Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2001, Síða 6

Frjáls verslun - 01.07.2001, Síða 6
RITSTJÓRNARGREIN Hvað á Birgir að gera? Það kemur fólki alltaf spánskt fyrir sjónir þegar hagffæðingar komast ekki að sömu niðurstöðu. Þannig hafa reiknimeistarar Landsvirkjunar og raunar einstaka hagfræðingar fundið út að svo- nefnd Kárahnjúkavirkjun sé arðbær á meðan ýms- ir aðrir hagfræðingar telja hana óarðbæra því ekki muni fást nægilega hátt verð fyrir orkuna. Eftir stendur fólk ráðvillt á svip og veit eðlilega ekki hveijum eigi að trúa, enda hefur því ætíð verið haldið fram að í fallvötnum landsins fælust mikil auðævi og að betra væri að beisla árnar en láta þær renna meira og minna verðlausar til sjávar. En ágreiningur hagfræðinga og reikni- meistara um það hvort Kárahnjúkavirkjun sé óarðbær virðist smámál þegar kemur að vinsælasta umræðuefni hagfræðinga um þessar mundir, þ.e. hvort lækka eigi vexti í þjóðfélaginu! Birgir Isleifur Gunnarsson, formaður bankastjórnar Seðla- bankans, vill ekki lækka vexti og rök hans eru að háir vextir styðji gengi krónunnar og slái á verðbólgu. Að vísu hefúr Seðlabankinn verið að hækka vexti meira og minna frá ársbyrj- un 1999, eða í tvö og hálft ár. Margir forráðamenn fyrirtækja og viðskiptabanka eru hins vegar algerlega mótfallnir þessari skoðun Birgis Isleifs og Seðlabankans og telja brýnt að lækka vexti hið snarasta til að auka hagvöxt og koma í veg fyrir að samdráttur, sem augljóslega sé farinn að gera vart við sig víða í þjóðfélaginu, verði ekki óþarflega mikill. Sömuleiðis minna þeir á að dágóður tími líði ævinlega frá því vextir séu lækkaðir þangað til áhrifa vaxtalækkunarinnar gæti, þ.e. meðalið fari að virka, og að ekkert atvinnulíf þoli háa vexti til lengdar. Bæði sjónarmið Birgis Isleifs og forráðamanna í atvinnulifinu virðast trúverðug. Almenningur spyr sig hins vegar hvers vegna menn komist ekki að sömu niðurstöðu hvort heldur þeir vinni í Seðlabankanum eða hjá Samtökum atvinnulífsins. Úlspil fjármálaráðuneytisins Fylgismenn lækkandi vaxta fengu síðan óvæntan stuðning á dögunum þegar sjálft Ijár- málaráðuneytið sagði lækkun vaxta og skatta brýna - og að núna væri ástæða til að óttast samdrátt í efnahagslífinu fremur en ofþenslu. Hið óvænta útspil fjármálaráðuneytis- ins varð til að rugla flesta algerlega í ríminu, ekki síst þetta með að lækkun skatta væri brýn, því mörgum finnst sem lækkun skatta standi tjármála- ráðuneytinu nokkuð nærri á meðan sjálfstæður Seðlabanki hafi það meginhlutverk að halda verð- bólgu í skeíjum og stuðla að stöðugu verðlagi. En ekki er allt sem sýnist í umræðunni um vexti. Er rétt að spyija fólk um það hvort það vilji láta lækka eða hækka vexti? Skuldug heimilin og fyrirtækin eru fljót að svara slikri spurningu. Sennilegra er vænlegra til árangurs að spyija hvort menn sætti sig við 12% verðbólgu, eins og hún var á fyrri helmingi ársins, en Seðlabankinn spáir núna 8% verð- bólgu á öllu árinu. Kannski er sú spurning lika of flókin. Þegar hins vegar er spurt hvort fólk vilji hafa 8 til 12% verðbólgu á ári og lesa um það í fjölmiðlum, eins og það gerði í byrjun júní sl. að verðtryggð lán heimila hefðu hækkað um 7,5 milljarða króna á milli mánaðanna maí og júní, fer að koma skiljanlegri mynd á málið. Halda má því fram að ekkert sé fólki og fyrir- tækjum mikilvægara en stöðugt verðlag - og þegar til lengdar láti sé best fyrir hagvöxt og lífskjör að verðbólga sé lítil. Islend- ingar þekkja ógnir verðbólgunnar manna best og hafa þegar fengið að kynnast hrinu verðhækkana á þessu ári vegna gengishruns krónunnar; gengishruns sem hefur umbylt afkomu íslenskra fyrirtækja og heimila sem eru skuldug. Tekið Ofan fyrir Birgi ísleifi Verðbólga á íslandi er mun meiri en í nágrannalöndunum, launahækkanir hafa verið það sömu- leiðis - og vextir raunai' líka. Kannski á þetta ekki að geta farið allt saman á sama tíma, samkvæmt lögmálum hagfræðinnar. Engu að síður er hægt að taka ofan fyrir Birgi Isleifi að taka hlutverk sitt alvarlega og gefa ekki eftir fyrr en að hann hefur það fast í hendi að verðbólgan sé raunverulega að hjaðna - þótt væntingar um slíkt sjáist víða í atvinnulífinu um þessar mundir vegna uppsagna á starfsfólki og minnkandi veltu hjá fyrir- tækjum. Jón G. Hauksson JPB !TT m fj -U TTTTÍ IAn9 lliJ Stofiiuð 1939 Sérrit um viðskipta-, efnahags- og atvinnumál - 63. ár Sjöfn Guðrún Helga Geir Ólajsson Hallgrímur Sigurgeirsdóttir Sigurðardóttir Ijósmyndari Egilsson auglýsingastjóri blaðamaður útlitsteiknari RTTSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Jón G. Hauksson AUGLÝSINGASTJÓRI: Sjöfii Sigurgeirsdóttir ÁSKRIFTARVERÐ: kr 3.310,- fyrir 1.-5. tbl. - 2.979- ef greitt er með kreditkorti. LAUSASÖLUVERÐ: 699 kr. BLAÐAMAÐUR; Guðrún Helga Sigurðardóttir LJÓSMYNDARI: Geir Ólafsson UMBROT: Hallgrímur Egilsson ÚTGEFANDI: Heimur hf. RTTSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA: DREIFING: Heimur hf., sími 512 7575 FILMUYTNNA, PRENTUN OG BÓKBAND: Prentsmiðjan Grafík hf. LITGREININGAR: Heimur hf. - Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir ISSN 1017-3544 Borgartúni 23,105 Reykjavík, sími: 512 7575, fax: 561 8646, netfang: fv@talnakonnun.is 6

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.