Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2001, Qupperneq 66

Frjáls verslun - 01.05.2001, Qupperneq 66
FYRIRTÆKIN fl NETINU Björg Olafsdóttir, framkvœmdastjóri Friðriks J. Skúlasonar ehf, bendir t.d. á Taste.co.uk um mat og veitingahús í London, og Imdb.com um allt sem viðkemur kvikmyndum. Björg Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Friðriks J. Skúlasonar ehf., notar Netið talsvert sem upplýs- ingamiðil, bæði til að fylgjast með þróun á ijármála- markaðnum, td. Bi.is og Sedlabanki.is og leita upplýs- inga um erlenda og innlenda aðila, með viðskiptahags- muni í huga. Netið nýtist henni einnig vel í frítímanum. F-secure.com Heimasíða samstarfsaðila okkar í Finn- landi sem inniheldur upplýsingar um tölvuveirur og tölvuöryggismál. Barbie.C0m og POkemoo.com Þegar dóttir mín kemur í heimsókn eru vinsælustu síðurnar barbie.com og pokemon.com. Taste.CO.Uk Gegnum þennan vef er hægt að finna veit- ingahús sem gaman væri að heimsækja í London, hvort sem maður vill afrískan, asískan eða ítalskan mat. TTaveltammeflt.de/kanareR/hotels/ Þessi vefur inni- heldur góðar lýsingar á flestum ef ekki öllum gististöð- um á Kanaríeyjum ásamt ijölda mynda. Search.britaflflica.com Einn besti upplýsingabrunnur sem hægt er að komast í. Á ArtChive.COm er hægt að ná í myndir af meistara- verkum heimsins. Marthastewart.com Erkihúsmóðirin í Ameríku, Martha Stewart, segir manni hvað á að hafa í matinn, gefa í afmælisgjafir og frá öllu hinu sem maður vissi ekki að ofurhúsmæður ættu að gera. Imdb.com kvikmyndagagnagrunnurinn er auðvitað nauðsynlegur en þar er hægt að finna allt um allar bíó- myndir. S!j www.marel.is Marel rekur upplýsingavef á ensku, íslensku og rúss- nesku sem ekki virðist mikið í lagt. Vefurinn er í bláum og hvítum lit, frá- hrindandi í uppsetningu og þurr í efnislegri fram- setningu. Þjónar þó til- gangi því að þeir eru sjálf- sagt fáir sem fara inn á vefinn í öðrum en viðskiptalegum tilgangi. Ekki verður betur séð en að nauðsynlegar upplýsingar séu á vefnum. Myndir eru nokkrar og þá af vélum fynrtækisins. Þegar blaðamaður skoðaði heimasíðuna voru þar virkar síður um sýningar. Allt efiii vantaði inn á þessar síður. QJj WWW.Sif.iS Heimasíða SIF er dæmi um síðu þar sem afar djúpt er á allar upplýsingar. Forsíðurnar eru tvær. Fyrst birtist mynd af hafi með lógói fyrirtækisins þar sem hægt er að velja tungu- mál, svo birtist nokkurs konar undirforsíða og þar er hægt að smella á Fyrirtæki SÍF, Vörur, Fjárreiður og Starfsmenn. Undir Fyrirtæki birtist listi yfir móðurfyrirtækið og dótturfyrirtæki þess með tak- mörkuðum upplýsingum. Eina síðan sem heppnast sæmilega er listi yfir starfsmenn. Lógóin eru á sínum stað en aðrar myndir eru litlar og fáar og segja lítið. 33 www.grandi.is Grandi hf. gerir heiðarlega til- raun til að reka lifandi upplýsingavef en vantar gott átak til að takist og úr verði fallegur og virkur vefur. Á óreiðukenndri forsíðu eru fréttir með myndum. Það er gott, svo langt sem það nær. Ekki er gert ráð fyrir að aðrir en innvígðir skoði vefinn því að efrii er litið sem ekkert unnið. Mynd- ir eru litlar og ekki hægt að stækka þær með því að tvísmella. Galli hve alltof littar mannamyndirnar eru. 33 ★ Lélegur ★ ★ Sæmilegur ★ ★★ Góður ★★★★ Frábær Miðað er við framsetningu og útlit, upplýsinga- og fræðslugildi, myndefni og þjónustu. Guðrún Helga Sigurðardóttir. ghs@talnakonnun.is 66
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.