Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2001, Side 74

Frjáls verslun - 01.05.2001, Side 74
Guðný Hansdóttir, yfirflugfreyja hjá Flugleiðum: „Ég þarfaðfljúga afog til svo ég muni eftir aðstœðunum í vélunum og einnig til að athuga hvort ekki séfarið eftir vinnulagsreglum okkar, sem eru nokkuð strangar.“ FV-mynd: Geir Olafsson. „Eftir námið kom ég hing- að heim aftur og byrjaði að fljúga," segir Guðný. „Ég ætl- aði aldrei að fljúga svona lengi en þótti það gaman og það var erfitt að hætta. Ég hlakkaði til að mæta í vinn- una á hverjum degi og það er dýrmætt. Svo bauðst mér þessi staða fýrir rúmum tveimur árum en það er mjög óvana- legt að svo ungri manneskju sé boðið slíkt því hingað til hafa eldri og reyndari konur gegnt henni. Reyndar hef ég unnið hjá Flugleiðum frá því ég fór að vinna úti og hef verið víða hjá fýrirtækinu og þekki þannig starfsemina nokkuð vel. Ég hef m.a. unnið í Keflavík og veit því gjörla hvernig ástandið er þar en það hjálpar mér gífur- lega þegar ég þarf að hafa samskipti við fólk þar.“ Hvað áhugamál snertir segir Guðný útivist og hreyf- Guðný Hansdóttir, Flugleiðum Eftir Vigdísi Stefánsdóttur r sumrin starfa um 600 flugfreyjur og flugþjón- ar hjá Flugleiðum og Guðný Hansdóttir, yfirflug- freyja hjá Flugleiðum, þekkir þau öll með nafni; segir að það sé markmið hjá sér að þekkja starfsfólkið til að halda persónulegum tengsl- um við það. Hún hefur gegnt starfi yfirflugfreyju í rúm- lega tvö ár en þar á undan starfaði hún sem flugfreyja í fimm ár. „Hér eru um 380 stöðu- gildi að jafnaði en yfir sumar- tímann fjölgar stöðunum og eru þá um 600,“ segir Guð- ný. „Flugfreyjustarfið er að mörgu leyti sérstakt, það er unnið við þröngar og erfiðar aðstæður og þess oft krafist að galdrað sé fram eitthvað sem við fýrstu sýn virðist ómögulegt, en einhvern veg- inn tekst þetta alltaf og fólk fer yfirleitt brosandi frá borði. Reyndar heyrum við oftast aðeins af því sem aflaga fer en almennt séð gengur þetta mjög vel og ég er satt best að segja afskap- lega stolt af starfsfólkinu mínu.“ Guðný segist vera tals- vert mikið á skrifstofunni en fljúga þó af og til, mest til að halda sér við. „Ég þarf að fljúga af og til svo ég muni eftir aðstæðunum í vélunum og einnig til að athuga hvort ekki sé farið eftir vinnulags- reglum okkar, sem eru nokkuð strangar. Ég hef líka afskaplega gaman af því að fljúga og kann vel við mig um borð í flugvél." Guðný ólst upp í Banda- ríkjunum fýrstu sjö árin en flutti svo heim til íslands. Hún segist hafa búið víða og gengið í nokkra skóla, m.a. Melaskóla, Kársnesskóla og Ölduselsskóla, en það hafi gert að verkum að hún eigi í dag marga vini og kunningja. „Þetta mótaði persónu- leika minn mjög og ég er mjög opin og fljót að kynnast fólki fýrir vikið,“ segir hún. „Það eru eiginleikar sem koma sér vel í þessu starfi mínu.“ Eftir grunnskólann fór Guðný í Verzlunarskólann og þaðan til Flórída þar sem hún tók BS gráðu í markaðs- fræðum. Hún vann um eins árs skeið á ferðaskrifstofu og fór svo í mastersnám í al- mennum viðskiptafræðum við Florida Institute of Technology. Hún lét það reyndar ekki duga því hún tók mastersgráðu í Human Resource Managment (starfs- mannastjórnun) þannig að hún hefur tvöfalda masters- gráðu. ingu vera efsta á blaði og skíði þar með. Hún er gift Krístjáni Grétarssyni, fram- leiðslustjóra hjá Norðurljós- um hf., og hann deilir með henni áhuga á útivist. „Við hjónin förum að minnsta kosti einu sinni á ári í skíðaferð ásamt syni okkar sem er 10 ára,“ segir hún. „Okkur frnnst líka gaman að því að fara á línuskauta og hjól og erum þá gjarnan saman öll þijú. Við hjónin æfum á líkamsræktarstöð og hittumst gjarnan þar í hádeg- inu, að minnsta kosti tvisvar í viku. Sumarið lítur vel út. Við ætlum á skíði til Austurríkis, en þar er jökull þar sem hægt er að renna sér á skíð- um fyrri hluta dags og seinni hlutann er hægt að fara í tennis, hjólreiðar eða bara eitthvað annað úti við.“3!] 74

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.