Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2001, Qupperneq 9

Frjáls verslun - 01.07.2001, Qupperneq 9
Hægt er að taka á móti allt að 250-300 gestum í sameiginlegan máls- verð í veitingasalnum. Um 100 gestir rúmast inn í vel búinn fundarsalinn á annarri hæð Bláa lúnsins. Á veggjum eru „síbreytileg málverk", gluggar, þar sem við- fangsefnið breytist eftir veðri ng vindum. Heilsulindin BIqq lónið Heilsulindin Bláa lónið er einstök I heiminum. Sam- setning vatnsins og lífríki lónsins gerir Bláa lónið að einstöku náttúruundri. Heimsókn í Bláa lónið er til- valin fyrir þá sem vilja endurnæra líkama og sál í ein- stöku umhverfi. Nýi baðstaðurinn við Bláa lónið opn- aði í júlí 1999 og er Sigríður Sigþórsdóttir hjá Vinnu- stofu Arkitekta aðalhönnuður hans. Bláa lónið hentar vel til funda- og ráðstefnuhalda sem og árshátíða og annarra mannfagnaða. Fyrir utan veislusalinn, sem rúmar allt að 250 - 300 mat- argesti, er 10Q manna fundarsalur á annarri hæð hússins og getur Bláa lónið haft milligöngu um leigu á sölum i Eldborg, móttöku- og kynningarhúsnæði Hitaveitu Suðurnesja. \___________________________________________/ Sveinn Sveinsson veitingastjóri starfaði að veitingarekstri og stjórnun um 35 ára skeið á Hótel Sögu áður en hann hóf störf í Bláa lóninu fyrir tæpum tveimur árum. Sveinn hefur umsjón með pöntunum sem og skipulagningu á veislum og móttökum og alla stærri viðburði. Matreiðslumenn staðarins búa einnig yfir viðamikilli og fjölbreyttri reynslu. „Bláa lónið hentar öllum, hvort heldur er um litlar eða stór- ar veislur að ræða. Við getum tekið á móti allt að 250-300 gestum í sameiginlegan málsverð í veitingasalnum og hér hafa ráðstefnur, fundir og veislur af öllu tagi verið haldnar," segir Sveinn Sveinsson, veitingastjóri Bláa lónsins. Frá A til Ö í Bláa lóninu er einstök aðstaða til ráðstefnu- og fundahalda, ekki síst vegna þess að þar geta þátttakendur breytt um umhverfi og slitið sig frá daglegu amstri. Aðalfundasalur er á annarri hæð þar sem útsýnið er stórkostlegt og mál- verkin taka sífelldum breytingum eftir árstíðum, veðri og vindátt. ( salnum er hægt að koma á fundi fyrir allt að 100 þátttakendur. Salurinn er búinn sérhönnuðum fundahúsgögnum og öllum nauðsynlegum tækjabúnaði. Bláa lónið getur einnig útvegað ráðstefnu- og fundaaðstöðu fyrir smærri og stærri hópa í Eldborg, móttöku og kynningarhúsnæði Hitaveitu Suðurnesja, sem er einungis í fimm mínútna akstursfjarlægð frá Bláa lóninu. Á fyrstu hæð baðstaðarins er veitingasalurinn þar sem funda- og ráðstefnugestir geta notið veitinga. í salnum má einnig setja upp skilrúm fyrir smærri eða stærri hópa. ICELAND □pið alla daga Sími: 420 88QO Fax: 420 8801 Árshátíðir „Við reynum að koma til móts við allar óskir við- skiptavina okkar og bjóðum upp á fullkomna veit- ingaþjónustu," segir Sveinn. „Ef fyrirtæki eða fé- lagasamtök vilja t.d. halda árshátíðir í Bláa lóninu þá aðstoðum við við skipulagningu. Við tökum pakkann að okkur frá A til 0 og höfum milligöngu um hljómsveitir og rútur ef óskað er eftir því.“ Góðir gistimöguleikar eru í nágrenni Bláa lóns- ins fyrir þá sem vilja dvelja yfir nótt. Hótel Bláa lónið er staðsett aðeins steinsnar frá Bláa lóninu og svo eru hótel í Keflavík. Sveinn segir vinsælt að búa í Keflavík, koma í Bláa lónið með rútu, borða og dansa og fara svo aftur til Keflavíkur að sofa. Þannig fari gestirnir endurnærðir heim aft- ur að lokinni vel heppnaðri dvöl.Œ] mUIUI.blUGlQQOOÍI.ÍS mmsmmm 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.