Frjáls verslun - 01.03.2002, Blaðsíða 37
Þurfa að læra
hverjir þeir eru
Það má líta á kulnun (,,burnout“) sem „krónískt" geðrænt við-
bragð við krefjandi umhverfi í vinnu þar sem mikið áreiti og
jafnvel árekstrar eru viðvarandi. Það fer ekki milli mála að
æðstu stjórnendur fyrirtækja eiga í mörgum tilvikum á hættu að
verða fyrir kulnun í starfi sínu. Þeir geta ekki nema að mjög tak-
mörkuðu leyti sneitt hjá kreijandi umhverfi.
Streituvaldar og streita eru nátengd kulnun og á því þarf að
átta sig til að lágmarka hættuna á kulnun. Til dæmis getur vinnu-
álag verið óhóflega mikið, ábyrgð og valdi ekki dreift með eðli-
legum hætti til undirmanna og deilur látnar viðgangast meðal
starfsmanna (ekki tekist á við vandann).
Það er erfitt að segja til um hversu algeng kulnun er meðal
íslenskra stjórnenda þar sem engar kannanir hafa verið gerðar
á þeim vettvangi. Það er þó ljóst að íslenskir stjórnendur (ekki
síður en erlendir) verða fyrir kulnun.
Stjórnendur þurfa að horfa með raunsæi á verkefnin,
stundum með aðstoð annarra, og meta hvað er best fyrir þá
sjálfa til að verða ekki fórnarlömb kulnunar. Þeir þurfa til dæmis
að kanna með nægilegum fyrirvara hvaða valmöguleika þeir
hafa á hverjum tíma. Þeir þurfa að horfa meira innávið og
treysta meira á sjálfa sig. í því sambandi þurfa þeir í enn ríkara
mæli að skilja hverjir þeir eru í stað þess hvað þeir gera. Þannig
eru þeir betur í stakk búnir til að meta í hvað þeir treysta sér og
hvað ekki. Það þarf oft hugrekki til að læra hver maður er
sjálfur og hver maður er ekki, en það er ein vænlegasta leiðin til
að forðast umhverfi sem leitt getur til kulnunffij.
Vinnuálag getur verið óhóflega mikið, ábyrgð og
valdi ekki dreift með eðlilegum hætti til undir-
manna og deilur látnar viðgangast meðal starfs-
manna (ekki tekist á við vandann).
Stjórnendur þurfa að horfa með raunsæi á
verkefnin, stundum með aðstoð annarra, og meta
hvað er best fyrir þá sjálfa til að verða ekki
fórnarlömb kulnunar.
Þórður S. Óskarsson, fram-
kvæmdastjóri Intellecta
ehf. „Stjórnendur þurfa að
horfa meira innávið og
treysta meira á sjálfa sig. í
því sambandi þurfa þeir í
enn ríkara mæli að skilja
hverjir þeir eru í stað þess
hvað þeir gera. Þannig eru
þeir betur í stakk búnir til
að meta í hvað þeir treysta
sér og hvað ekki.“
37