Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2001, Side 52

Frjáls verslun - 01.05.2001, Side 52
Skaftafell og Svartifoss, náttúruparadís sem lœtur engan ósnortinn. 1. Sigling um Jökulsárlón á Breiðcimerkursandi Hrikaleg náttúrufegurð og nánast engu öðru likt að sigla innan um ísjak- ana undir góðri leiðsögn. Það sem meira er, siglingin um hina stórbrotnu ísa er ekkert síðri þótt veðrið sé ekki upp á sitt besta. Sigl- ing um Jökulsárlón er nokkuð sem enginn má missa af. 2. Snjósleðciferð ó Snæfellsjökul Snjósleðaferðir á jökla eru miklar ævintýraferðir og skiptír þá kannski ekki máli hvort jökull- inn heitir Snæfellsjökull, Langjökull, Mýrdalsjökull eða Vatnajökull. Við mælum með ferðum upp á alla þessa jökla en teljum að Snæ- fellsjökull í góðu veðri sé fremstur á meðal jafningja, með stórkostlegt útsýni yfir Breiðaflörð sem og Faxaflóa. 3. flsbyrgi og Hljóöoklettor Ásbyrgi er ógleymanleg náttúruperla og þar er stórkostlegt að rölta um í faðmi fagurra kletta og hamra. Skammt frá er önnur náttúruperla, Hljóðaklettar í Jökulsárgljúfri. Sumir ganga á milli þeirra en við teljum það aðeins of langa gönguleið iyrir smáfólkið í fjölskyldunni. Ásbyrgi og Hljóðaklettar, einstakir staðir. 4. Skoftofell og Svortifoss Við mælum eindregið með því að fjölskyldan fari í Skaftafell og gangi upp að Svartafossi sem og um skógi vaxna hlíðina í átt að Mosárdalnum. Þegar niður er komið tíl baka er hægt að fara og klappa Skaftafellsjökii. Þetta er nátt- úruparadís sem lætur engan ósnortínn og þarna má finna allt það besta sem íslensk náttúra býður upp á. Skammt frá Skaftafelli er Núpsstaðaskógur. Þangað er frekar erfitt að komast en yndislegt að vera. 52

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.