Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2002, Page 17

Frjáls verslun - 01.03.2002, Page 17
FORSÍÐUGREIN AUSTFJflRÐflJflRLflRNIR Elfar Aðalsteinsson, forstjóri Hraðfrystihúss Eskifjarðar. „Félagið greiddi niður mikið afskuldum á síðasta ári ogframhald verður á því í ár. Að grynnka á skuldum er eitt afokkar markmiðum. Við horfum mjög stíft á kennitölur eins og eiginfjár- og veltufjárhlutfall. Við reynum að sam- ræma okkar fjárfestingar að þvt að þessi hlutfoll haldist innan ákveðinna marka. “ Síldarvinnslan og Hraðfrystíhús Eskifjarðar eru stærstu fyrirtækin á Austflörðum og það virðist ekki ætla að breyt- ast í bráðina þar sem Norsk Hydro hefur lagt byggingu álvers á hilluna. Ef álver hefði risið hefði það auðvitað haft tals- verð áhrif í sveitarfélaginu því að þar eru fyrir bæði Síldar- vinnslan og Hraðfrystíhús EskiQarðar. Gríðarlegar sveiflur hafa verið í rekstri þessara fyrirtækja og ýmislegt hefur gerst í rekstri þeirra undanfarin ár. Elfar Aðalsteinsson, sonur Aðal- steins Jónssonar - Alla ríka, tók t.d. við Hraðfrystíhúsinu í árs- byijun 2001 eftir mesta tapár í sögu fyrirtækisins og hefur nú stýrt því í gegnum eitt mesta hagnaðarárið. Björgólfur Jóhanns- son, forstjóri Síldarvinnslunnar, er gamall Samheijamaður, þar áður starfsmaður UA og fv. endurskoðandi. Hann hefur nú stýrt Síldarvinnslunni í þrjú ár en fyrirtækið er m.a. í eigu Samherja. Blaðamaður og ljósmyndari Fijálsrar verslunar voru nýlega á ferð um Austfirði og ræddu við Austflarðajarlana tvo um þessi tvö stærstu fyrirtæki í fjórðungnum, reksturinn og horfurnar og spurðu m.a. spurninganna sem margir hljóta að velta fyrir sér: Kemur til greina að sameina þessi tvö fyrirtæki? Koma einhveijar aðrar sameiningar tíl greina? Viðtölin fylgja hér á eftir. S3 17

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.