Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2001, Qupperneq 69

Frjáls verslun - 01.05.2001, Qupperneq 69
súkkulaði notuðum byssum. Hann smíðar í byssurnar stykki sem ekki fást lengur, t.d. í gamla rússneska riffla, og herðir og styttir skefti svo að henti hverjum veiðimanni, gerir við, breytir og bætir, pússar og lagfærir. Hann tekur að sér skotvopn í um- boðssölu og selur allan útbúnað sem þarf í veiðiskapinn, enda má sjá fínustu veiðivesti og veiðigræjur fyrir tugþúsundir króna hangandi á slám í versluninni. „Ég reyni fyrst og fremst að veita veiðimönnum góða þjón- ustu. Ég sel byssur, bæði notaðar og nýjar, og er kominn með talsverða reynslu sem byssusmiður. Ég vil ekki selja bara til að selja þannig að ég spyr viðskiptavini mína alltaf að því hvað þeir ætli að veiða áður en viðskiptin eiga sér stað til að þeir fái það sem þá vantar og þeim hentar. Ég vil ekki að viðskiptavin- irnir fari héðan öðruvísi en ánægðir. Síðan tek ég alltaf ábyrgð VERSLUN SflLfl SKOTVOPNfl á þeim byssum sem ég hef flutt inn, hvort sem þær eru notaðar eða nýjar,“ segir hann. Byssur hafa SÖgu Virkir veiðimenn eru hér 14-15 þúsund talsins í dag og allir þessir menn hljóta að eiga byssur og fleiri til. „í hverri einustu ljölskyldu er til byssa,“ bendir Jó- hann á og telur að oft sé reynt að sverta það orð sem fari af skotvopnum, ef þannig mætti að orði komast. Veiði- menn á meginlandi Evrópu veiða bæði sér gamans og matar og þar bera þeir mikla virðingu íýrir bráðinni. Ákveðnar reglur eru í gildi sem hafa þróast með tímanum. Jóhann segir að byssurnar séu óijúfanlegur hluti af mann- kynssögunni og hlýtur að hafa nokkuð til síns máls. Byss- ur hafa verið hluti af uppvexti ungra pilta í gegnum tíðina. Á ákveðnum aldri hafa þeir eignast byssu, farið á veiðar og lært að umgangast skotvopn, veiðarnar og bráðina með virðingu. Þetta telur Jóhann að hafi þvi miður snúist við og þar sé aðeins örfáum einstaklingum um að kenna. - Eru til byssusafnarar á íslandi? „Það eru til menn hérna sem kunna að meta vandaðar byssur og eru nokkurs kon- ar safnarar en það er erfitt að safna byssum hér því að það þarf leyfi fýrir hverri einustu byssu. Sumar byssur má ekki flytja hingað til lands því að það eru hér lög sem kveða á um hvað megi eiga og hvað ekki. Ef ég væri hús- gagnasmiður gætí ég smíðað húsgögn eftír þörfum og af- hent viðskiptavinum en sem byssusmiður má ég ekki smíða hvað sem er hvenær sem er. Ég verð að sækja um leyfi fyrir hverri einustu byssu sem ég smíða. Ef ég smíða t.d. riffil þarf ég að sækja um leyfi, panta inn hlaupið og fá leyfi til þess, láta skrá byssuna hjá lögreglunni o.s.frv. I Belgíu segir málshátturinn að byssusmíðin sé ekki eins og að búa tíl súkkulaði og það á lika við hér á landi,“ seg- ir hann. Skotfærín í peningasltáp Þegar gengið er um verslun Jó- hanns kemur í ljós að hann hefur tekið að sér verkefni á öðrum, en þó tengdum, sviðum. Þar má nefnilega líka sjá fallega hnífa, sem hann hefur smíðað sjálfur en slikar smíðar lærði hann einnig í Belgíu. Þá hefur hann smíðað alvöru sverð fýrir Fjörukrána og Þjóðleikhúsið, sem þó eru bara sýn- ingargripir, og verðlaunagripinn Áttavitann sem menntamála- ráðuneytíð veitir árlega fýrirtæki sem er að fara í rétta átt á sínu sviði. Öryggismálin hljóta að skipta miklu máli í verslun af þessu tagi enda segir Jóhann um viðamikla öryggisgæslu að ræða. Lögregla og öryggisfyrirtæki hafa tekið út öryggismálin hjá honum og svo er hann með þjófavarnarkerfi og eldvarnar- kerfi. Byssurnar eru geymdar ýmist bak við rimla, eða teknar inn á bak við rammgerðar dyr þegar verkstæðið lokar á kvöld- in. Loks má nefna að það er ekki að ástæðulausu sem skotfær- in eru geymd í traustum peningaskáp. Já, það er að ýmsu að huga í byssusmíðinni. 31] Fjórir til fimm rifflar á ári Markaðurinn er lítill. virkir veiðimenn eru aðeins 14-15 þúsund talsins. Jóhann smíðar fjórar til fimm nýjar byssur á ári, mestmegnis riffla, og flytur inn ný og notuð skotvopn. Hann sinnir viðgerðum og viðhaldi á gömium byssum og smíðar hnífa í hjáverkum. 69
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.