri og það er mest um vert. Við teljum vörur okkar hafa fullt erindi til fólks og þannig verður það áfram,“ segir hann að lokum. ffij 28
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.