Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2001, Blaðsíða 51

Frjáls verslun - 01.07.2001, Blaðsíða 51
VIÐSKIPTAHUGIVIYNDIR HUGBÚNAÐARFYRIRTÆKJA að öllum líkindum áfram, gefur það ekki rétta mynd af út- rásinni. í stað útflutnings á hugbúnaði og tækniráðgjöf frá Is- landi hafa hugbúnaðarfyrirtækin stofnað dótturfyrirtæki á er- lendri grundu um þjónustu, sölu og markaðssetningu ís- lenskra hugbúnaðarlausna og sum íslensku hátækni- og hug- búnaðarfyrirtækjanna gera nánast eingöngu út á erlendan markað. Ingvar er bjartsýnn á framtíð þessara fyrirtækja. „Útflutningstekjur af hugbúnaði, eins og þær eru skil- greindar í opinberum gögnum, munu væntanlega halda áfram að dragast saman sem hlutfall af heildartekjum í greininni en útrásin og erlend starfsemi munu aukast og það mikið á næstu árum. Þessi útrás hugbúnaðarfyrirtækja og fjárfesting þeirra erlendis mun tryggja enn frekar þessa starfsemi hér uppi á Is- landi. Meginverðmætasköpunin verður hér heima og verð- mætustu störfin þá um leið. Það er synd að opinber tölfræði skuli ekki mæla þetta með einhverjum hætti,“ segir hann. Til að auðvelda mönnum skilninginn á frumskógi hugbún- aðarfyrirtækjanna birtum við hér lista yfir helstu hugbúnaðar- fyrirtæki landsins, fyrirtæki sem leggja megináherslu á hug- búnaðargerð, þróun og sölu hugbúnaðar í starfsemi sinni, og útskýrum stuttlega út á hvað viðskiptahugmyndin gengur. Rétt er að taka fram að listinn er ekki tæmandi, fleiri hugbúnaðar- fyrirtæki kunna að vera starfandi í landinu en hér eru nefnd. GoPno-LnNDST€iNnR Group 0' Address GoPro-Landsteinar Group hefur þá sérstöðu að vera nokkurs konar hugbúnaðarverksmiðja undir handleiðslu Olafs Daðasonar fram- kvæmdastjóra. Níu fyrirtæki eru undir regnhlíf GoPro-Landsteina Group. Stærsta hugbúnaðarfyrirtæki landsins, GoPro-Landsteinar Group, getur boðið heildstæða lausn í rekstri og innleiðingu hugbúnaðar- og tölvukerfa ásamt óháðri ráðgjöf við val á bún- aði. Níu fyrirtæki eru undir regnhlíf GoPro-Landsteina Group sem hefur þá sérstöðu að vera nokkurs konar verksmiðja, þróa og bjóða hugbúnaðarpakka. Fyrirtækin eru Landsteinar íslandi, Þekking-Tristan, Hugvit, Scio-Landsteinar, Land- steinar Sweden, Landsteinar Jersey, Landsteinar Germany og GoPro Landsteinar Development. Þessi fyrirtæki hafa sér- hæft sig á sviði hópvinnukerfa, viðskiptakerfa og þekkingar- stjórnunar og bjóða upp á lausnir við skjalastjórnun og skjala- vörslu, viðskiptatengsl, bókhald og verslanir auk netþjónustu og rekstrarleigu. Dótturfyrirtækið Form.is býður upp á raf- ræn eyðublöð. Ad-jr’áú.~i.rif3n^r' III S^H^SSiMHBKIÍl Q'-’ EjS er eitt stærsta upplýsingatæknifyrirtæki landsins og reyndar einn stærsti íslenski útflytjandinn á hugbúnaði. Til samsteypunnar EJS International hf. teljast tíu fýrirtæki; Hug- ur hf„ Hugur International hf„ Strikamerki hf„ netlausna- og vefhönnunarfyrirtækið Kveikir - netlausnir hf„ Hýsing hf„ Mekka - tölvulausnir hf„ Klakkar hf. og iPRO International hf. auk níu annarra, sem EJS á hluta í. EJS hefur sérhæft sig í við- skiptahugbúnaði, vefhönnun og ráðgjöf, sölu- og markaðssetn- ingu hugbúnaðarlausna á alþjóðamörkuðum, vöruhúsa- og verslanakerfa auk hýsingar, verkefnastjórnunar og svokallaðr- ar „off-shore software development". Tölvumyndir hf. starfa á fjórum kjörsviðum: sjávarútvegs-, heilbrigð- is-, orku- og fjármálasviði. ^Xölvumyndir hf„ sem er eitt stærsta hugbúnaðarfyrirtæki landsins, leggja megináherslu á þróun, sölu- og þjónustu við eigin hugbúnað. Fyrirtækið starfar á Ijórum kjörsviðum, sjáv- arútvegs-, heilbrigðis-, orku- og fjármálasviði, þar sem staðlað- ar hugbúnaðarlausnir eru þróaðar og seldar. Dótturfyrirtæki Tölvumynda mynda eina stjórnunarlega heild með móðurfyr- irtækinu. Þau eru Fjármálalausnir ehf„ sem sérhæfir sig í al- hliða lausnum fyrir ljármálamarkaðinn, Origo ehf„ sem sér- hæfir sig í sérlausnum í tengslum við Netið, Vigor ehf„ sem sérhæfir sig í kerfum fyrir orkuveitur og þróun og þjónustu við Vigor viðskiptahugbúnað, Theriak ehf„ sem þróar hugbúnað fyrir heilbrigðisgeirann og MTS sem smíðar og selur hugbún- að fyrir sjávarútveginn og þjónustar hann. Hlutdeildarfélög eru Hópvinnukerfi, Skyggnir, Tölvusmiðjan og Stikla. /VlnRGMIPLUN AXargmiðlun starfar á Ijórum sviðum; í hugbúnaðargerð þar sem fyrirtækið þróar, framleiðir og þjónustar hugbúnað sem hjálpar fyrirtækjum að nýta sér rafræn viðskipti, veflausnir þar sem áhersla er á tengingu á milli vefsvæða og upplýsingakerfa viðskiptavina, ahliða rágjöf á sviði margmiðlunar-, hugbúnaðar- og vefsíðugerðar, og margmiðlun fyrir skjámiðla. Margmiðlun á þrjú dótturfyrirtæki. Betware sérhæfir sig í leikjalausnum á Netinu, veðmálum, lottói og löglegum peningaspilum auk hug- búnaðar fyrir WAP, lófatölvur og gagnvirkt sjónvarp. Marg- Address: 00 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.