Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2001, Page 74

Frjáls verslun - 01.07.2001, Page 74
Linda B. Bentsdóttir, forstöðumaður viðskiptasviðs Frjálsa fjárfestingar- bankans hf: „Eg hefgaman afþví að stunda íþróttir, ekki bara horfa á þœr í sjónvarþinu. “ FÓLK og nú erum við farin að vinna aftur að þvi sem við vorum að- allega í, útlánum. Þetta hefur í raun allt saman gengið mjög vel og verið reynsluríkur tími. Nú erum við með þrjá lána- flokka, bílalán, fasteignalán til skemmri tíma og svo fram- kvæmdalánin. Þá höfum við æ meira farið út í hærri lánveit- ingar til stærri fyrirtækja en jafnframt fækkað lánum til ein- staklinga. Mitt starf felst nú helst í því að stýra starfsemi viðskiptasviðsins með fram- kvæmdalánin og lán til stærri fyrirtækja. Endurskoða verk- ferli og reglur fyrir fram- kvæmdalánin, en við erum að ég held ein á markaðnum í þeim. Astæðan er líklega helst sú að um gríðarlegt verk er að ræða og háar fjárhæðir, þannig að vanda þarf mjög til allra verka, td. skjalagerðar, en samningarnir geta oft verið stúdentsprófi frá hagfræði- deild. „Eg fór í eitt ár sem skiptinemi til Bandaríkjanna, var í Utah og átti þar gott ár. Svo fór ég í lagadeild HI og eft- ir útskrift að vinna hjá Sýslu- manninum í Reykjavík þar sem ég öðlaðist dýrmæta reynslu og góða í uppboðs- deildinni. Síðan fór ég að vinna á Lögfræðistofu Reykja- víkur - Skuldaskil, þar sem ég var næstu þijú árin sem lög- mannsfulltrúi hjá Eggerti B. Olafssyni lögmanni. Eftir það fór ég til Samvinnusjóðsins og vann þar sem framkvæmda- stjóri dótturfyrirtækis sjóðs- ins sem hét Lögfang og sá um lögfræðistörffyrirsjóðinn. Þar var ég þangað til mér var boð- in staða framkvæmdastóra viðskiptasviðs við hið samein- aða fyrirtæki, sem ég sinni enn, sem forstöðumaður við- skiptasviðs. Svo er maður Linda B. Bentsdóttir, Frjálsa fjárfestingarbankanum Eftir Vigdísi Stefánsdóttur Linda B. Bentsdóttir lög- fræðingur er forstöðu- maður viðskiptasviðs hjá Frjálsa flárfestingarbankan- um sem Kaupþing keypti um síðustu áramót Aður höfðu Samvinnusjóður Islands og Fjárvangur sameinast undir heitinu Frjálsi ijárfestingar- bankinn sem raunar ílutti í nýtt húsnæði við Sóltún fyrir rúmu ári. „Við lögðum mjög rika áherslu á verðbréfasjóði hjá Fijálsa flárfestingarbankanum, enda vorum við umboðsaðilar fyrir Fidelity Investments sem var og er stærsti óháði eigna- umsýsluaðilinn í heiminum, og Fijálsa ltfeyrissjóðinn. Útíánin voru auðvitað ltka með en við vorum búin að markaðssetja þau nokkuð vel og þurftum lít- ið að legga á okkur til að halda því við sem við ætíuðum okk- ur. Við lögðum einna helst áherslu á tiltölulega nýjan lána- flokk, framkvæmdalán, sem hafa gengið mjög vel hjá okk- ur, en þar er um frekar óhefð- bundin lán að ræða og umsjón talsvert mikil." Eftir að Kaupþing hafði keypt Frjálsa fjárfestingar- bankann áttu sér stað veiga- miklar breytingar á rekstri fyrirtækisins sem fólust einna helst í því að öll verðbréfavið- skiptin og rekstur Fijálsa líf- eyrissjóðins fóru yfir til Kaup- þings, auk plda starfsmanna. „Við hjá Fijálsa tjárfesting- arbankanum leggjum núna enn meiri áherslu á fram- kvæmdalánin og lán til stærri fyrirtækja en áður,“ segir Linda. „Við eyddum töluverð- um tíma í að gera upp eftír sameininguna, bæði við starfsfólk og svo Kaupþing, ansi flóknir. Það eru þvi miklir hagsmunir í húfi. Við erum að láta smíða nýtt tölvuforrit fyrir þennan lánaflokk og verður það til að gera alla umsjón ör- uggari, einfaldari og þægi- legri. Það hefur talsvert verið talað um að vanskil hafi aukist upp á síðkastíð en við höfum ekki orðið þess vör hjá okkar viðskiptavinum. Við erum vandfysin á viðskiptavini okk- ar og ekki að ástæðulausu en það skilar sér vel.“ Linda segist vera „orginal“ Kópavogsbúi og sem slík á hún erfitt með að flytja þaðan í burtu, enda hafi hún engan áhuga á því. „Þetta eru eins konar átthagaflötrar," segir hún og brosir við. „Það er ein- faldlega ekki hægt að fara úr Kópavoginum og nú bý ég í Hvömmunum." Hún gekk í Verslunarskóla Islands þar sem hún lauk alltaf að bæta við sig, en ég stefni á að klára nám í verð- bréfamiðlun hjá Endurmennt- un HI núna í haust.“ Linda segist hafa mjög vítt áhugasvið og að íþróttir og úti- vera séu helstu áhugamálin. „Eg hef gaman af því að stunda íþróttir, ekki bara horfa á þær í sjónvarpinu," segir hún. „Eg skokka, hjóla, fer stundum á linuskauta og nýt þess að fara á sktði. Svo er ég með hesta í Gusti ásamt foreldrum mínum, en hef því miður lítinn tíma haft til að sinna því áhugamáli svo vel sé upp á síðkastið. Annars er að- aláhugamálið fjölskyldan, dóttir min 10 ára, sonurinn ársgamall og eiginmaðurinn, Gunnar Jóhannsson, starfs- maður hjá ACO, sem þessa stundina er að læra tölvu- og kerfisfræði hjá Rafiðnaðar- skólanum.“S!l 74

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.