Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2001, Page 32

Frjáls verslun - 01.05.2001, Page 32
Ólafur vill ekki ræða um verðmœti samstæðunnar en segir að síðla nœsta árs verði farið að kanna skráningu fyrirtœkisins á markað og fari eftir markaðsaðstœðum hvort sá tími verður valinn eða einhver annar. - Þessarar tílhneigingar hefur ekkert síður gætt hér á landi en erlendis þó að það sé auðvitað ekki í jafh miklum mæli. Sumir gætu jafhvef tafið ykkur hafa verið í þessari stöðu. Er þetta ekki eins og að kasta steinum úr glerhúsi með tillití tíl þess að þið hafið verið að sameinast mörgum fyrirtækjum á íslenskum og jafnvel erlendum markaði? „Við erum ekki stórt fyrirtæki. Aldrei hef ég á minni ævi orðið var við það erlendis að menn teldu svo. Þvert á móti. Við feng- um ekki einu sinni að vera með í útboðum erlendis fyrr en í fyrra. Það þýðir að við erum að komast á það stig að við fáum að vera með og það er jú undanfari þess að eiga möguleika á að vinna á,“ svarar hann og telur ekki liklegt að um miklar samein- ingar við önnur fyrirtæki eða yfirtökur verði að ræða á þessu ári. Einbeitum okkur að innviðunum „Á þessu ári munum við ein- beita okkur að því að láta innviðina virka vel. Við erum komin upp í þessa stærð og höfum trú á að við höfum öll tækifæri til að ná fram þeirri festu í rekstrinum sem þörf er á, en til að ganga lengra þurfum við að huga að því að ná fram hagræðingu og innri uppbyggingu til að fyrirtækin innan samstæðunnar líti á sig sem heild og einnig hagræðingu í innkaupum, rekstri o.s.frv. Starfsmenn þurfa lika að vera vel með á nótunum þannig að hægri höndin viti hvað sú vinstri er að gera. Við munum einbeita okkur að því að hafa reglurnar í lagi og hafa t.d. samræmda samninga þannig að öll samningagerð sé undir einum hatti. Við erum að sameina sölu- og markaðskerfið og ijármálunum verð- ur stýrt héðan. Við ætlum okkur ár í þetta starf,“ segir Olafur. Við uppbygginguna innanhúss eru notuð þau kerfi sem starfs- menn fyrirtækisins eru að þróa og þar eru ýmsar nýjungar á ferðinni. „Við erum að sameinast um þessi gögn sem við erum að vinna með. Við erum t.d. á leið inn í sameiginlegt markaðs- kerfi þar sem við eigum að geta fylgst mjög nákvæmlega með íjárhagsstöðunni á hveijum tíma, þannig eigum við að geta reiknað út í júní hvaða tekjur við komum til með að hafa í nóv- ember og desember. I þessu kerfi eru vinnuferlar, sem mörgum stjórnendum þykja erfiðir, og jafnvel leiðinlegir, - og þeir eru TÖLVUTÆKNI HUGBÚNAÐUR þarna settir undir stóran hatt þannig að stjórnendurnir geta ein- beitt sér að sínu fagi, viðskiptunum, og þurfa ekki að hafa áhyggjur af smærri málum, t.d. launaskránni eða birgjamálum.“ Flytur í Urriðakotsland 2003 Fyrirtækið er í dag á fimm stöð- um i Reykjavík og erfitt er að finna húsnæði sem rúmað getur starfsemi þess innanlands. Go Pro Landsteinar hefur verið þátt- takandi í undirbúningnum að hátæknigarðinum sem fyrirhug- að er að reisa í Urriðakotslandi í Garðabæ á næstu 25-30 árum. Unnið hefur verið að því í samvinnu við eigendur landsins í tvö ár og verið er að leggja deiliskipulagið fyrir bæjarstjórn Garða- bæjar um þessar mundir. Ef samþykki fæst verður hægt að byija að grafa í haust en algjört lykilatriði er að háskólastofnun taki þátt í verkefninu. Líklegt er að Go Pro Landsteinar Group muni eiga hlut í hátæknigarðinum, eða leigja, og mun fyrirtæk- ið sameinast þar undir einu þaki. Á svæðinu verður skapað starfsumhverfi fyrir fyrirtæki og starfsmenn þeirra, nokkurs konar sjálfstætt samfélag. Á svæðinu verður verslanamiðstöð, mötuneyti, heilsugæsla, dagvistun, líkamsrækt, veitingastaðir, íbúðahótel o.s.frv. Milli bygginga verða yfirbyggðar göngugöt- ur þannig að skjól myndist. Vonast er til að framkvæmdir í Ur- riðakotslandi geti hafist í haust, þó að það fari svolítið eftir efna- hagsástandi landans, en stefnt er að því að Go Pro Landsteinar Group flytji á svæðið árið 2003. Alltaf hagnaður nema í fyrra Ólafur vill ekki ræða um verð- mæti samstæðunnar en segir að síðla næsta árs verði farið að kanna með skráningu fyrirtækisins á markað og fari eftir markaðsaðstæðum hvort sá tími verður valinn eða einhver annar. „Stærð fyrirtækisins er ekki vandamálið," segir hann og vill snúa við spurningunni: „Af hverju ekki á markað?" og spyrja frekar: ,ýVf hverju á markað?" ,ýVuðvitað veitir það ijár- festum ákveðið aðhald og hagræði að vera í skráðu félagi og fá að kaupa og selja bréf,“ svarar hann þeirri spurningu, „en félög eru oft að afla sér flármagns með skráningu. Þetta fyrir- tæki hefur vaxið skref fyrir skref og við sjáum bara til hvað verður á næsta ári. Ástæðan fyrir því að við höfum ekki þegar skráð fyrirtækið á markað er m.a. sú að við erum að byggja það upp og vinna að skipulagi þess. Við erum því enn ekki til- búnir til að gangast undir þær kvaðir og skyldur sem skráning fyrirtækja krefst." Blaðamaður stenst þó ekki mátið og spyr um hagnað og tap og fær þær upplýsingar að heildarsamstæðan hafi tapað 220 milljónum króna á síðasta ári, fyrir afskriftir. Það tap segir Ólaf- ur að sé nánast eingöngu komið frá uppbyggingu fyrirtækja í Danmörku og Svíþjóð, enda hafi vöxtur þeirra verið hraður. Áætlanir fyrir þetta ár gera ráð fyrir fjögurra milljarða veltu og 130-180 milljóna króna hagnaði. „Eg reikna með að við verðum ekki langt frá því en það fer kannski eftir því hvernig þróunin verður í efnahagslífinu hér, gengismálum og vaxtaþróun. Við þurfum sjálfsagt að endurskoða þessar áætlanir eitthvað að- eins en fyrirtækið hefur alltaf verið rekið með hagnaði nema á síðasta ári,“ segir hann að lokum. [H Hagnaður á þessu ári Go Pro Landsteinar Group hefur alltaf sýnt hagnað í rekstrinum nema í fyrra þegar það tapaði 220 milljónum króna. Það tap er nánast eingöngu til komið vegna hinnar hröðu uppbyggingar sem hefur verið hjá dótturfyrirtækjunum í Danmörku og Svíþjóð. Áætlanir fyrir þetta ár gera ráð fyrir fjögurra milljarða veltu og 130-180 milljóna króna hagnaði. 32

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.