Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2001, Page 70

Frjáls verslun - 01.05.2001, Page 70
FÓLK Þórarinn Ævarsson, framkvœmdastjóri Domino 's á Islandi: „Eg er með íþróttatösku hérna á skrifstofunni sem hefur að geyma vinnufót pizzubakara. Egget því stokkið til án fyrirvara ogaðstoðað samstarfsfólk mitt ef svo ber undir.“ FV-mynd: Geir Ólafsson. Sambýliskona Þórarins heitir Guðrún Snorradóttir og þau búa í Garðabæ. Hann á eina dóttur, Unni Þórarins- dóttur, utan sambands. „Hvað áhugamál mín varð- ar eru þau helst af öllu við- skipti af ýmsu tagi. Eg les talsvert um viðskiptí og þykir margt í viðskipaheiminum spennandi. Samstarfsmenn mínir í stjórn fyrirtækisins eru mjög reyndir menn í við- skiptalífinu. Það er margt í þeirra fari sem ég get tileink- að mér og að vinna með þeim er góður skóli. Reyndar hef ég gaman af fleiru, til að mynda ferðalögum, bæði hér heima og erlendis. Eg er að vísu nýlega kominn heim eft- ir ijögurra ára dvöl erlendis og því mun ég leggja meiri áherslu á að ferðast hér heima á næstunni; skoða Þórarinn Ævarsson, Dominos Eftir Vigdísi Stefánsdóttur Starf mitt felst að mestu í þvi að móta stefnu fyrir- tækisins og sjá um mark- aðsmálin," segir Þórarinn Æv- arsson, framkvæmdastjóri Domino's á Islandi. „Eg er mikið á vettvangi og gætí þess að fýlgjast grannt með rekstr- inum. Samkeppnin er mikil og til að ná árangri verður maður að vera fyllilega meðvitaður um öll smáatriðin. Eg er til að mynda með íþróttatösku hérna á skrifstofunni sem hef- ur að geyma vinnuföt pizzu- bakara. Eg get þvi stokkið til án fyrirvara og aðstoðað sam- starfsfólk mitt ef á þarf að halda. Þetta vita vinnufélagar minir og hika ekki við að biðja um aðstoð ef mikið liggur við. A móti kemur að með þessu hef ég miklu nánara samstarf við hinn almenna starfsmann og ávinn mér með því traust og skilning. Með mér stendur svo geysimargt gott fólk sem sér tíl þess að markmiðum mínum og eigenda fyrirtækis- ins sé framfylgt.“ Þórarinn er fæddur árið 1965 í Reykjavík en ólst upp í Kópavogi. Hann var í Kárs- nesskóla og Þinghólsskóla sem barn og unglingur en segist hafa verið kominn með námsleiða eftir þá skóla- göngu og ákveðið að skella sér út á vinnumarkaðinn. „Eg fór að vinna sem verkamaður með handskóflu og það var mjög skemmtileg- ur og lærdómsríkur tími fyrir mig. Eg vissi hreint ekkert hvað ég vildi gera í framtíð- inni og langskólanám höfðaði ekki beint til mín. Eg starfaði sem verkamaður hátt í tvö ár meðan ég var að hugsa mig um og skellti mér að því loknu í bakaranám sem ég lauk rúmlega tvítugur að aldri. Mér þótti starf bakara mjög áhugavert en 22 ára var ég kominn með réttindi bak- arameistara og varð yfirbak- ari hjá Sveini Bakara í ein 6 ár. Eg flutti síðan til Sviss í einn vetur til þess að veita æv- intýraþránni útrás og líkaði þar ágætlega. Það var síðan fyrir algera tilviljun að ég fékk starf hjá Domino's, sem var á þeim tíma að hefja starf- semi hér á landi. Eg var kom- inn aftur til vinnu hjá Sveini bakara, en þá var farið að halla verulega undan fæti hjá honum. Mörgum kollegum mínum þótti ég taka niður fyr- ir mig að fara að vinna á „ein- hverjum pizzustað" en ég ákvað að slá til.“ Þórarinn segir það hafa verið nokkuð sérstakt að heíja vinnu hjá svo stóru fyrir- tæki sem Domino's er. Aginn sé mikill, allt skipulagt og góð stjórn á öllu. „Eg fékk til mín amerískan þjálfara sem bein- línis þjálfaði mig daglega til starfa og kenndi mér öguð vinnubrögð. Mér þótti það sem hann sagði og kenndi fjarstæðukennt og að það gæti aldrei gengið hér á landi en smám saman kom í ljós að það var framkvæmanlegt.“ landið og njóta þess að vera hér að nýju. Eg hef einnig gaman af því að fara á seglbretti en það er fremur erfitt hér á landi vegna veðurs. Eg hef þó lítið stundað þá íþrótt upp á síðkastið þar sem ég hef lít- inn tima - reyndar hefðbund- in afsökun - en vonast til að fljótlega gefist til þess meiri tími, hvort sem það verður hér heima eða erlendis. Eg hef einnig áhuga á bílum og hef til að mynda talsvert gam- an af Formúlunni og nýt þess að sitja og horfa á hana. En eitt stærsta áhugamál mitt er nú samt vinnan, því er ekki að neita, og það kemst fátt annað að, þessar vikurnar að minnsta kosti. Það er mjög skemmtilegt að hafa fengið tækifæri til að taka þátt í stofnun fyrirtækis, sjá það vaxa, dafna og ná árangri. Eg er mikill keppnismaður og það á vel við mig að starfa í umhverfi sem þessu þar sem samkeppnin er gríðarleg." 09 70

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.