Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2001, Blaðsíða 45

Frjáls verslun - 01.05.2001, Blaðsíða 45
VINNUMARKAÐUR 3GEINKALÍF / Arndís Armann og Björn Gunnarsson / hjá Armann Reykjavík ehf: Hefur þroskað sambandið Ármann Reykjavík selur fatnað afýmsu tagi ogþar eru þau Björn Gunnarsson og Arndís Armann við stjórnvölinn. Þau hafa unnið saman lengi, tæpa jjóra áratugi ogsegja þau árgæfurík oggefandi. að er út af fyrir sig afrek að búa saman og reka saman fyrirtæki í tæp 40 ár en það hafa þau hjónin Arndís Ár- mann og Björn Gunnarsson gert, en þau eiga Armann Reykjavík ehf. „Eg hóf störf hjá Ágústi Ármann hf. árið 1961, hjá foreldrum Arndísar," segir Björn. „Upp úr 1970 komu þau Arndís og Ágúst, bróðir hennar, ásamt konu Agústs, Önnu Maríu, til starfa hjá fyrirtækinu. Þannig rákum við fyrirtækið saman þar til 1. júlí 2000. Þá ákváðum við að skipta því þar sem þriðja kynslóðin var komin til starfa hjá okkur og við það varð Ármann Reykjavík ehf. tíl, en það fyrirtæki rekur heildverslun með fatnað og sex verslanir í Reykjavík. Það hefur verið saman ánægjulegt að börnin okkar og tengdabörn hafa öll gengið inn í fyrirtækið - hvert á sínu sviði.“ Þau hjón eru sammála um að það hafi þroskað samband þeirra og gert það betra að vinna svo mikið saman. „Fólk verð- ur að vera ákveðið í því að vilja vinna saman og hafa svipuð áhugamál til að það gangi upp,“ segir Björn, „en ég neita því ekki að stundum hafa börnin okkar verið svolítið þreytt á því hvað við ræddum mikið um fyrirtækið og það sem því fylgdi en nú er enn meira rætt um það, auðvitað, og enginn leiður á því.“ „Það sem er jákvætt við að vinna saman og búa saman er að við höfum getað spjallað um allt sem upp á hefur komið heima við og stundum leyst málin þar,“ segir Arndís. Þau leggja áherslu á að nauðsynlegt sé fyrir hjón að geta treyst hvort öðru fullkom- lega og að vera samhent. Verkaskiptingu segja þau aldrei hafa verið vandamál heldur hafi hún mótast smám saman. „Það er nauðsynlegt að gæta þess að fyrirtækið vaxi ekki of hratt, held- ur smám saman,“ segir Björn. „Þannig fær fólk tækifæri til að vaxa með því.“ Annað, sem þau segja gott fyrir hjón sem stunda saman viðskiptí eða vinna saman, er að eiga sér eigið áhugamál utan vinnunnar, hvort sem það er íþrótt eða félagsskapur af ein- hverju tagi. Það hafi í för með sér ákveðna tilbreytíngu sem sé nauðsynleg þegar svo náið sé unnið og lifað saman. Q0 Guðjón Sigurbjartsson og Guðrún Tryggvadóttir hjá Tanna: Umburðarlyndi er númer eitt Tanni ehf. er heildsala og smásala með kynningar- vörur og vinnufatnað sem staðsett er á Höjðabakka. / Þar ráða ríkjum þau Guðjón Olafur Sigurbjartsson og eiginkona hans, Guðrún Barbara Tryggvadóttir. au Guðjón og Guðrún hafa átt fyrirtækið Tanna frá árinu 1992 eða í bráðum níu ár. Uppistöðuna í rekstri þess keyptu þau af Þórði Júlíussyni, sem raunar fylgdi með í kaupunum. Þórður Júlíusson var verkfræðingur. Margir kannast við hann sem Þórð í Fíat. Hann stofnaði síðar heild- verslunina Tanna og keypti svo byggingavöruverslunina Burstafell. Sá rekstur endaði í þrotí. Ástæðan var m.a. heilsu- brestur Þórðar og versnandi samkeppnisstaða minni bygg- ingarvöruverslana í samkeppni við Húsasmiðjuna og Byko. Guðrún hafði séð um litla vinnufatnaðardeild í Burstafelli og þau sáu að sá rekstur út af fyrir sig gat orðið grunnur að sjálf- stæðum rekstri. „Fyrst í stað var ég hér ásamt Þórði en Guðjón stundaði aðra vinnu,“ segir Guðrún. „Síðar kom tengdafaðir minn, Sig- urbjartur Guðjónsson, til liðs við okkur.“ Þórður lést fyrir nokkrum árum, rúmlega sextugur að aldri. Hann hafði verið öflugur liðsmaður fyrirtækisins og þar var skarð fyrir skildi. „Við réðum ungan mann, Þ. Orra Baldursson, tíl að taka við af honum. Þegar hann hætti fyrir um tveimur árum kom tíl liðs við okkur Ragnar Örn Steinarsson rekstrartæknifræðing- ur og er hann meðeigandi okkar.“ „Fyrirtækið þurfti að vaxa svo að hægt væri að taka Guð- jón inn líka en okkur þótti ráðlegt að hafa hann sem bakjarl þó svo að hann tæki áður þátt í starfmu með því að koma hér af og til og ræða það við mig á kvöldin og um helgar heima við. Stærsti munurinn við það að Guðjón kom hingað til starfa að fullu er einmitt sá að nú skiljum við vinnuna eftir þegar við Sex góð ráð 1. Ekki fara út í viðskipti saman nema samkomulagið sé gott fyrir. 2. Gætið þess að eiga ykkur líf utan vinnu og heimilis. 3. Treystið makanum til að taka ákvarðanir. 4. Ekki taka vinnuna með heim. 5. Ekki takast á við meira en ráðið verður við - það setur álag á hjónalífið. 6. Brosið og hlæið saman - ekkert er eins vel fallið til að halda sambandinu góðu, bæði heima og í vinnu. 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.