Frjáls verslun - 01.07.2001, Qupperneq 51
VIÐSKIPTAHUGIVIYNDIR HUGBÚNAÐARFYRIRTÆKJA
að öllum líkindum áfram, gefur það ekki rétta mynd af út-
rásinni. í stað útflutnings á hugbúnaði og tækniráðgjöf frá Is-
landi hafa hugbúnaðarfyrirtækin stofnað dótturfyrirtæki á er-
lendri grundu um þjónustu, sölu og markaðssetningu ís-
lenskra hugbúnaðarlausna og sum íslensku hátækni- og hug-
búnaðarfyrirtækjanna gera nánast eingöngu út á erlendan
markað. Ingvar er bjartsýnn á framtíð þessara fyrirtækja.
„Útflutningstekjur af hugbúnaði, eins og þær eru skil-
greindar í opinberum gögnum, munu væntanlega halda áfram
að dragast saman sem hlutfall af heildartekjum í greininni en
útrásin og erlend starfsemi munu aukast og það mikið á næstu
árum. Þessi útrás hugbúnaðarfyrirtækja og fjárfesting þeirra
erlendis mun tryggja enn frekar þessa starfsemi hér uppi á Is-
landi. Meginverðmætasköpunin verður hér heima og verð-
mætustu störfin þá um leið. Það er synd að opinber tölfræði
skuli ekki mæla þetta með einhverjum hætti,“ segir hann.
Til að auðvelda mönnum skilninginn á frumskógi hugbún-
aðarfyrirtækjanna birtum við hér lista yfir helstu hugbúnaðar-
fyrirtæki landsins, fyrirtæki sem leggja megináherslu á hug-
búnaðargerð, þróun og sölu hugbúnaðar í starfsemi sinni, og
útskýrum stuttlega út á hvað viðskiptahugmyndin gengur. Rétt
er að taka fram að listinn er ekki tæmandi, fleiri hugbúnaðar-
fyrirtæki kunna að vera starfandi í landinu en hér eru nefnd.
GoPno-LnNDST€iNnR Group
0'
Address
GoPro-Landsteinar Group hefur þá sérstöðu að vera nokkurs konar
hugbúnaðarverksmiðja undir handleiðslu Olafs Daðasonar fram-
kvæmdastjóra. Níu fyrirtæki eru undir regnhlíf GoPro-Landsteina
Group.
Stærsta hugbúnaðarfyrirtæki landsins, GoPro-Landsteinar
Group, getur boðið heildstæða lausn í rekstri og innleiðingu
hugbúnaðar- og tölvukerfa ásamt óháðri ráðgjöf við val á bún-
aði. Níu fyrirtæki eru undir regnhlíf GoPro-Landsteina Group
sem hefur þá sérstöðu að vera nokkurs konar verksmiðja,
þróa og bjóða hugbúnaðarpakka. Fyrirtækin eru Landsteinar
íslandi, Þekking-Tristan, Hugvit, Scio-Landsteinar, Land-
steinar Sweden, Landsteinar Jersey, Landsteinar Germany og
GoPro Landsteinar Development. Þessi fyrirtæki hafa sér-
hæft sig á sviði hópvinnukerfa, viðskiptakerfa og þekkingar-
stjórnunar og bjóða upp á lausnir við skjalastjórnun og skjala-
vörslu, viðskiptatengsl, bókhald og verslanir auk netþjónustu
og rekstrarleigu. Dótturfyrirtækið Form.is býður upp á raf-
ræn eyðublöð.
Ad-jr’áú.~i.rif3n^r' III S^H^SSiMHBKIÍl Q'-’
EjS er eitt stærsta upplýsingatæknifyrirtæki landsins og
reyndar einn stærsti íslenski útflytjandinn á hugbúnaði. Til
samsteypunnar EJS International hf. teljast tíu fýrirtæki; Hug-
ur hf„ Hugur International hf„ Strikamerki hf„ netlausna- og
vefhönnunarfyrirtækið Kveikir - netlausnir hf„ Hýsing hf„
Mekka - tölvulausnir hf„ Klakkar hf. og iPRO International hf.
auk níu annarra, sem EJS á hluta í. EJS hefur sérhæft sig í við-
skiptahugbúnaði, vefhönnun og ráðgjöf, sölu- og markaðssetn-
ingu hugbúnaðarlausna á alþjóðamörkuðum, vöruhúsa- og
verslanakerfa auk hýsingar, verkefnastjórnunar og svokallaðr-
ar „off-shore software development".
Tölvumyndir hf. starfa á fjórum kjörsviðum: sjávarútvegs-, heilbrigð-
is-, orku- og fjármálasviði.
^Xölvumyndir hf„ sem er eitt stærsta hugbúnaðarfyrirtæki
landsins, leggja megináherslu á þróun, sölu- og þjónustu við
eigin hugbúnað. Fyrirtækið starfar á Ijórum kjörsviðum, sjáv-
arútvegs-, heilbrigðis-, orku- og fjármálasviði, þar sem staðlað-
ar hugbúnaðarlausnir eru þróaðar og seldar. Dótturfyrirtæki
Tölvumynda mynda eina stjórnunarlega heild með móðurfyr-
irtækinu. Þau eru Fjármálalausnir ehf„ sem sérhæfir sig í al-
hliða lausnum fyrir ljármálamarkaðinn, Origo ehf„ sem sér-
hæfir sig í sérlausnum í tengslum við Netið, Vigor ehf„ sem
sérhæfir sig í kerfum fyrir orkuveitur og þróun og þjónustu við
Vigor viðskiptahugbúnað, Theriak ehf„ sem þróar hugbúnað
fyrir heilbrigðisgeirann og MTS sem smíðar og selur hugbún-
að fyrir sjávarútveginn og þjónustar hann. Hlutdeildarfélög eru
Hópvinnukerfi, Skyggnir, Tölvusmiðjan og Stikla.
/VlnRGMIPLUN
AXargmiðlun starfar á Ijórum sviðum; í hugbúnaðargerð þar
sem fyrirtækið þróar, framleiðir og þjónustar hugbúnað sem
hjálpar fyrirtækjum að nýta sér rafræn viðskipti, veflausnir þar
sem áhersla er á tengingu á milli vefsvæða og upplýsingakerfa
viðskiptavina, ahliða rágjöf á sviði margmiðlunar-, hugbúnaðar-
og vefsíðugerðar, og margmiðlun fyrir skjámiðla. Margmiðlun
á þrjú dótturfyrirtæki. Betware sérhæfir sig í leikjalausnum á
Netinu, veðmálum, lottói og löglegum peningaspilum auk hug-
búnaðar fyrir WAP, lófatölvur og gagnvirkt sjónvarp. Marg-
Address:
00
51