Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2001, Blaðsíða 69

Frjáls verslun - 01.07.2001, Blaðsíða 69
AUGLÝSINGAR OG MARKflÐSWflL Heilinn í sundur. Auglýsing frá Tóbaksvarnarnefhd sem sýnir skað- semi reykinga og sett hefur hroll að mörgu fólki. stað í strætóskýlum. Ég get ekki séð að tjáningarfrelsið sé í stór- hættu þótt Odd Nerdrum sé bannað að birta sjálfsmynd af sér með típpið út í loftið á strætóskýlum bæjarins. Aknenningur hlýtur að eiga fullan rétt á að vera hlíft við slíku. Hins vegar væri auðvitað grátlegt ef hann mættí ekki auglýsa sjálfan sig í allri sinni dýrð í þar tíl gerðum fagtímaritum.“ Þorvaldur segir að það séu engin einföld viðmið til um það sem veldur fólki ógeði. „Innyfli eru fæstum geðsleg, úrgangur fólks ekki heldur og ofbeldismyndir. Hvort hins vegar er í lagi að nota ógeðfelldar myndir í góðum tilgangi en ekki í slæmum er álitamál og mér finnst að það hljóti að vera spurning um það hversu vönduð auglýsingin er fremur en að tilgangurinn helgi alltaf meðalið. Þannig verði faglegt sjónarmið að ráða og svo birtingarstaður en ekki bara hvort megi senda og sýna hvetjum sem er hvað sem er í nafni þess að það sé tíl varnaðar. Auk þess stendur markaðurinn reyndar svo öflugan vörð um almennt vel- sæmi að hann þarf sjaldnast mikla hjálp. Langflestir auglýsend- ur og auglýsingamiðlar eru óþarflega hræddir við gagnrýni og ijöldinn allur af snjöllum auglýsingahugmyndum fer í ruslið vegna ótta við að móðga viðkvæmustu sálirnar." Úgeðsleg en áhrifarík auglýsing Hildur Björg Hafstein hjá ís- landi án eiturlytja og Áfengis- og vímuvarnaráði segir auglýsing- una „Úr hvaða rassi? “ sem birtist aftan á strætisvögnum í kring- um verslunarmannahelgina, vera íýrst og síðast ætíaða að breyta viðhorfum. „Ef okkur tekst með auglýsingum á borð við þessa að opna augu ungs fólks fýrir því að eiturlyf komi tíl lands- ins á þennan hátt, þá er mögulegt að það hugsi sig tvisvar um þegar þeim býðst þau. Vissulega er auglýsingin ógeðsleg en eiturlyJjaheimurinn er það líka og óþarfi að reyna á nokkurn hátt að fela það. Við vitum að það þarf sífellt sterkari lýsingar og ábendingar til að ná athygli ungs fólks því skelin er þykk og áreitið mikið. Því var það von okkar sem stóðum að auglýsingunni að með því að segja hlutina umbúðalaust og koma af stað umræðu að það myndi hafa áhrif, ekki síst íýrir verslunamannahelgina en við vitum að þá standa margir frammi fyrir því að vera boðin eiturlyf.“ Einhverjir óánægðir Þessi ákveðna aug- lýsing, sem sýnir óhreinan smokk fullan af töflum, hefur komið af stað umræðum. Bæði neikvæðum og jákvæðum og þykir sumum sem of langt sé gengið og að ekki megi sýna ógeð á borð við þetta. Aðrir skilja auglýsinguna rangt og telja hana visa í nauðganir eða samkynhneigð. Þó að fólk sjái hana, er ekki þar með sagt að hún skiljist rétt og þar með geta skilaboð- in misst marks. „Hugmyndin fæddist á fundi,“ segir Hildur. „Hún þótti góð og var útfærð í snatri en ákvörðun um að birta hana var tekin að vel ígrunduðu máli og ekki tek- in fyrr en ijölmargir höfðu séð auglýs- inguna og metið. M.a. var sérstaklega leitað eftir áliti ungs fólks sem er jú markhópurinn. Þau virtust skilja skila- boðin strax en vel má vera að auglýs- ingin hefði átt að vera betur merkt þannig að almenningur kveiktí á perunni. Þeir sem standa að auglýsingunni eru ijölmargir sem vinna að vímuvörnum. Nú er verið að að vinna að því að útfæra hana enn betur og halda áfram þessari baráttu. Við erum þess fullviss að það sé tími til kominn að gera eitthvað róttækt og áhrifamikið tíl að skapa umræðu og það virðist hafa tekist. Einhverjir hafa hringt í Strætó og lýst óánægju sinni og um tíma lá við að auglýsingin yrði ijarlægð. Til þess kom þó ekki og ég er eiginlega ánægð með þá umræðu sem skapaðist í kringum það mál því hún vakti talsvert meiri athygli á auglýsingunni en annars hefði ver- ið. Auðvitað eru þeir til sem finnst þetta ógeðslegt og jafnvel óviðunandi. Við áttum von á slíkum viðbrögðum, kannski ekki alveg svo sterkum því það hafa birst auglýsingar sem hafa ver- ið að mínu mati mjög ógeðfelldar. En það hafa líka margir hringt til okkar og hrósað auglýsingunni og sagt allt til vinn- andi til að draga úr neyslu eiturlyfja. Það sem vakti fyrir okkur var að vekja umræðu, draga úr þeirri glansmynd sem okkur finnst oft umlykja eiturlyijaheiminn. Sjaldan er vitað hvar eitur- lyf eins og e-taflan er framleidd né heldur hvað er í þeim en við vitum hver er helsta smyglleið þeirra til landsins og vildum fá ungt fólk tíl að hugleiða það.“ BIl um sýningu norska listamannsins Odd Nerdrum. Ýmsir fjöl- miðlar báðu um að borði yrði settur yfir helsta djásn listamannsins áður en þeir birtu auglýsing- una. FRABÆR STAÐSETNING FYRIR LÍTIL SEM STÓR FYRIRTÆKI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.