Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2001, Page 13

Frjáls verslun - 01.07.2001, Page 13
FRÉTTIR Hefur vaxið og dafnað tarfsemin hefur gengið ágæt- | lega. Auðvitað hefur markaður- inn ekki verið sá allra skemmtileg- asti á þessu ári en við höfum skrifað undir nokkra samninga, t.d. við Nokia og Ericsson, starfsmönnum hefur ijölgað og við erum bjartsýn á framhaldið," segir Jón S. von Tetzchner, forstjóri norska hugbúnaðarfýrir- tækisins Opera Software, þegar Frjáls verslun hringdi í hann til Noregs nýlega. Fyrirtækið hefur haldið áfram að vaxa og dafna á þessu ári þrátt fýr- ir kreppuna sem ríkt hefur í rekstri hugbúnaðarfýrir- tækja. „Það er erfitt að segja hvernig útlitið verður næstu mánuði og ár. Við Nýlega var jjaOab um Opera SoftwareíBusmssWeekogtalab að fyrirtækið væn a uppleið. um ( J°n S. von Tetzchner síðuviðtali við Frjálsa byrjun ársins. höldum áfram að gera eins mikið af samningum og við getum en ég á ekki von á því að salan taki kipp fyrr en 2002 og 2003. Ég hygg að markaðurinn fari upp á við á næsta ári en þetta veit enginn og maður er orðinn vanur þessum sveiflum upp og niður,“ segir Jón. Fyrirtækið hef- ur verið í samstarfi við Symbian og gert samn- inga um að Opera vafrinn verði í nettengdum smá- tækjum frá Nokia, Erics- son og Panasonic. Opera vafrinn er t.a.m. þegar í eVilla tölvunni frá Sony, var í for- e*ns °S nÝlega k°m fram í verslun í BusinessWeek. HJj INNKÖLLUN VEGNA RAFRÆNNAR SKRÁNINGAR HLUTABRÉFA í KEFLAVÍKURVERKTÖKUM HF. Mánudaginn 15. október 2001 verða hlutabréf í Keflavíkurverktökum hf. tekin til rafrænnar skráningar hjá Verðbréfaskráningu íslands hf. í samræmi við ákvörðun stjórnar Keflavíkurverktaka hf. þar að lútandi. Þar af leiðandi verða engin viðskipti með hlutabréf félagsins þann dag. Frá þeim tíma ógildast hin áþreifanlegu hlutabréf í fyrirtækinu í samræmi við ákvæði laga og reglugerðar um rafræna eignarskráningu verðbréfa. Nánar tilgreint verða öll hlutabréf í Keflavíkurverktökum hf. tekin til rafrænnar skráningar en þau eru öll í einum flokki og gefin út á nafn hluthafa. Útgáfudags er getið á hverju bréfi. Hér með er skorað á alla eigendur ofangreindra hlutabréfa sem telja nokkurn vafa leika á að eignarhald þeirra sé réttilega fært í hlutaskrá Keflavíkurverktaka hf. að staðreyna skráninguna með fyrirspurn til hlutaskrár Keflavíkurverktaka hf., pósthólf 16, 235 Keflavíkurflugvelli eða í síma 420-6400. Komi í Ijós við slíka könnun að eigendaskipti hafi ekki verið skráð ber eigendum að færa sönnur á þau gagnvart félaginu fyrir nefndan dag. Enn fremur er skorað á alla þá sem eiga takmörkuð réttindi til ofangreindra hlutabréfa, s.s. veðréttindi, að koma þeim á framfæri við fullgilda reikningsstofnun, þ.e. banka, verðbréfafyritæki eða sparisjóð sem gert hefur aðildarsamning við Verðbréfaskráningu íslands hf, fyrir skráningardag. Athygli hluthafa er vakin á að hin áþreifanlegu hlutabréf félagsins verða ógild sjálfkrafa og því er ekki þörf á að skila þeim til félagsins. Jafnframt er vakin athygli á að ferli rafrænnar skráningar hefur engin áhrif á möguleika hluthafa til að eiga viðskipti með hluti sína í félaginu að undanskildum sjálfum skráningardeginum. Að lokinni rafrænni skráningu þurfa hluthafar að fela reikningsstofnun umsjón með eignarhlut sínum í félaginu til að geta framselt hluti sína svo sem vegna sölu eða skipta. Reikningsstofnun mun í þessu skyni stofna VS-reikning í nafni viðkomandi hluthafa. Stjórn Keflavíkurverktaka hf. KEFLAVÍKURVERKTAKAR 13

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.