Frjáls verslun - 01.03.2002, Page 8
ÍpíiéftÍr
Georg ásamt sonum sínum, Birgi Má It.uJ og Helga, fyrir framan Heidelberg prentválina. „Uið höfum frá upphafi kappkostað að ueita
persónulega þjónustu og uera í sem hestu sambandi uið uiðskiptauini okkar,“ segir Georg Guðjónsson, framkvæmdastjóri Litlaprents.
Litlaprent ehf. uar stofnað árið 1969. Frá upp-
hafi hefur uerið lögð áhersla á að ueita uandaða
og persónulega þjónustu.
Litlaprent flutti fyrir tveimur árum í 8B0 fm húsnæði við
Skemmuveg í Kópavogi. Nafn prentsmiðjunnar er svolítið villandi
því að verkefni, sem hún sinnir, eru mörg hver ansi stór og við-
skiptavinir margir. „Ætli þeir séu ekki um 1600 nú, fastir við-
skiptavinir okkar," segir Georg Guðjónsson, framkvæmdastjóri
Litlaprents. „Margir þeirra eru að vísu litlir en það eru einnig
mjög stórir aðilar innan um.“
Hjá fyrirtækinu vinna nú 12
manns og af þeim eru þrír starfs-
menn í umbroti og hönnun. „Nær öll
verk sem til okkar koma fara í gegn
um umbrotsdeildina þar sem okkur
þykir nauðsynlegt að kanna vand-
lega hvort allt sé eins og það á að
vera. Þeir sem þess óska fá um-
brot og hönnun unna hjá okkur og
það er mjög stór hluti viðskiptavina okkar en við vinnum og
prentum allt frá eyðublöðum og upp í stóra bæklinga. Með því
að fyrirtækið er ekki stærra en það er, hefur okkur tekist að
halda persónulegri þjónustu við viðskiptavini okkar og það kunna
þeir að meta. Margir þeirra hafa verið hjá okkur árum og ára-
tugum saman og við erum auðvitað farin að þekkja þarfir þeirra.
Enda er markmið okkar að veita persónulega þjónustu með
hæfu starfsfólki og fullkomnum tækjakosti."
Tækjakostur Litlaprents
Aðeins er unnið á fyrsta flokks vélar hjá Litlaprenti. Við umbrots-
og hönnunarvinnuna eru notaðar
Macintosh- og PC-tölvur, hágæðas-
kanni frá IMACON til innskönnunar á
myndum í tölvu. Þá er mjög öflugt
forvinnslukerfi frá Heidelberg af nýj-
ustu gerð notað til að koma prent-
gripum inn á prentvélarnar. Við
framleiðslu á tölvupappír er notuð
prentvél af KLUGE gerð. Stafræn
Litlq^ ^prent;
Skemmuvegi 4 ■ 200 Kópavogi
Sími 540 1800 • Fax 540 1801
Netfang litla@prent.is
EHBID
8