Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2001, Síða 9

Frjáls verslun - 01.07.2001, Síða 9
Hægt er að taka á móti allt að 250-300 gestum í sameiginlegan máls- verð í veitingasalnum. Um 100 gestir rúmast inn í vel búinn fundarsalinn á annarri hæð Bláa lúnsins. Á veggjum eru „síbreytileg málverk", gluggar, þar sem við- fangsefnið breytist eftir veðri ng vindum. Heilsulindin BIqq lónið Heilsulindin Bláa lónið er einstök I heiminum. Sam- setning vatnsins og lífríki lónsins gerir Bláa lónið að einstöku náttúruundri. Heimsókn í Bláa lónið er til- valin fyrir þá sem vilja endurnæra líkama og sál í ein- stöku umhverfi. Nýi baðstaðurinn við Bláa lónið opn- aði í júlí 1999 og er Sigríður Sigþórsdóttir hjá Vinnu- stofu Arkitekta aðalhönnuður hans. Bláa lónið hentar vel til funda- og ráðstefnuhalda sem og árshátíða og annarra mannfagnaða. Fyrir utan veislusalinn, sem rúmar allt að 250 - 300 mat- argesti, er 10Q manna fundarsalur á annarri hæð hússins og getur Bláa lónið haft milligöngu um leigu á sölum i Eldborg, móttöku- og kynningarhúsnæði Hitaveitu Suðurnesja. \___________________________________________/ Sveinn Sveinsson veitingastjóri starfaði að veitingarekstri og stjórnun um 35 ára skeið á Hótel Sögu áður en hann hóf störf í Bláa lóninu fyrir tæpum tveimur árum. Sveinn hefur umsjón með pöntunum sem og skipulagningu á veislum og móttökum og alla stærri viðburði. Matreiðslumenn staðarins búa einnig yfir viðamikilli og fjölbreyttri reynslu. „Bláa lónið hentar öllum, hvort heldur er um litlar eða stór- ar veislur að ræða. Við getum tekið á móti allt að 250-300 gestum í sameiginlegan málsverð í veitingasalnum og hér hafa ráðstefnur, fundir og veislur af öllu tagi verið haldnar," segir Sveinn Sveinsson, veitingastjóri Bláa lónsins. Frá A til Ö í Bláa lóninu er einstök aðstaða til ráðstefnu- og fundahalda, ekki síst vegna þess að þar geta þátttakendur breytt um umhverfi og slitið sig frá daglegu amstri. Aðalfundasalur er á annarri hæð þar sem útsýnið er stórkostlegt og mál- verkin taka sífelldum breytingum eftir árstíðum, veðri og vindátt. ( salnum er hægt að koma á fundi fyrir allt að 100 þátttakendur. Salurinn er búinn sérhönnuðum fundahúsgögnum og öllum nauðsynlegum tækjabúnaði. Bláa lónið getur einnig útvegað ráðstefnu- og fundaaðstöðu fyrir smærri og stærri hópa í Eldborg, móttöku og kynningarhúsnæði Hitaveitu Suðurnesja, sem er einungis í fimm mínútna akstursfjarlægð frá Bláa lóninu. Á fyrstu hæð baðstaðarins er veitingasalurinn þar sem funda- og ráðstefnugestir geta notið veitinga. í salnum má einnig setja upp skilrúm fyrir smærri eða stærri hópa. ICELAND □pið alla daga Sími: 420 88QO Fax: 420 8801 Árshátíðir „Við reynum að koma til móts við allar óskir við- skiptavina okkar og bjóðum upp á fullkomna veit- ingaþjónustu," segir Sveinn. „Ef fyrirtæki eða fé- lagasamtök vilja t.d. halda árshátíðir í Bláa lóninu þá aðstoðum við við skipulagningu. Við tökum pakkann að okkur frá A til 0 og höfum milligöngu um hljómsveitir og rútur ef óskað er eftir því.“ Góðir gistimöguleikar eru í nágrenni Bláa lóns- ins fyrir þá sem vilja dvelja yfir nótt. Hótel Bláa lónið er staðsett aðeins steinsnar frá Bláa lóninu og svo eru hótel í Keflavík. Sveinn segir vinsælt að búa í Keflavík, koma í Bláa lónið með rútu, borða og dansa og fara svo aftur til Keflavíkur að sofa. Þannig fari gestirnir endurnærðir heim aft- ur að lokinni vel heppnaðri dvöl.Œ] mUIUI.blUGlQQOOÍI.ÍS mmsmmm 9

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.