Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2001, Qupperneq 40

Frjáls verslun - 01.05.2001, Qupperneq 40
Steinþór Pálsson, framkvœmdastjóri reksturs og fjármála hjá UVS, segir ættfrœðiupplýsingarnar „ mikilvœgan hlekk “ í starfsemi jýrirtæk- isins en bendir á að starfsemin byggist ekki alfarið á þeim. Ekki er fyllilega Ijóst hvort UVS vœri starfandi á Islandi í dag nema ættfræði- uþþlýsingarnar væru fyrir hendi. Um það er ómögulegt að segja. % A árunum 1996-1997 kynnti Kári Stefánsson hugmynd sína um að setja á fót líftœknifyrirtœki sem myndi nýta sér ættfræðiupplýsingar þjóðarinnar ígenaleit sinni. Aþeim tíma hefur sjáljsagt fáa órað fyrir því hversu mikið fjármagn þessi hugmynd myndi eiga þátt í að færa inn í landið. „Beint eða óbeint hafa auðvitað komið gríðarlega miklir pen- ingar inn í íslenskt efnahagslíf fyrir áhrif Islenskrar erfðagrein- ingar. Sjóðir Islenskrar erfðagreiningar eru rúmlega 172 milljón- ir dollara og Kári sagðist eitt sinn eiga peninga til fimm ára rekstrar. Fyrirtækið hefur að mínum dómi fært Jjármagn inn í efnahagslífið auk þess sem hópur af íslenskum og erlendum vís- indamönnum hefur komið til landsins og skapað mikla grósku í íslensku vísindasamfélagi. I því felst mikil hvatning fyrir lang- skólagengna háskólamenn til að verða vísindamenn og vinna að rannsóknum. Það er mjög verðmætt fyrir íslenskt efiiahagslíf til lengri tíma litið. Þetta er mjög hvetjandi fyrir ungt fólk, sem kem- ur úr doktorsnámi í líffræði, lyflafræði eða læknisfræði, og vill fara að stunda vísindagrein sína.“ íslensk erfðagreining Ættfræðin er einn af þremur hornstein- um Islenskrar erfðagreiningar ásamt gagnagrunni um heilsufar þjóðarinnar og erfðir og var ættfræðin einn af aðalhvötunum að stofnun fyrirtækisins upp úr miðjum tíunda áratugnum. í gegn- um ættfræðiupplýsingarnar má sjá hvort um ættlæga sjúkdóma er að ræða og velja saman lífsýni í góða rannsóknarhópa. Það má því álykta sem svo að ættfræðin sé ein af forsendunum fyrir starfsemi fyrirtækisins. Hugsanlegt er að fyrirtækið væri starf- andi hér á landi þótt þessar upplýsingar væru ekki fyrir hendi en ekki skal lagt mat á það hér. Það er þó ljóst að ættfræðin hlýtur að vera Islenskri erfðagreiningu mikilvæg og má segja að hún hafi fært tugi milljarða króna inn í íslenskt efnahagslíf í gegnum þetta fyrirtæki. „Eg geri ráð fyrir að hægt sé að reka líftæknifyr- irtæki án þess að nýta sér svona ættfræðiupplýsingar en þessar upplýsingar, sem eru aðgengilegar hér á landi, eru auðvitað ein- stakar. Þær gera vissa tegund af líftæknilegri vinnn mögulega sem annars væri gjörsamlega óraunhæf," segir Friðrik Skúla- son, eigandi tölvufyrirtækisins Friðriks Skúlasonar ehf. Leikur að tölum Menn hljóta að spyrja sig að því hversu mikla flármuni Islensk erfðagreining hefur fært og færi á næstu árum inn í íslenskt efnahagslíf? Við skulum leika okkur að töl- um. A fyrstu starfsárum íslenskrar erfðagreiningar náðust ár- angursbundnir samningar við svissneska lyfjarisann Hoff- mann La Roche og færðu þeir fyrirtækinu tæpa 15 milljarða króna eða 200 milljónir dollara í formi hlutaijárhlutdeildar, fjár- mögnunar rannsókna og áfangagreiðslna á fimm ára tímabili, eða fram í ársbyrjun 2003. Þetta þýðir gróflega áætlað um þrjá milljarða í rekstur fyrirtækisins á ári. Þá var íslensk erfðagrein- ing fyrst íslenskra fyrirtækja til að fara í hlutaijárútboð í Banda- ríkjunum í fyrra og færði það fyrirtækinu 198,7 milljónir doll- ara eða um 15 milljarða króna í reksturinn. Samtals hafa því tæplega 30 milljarðar króna komið inn í rekstur fyrirtækisins, þar á meðal frá Islendingum. Allt árið í fyrra námu tekjur Is- lenskrar erfðagreiningar um 21 milljón dollara, eða um 2,3 milljörðum íslenskra króna. Tapið nam tæpum 40 milljónum dollara eða 3,8 milljörðum króna. I þessum tölum eru ónefnd- ir aðrir samstarfssamningar og ekki er tekið tillit til ýmissa dótturfélaga. Hjá Islenskri erfðagreiningu starfa samtals yíir 500 starfsmenn og má því segja að um eða yfir 1.000 einstak- lingar, að mökum og börnum meðtöldum, byggi afkomu sína að hluta til eða öllu leyti á tilvist ættfræðinnar, og kannski eru þeir yfir 2.000 ef allir eru þeir giftir einstaklingum utan fyrir- tækisins og eiga 2 börn. Friðrik Skúlason ehf. íslensk erfðagreining hefur verið í sam- starfi við Friðrik Skúlason ehf. um uppbyggingu grunns með ættfræðiupplýsingum þjóðarinnar, sem nefndur hefur verið ís- lendingabók. Ættfræðin hefur verið og er Friðriki mikið áhugamál, m.a. skrifaði hann ættfræðiforritið Espólín sem yfir 1.000 ættfræðingar hafa keypt og notfært sér. Friðrik var kom- Kostar 200 milljónir? Að jafnaði hafa 15 manns starfað við uppbyggingu íslendingabókar. Kostnaður vegna grunnsins nemur á annað hundrað milljónum króna, sé allt tekið með í reikninginn. Ef hver starfsmaður hefur 200 þúsund krónur í laun á mánuði nam kostnaður við launagreiðslur a.m.k. rúmum 43 milljónum króna í fyrra. 40
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.