Frjáls verslun - 01.03.2002, Page 38
SÉRFRÆÐINGAR SPÁ í SPILIN
Spumingiii tilJóns Hákonar Magnússonar, eiganda almannatengslafyrirtækisins KOM, er þessi:
Mikil umræda er núna um ab menn skipti meira máli en málefni í pólitík, aó
leiðtogapólitík hafi tekið viö afflokkapólitík. Ertpú sammála þessu og hvað
einkennir sterka leiðtoga?
Pólitíkusar að fá á sig
yfirbragð Hollywood-stjarna
Jón Hákon Magnússon,
eigandi almannatengsla-
fyrirtækisins KOM, fjallar
hér um það hvernig leið-
togapólitík hefur tekið við
af flokkapólitík. „Ein
ástæðan er að flokkslínur
eru ekki eins skýrar og
þær voru á tímum kalda
stríðsins."
Augljóst er að pólitískir leiðtogar skipta
mun meira máli en flokkapólitík nú á
tímum. Þetta sést vel í yfirstandandi borgar-
stjórnarkosningum. Umræðan snýst einvörð-
ungu um tvo frambjóðendur - Björn Bjarna-
son og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Hinir,
sem skipa D- og R-lista, eru ekki með í
umræðunni. Ekki aðeins það, heldur virðist
sem kjósendur spái ekkert í þá.
Þetta er ekki séríslenskt fyrirbæri. Við
sjáum þetta gerast um hinn vestræna heim.
Sumir frambjóðendur eru búnir til þess
eins að verða sterkir leiðtogar. Aðrir eru
með meðfædda foringjahæfileika sem lyftir
þeim upp í veldisstólinn. Eg upplifði þetta
fyrst sem háskólanemi í Ameríku þegar
John F. Kennedy, ungur, myndarlegur en
óreyndur þingmaður frá Boston, skaust
upp á stjörnuhimininn í kosningum 1960 og
sigraði með glæsibrag. Þótt hann væri með
yfirbragð riddara á hvítum hesti þá nægði
það ekki til þess að tryggja honum Hvíta
húsið hjálparlaust. Á bak við hann var ótrú-
lega öflug og vel smurð pólitísk maskína
tjármögnuð af vellauðugum föður hans.
Slíkt hefur gerst æ oftar síðan.
Undanfarna áratugi höfum við séð
hvernig almenningur horfir meira til for-
ingjans en flokksins sem að baki honum
stendur. Ein ástæðan er að flokkslínur eru
ekki eins skýrar og þær voru á tímum kalda
stríðsins. Hin ástæðan er að pólitískir for-
ingjar eru að fá á sig yfirbragð Hollywood-
stjörnunnar. Þetta sést best í fjölmiðlum nú-
tímans sem lifa á því að segja frá „fallega
fólkinu". Þar blandast pólitískir foringjar
saman við stórstjörnur skemmtanaiðnaðar-
ins og nýríka uppa athafnalífsins.
Þetta gerist ekki bara í Washington og
Reykjavík. Við sáum hvernig franskir sósíal-
istar hurfu í skugga Mitterands. Kristilegir
demókratar viku fyrir Helmut Kohl í Þýska-
landi. Ekki má gleyma Margréti Thatcher.
Hvað þá Tony Blair. Hann var hannaður af
ímyndarsérfræðingum sem Clinton forseti
lánaði breska Verkamannaflokknum eftir að
þeir höfðu komið honum sjálfum í hásæti
Hvíta hússins.
Hér hafa ríkt öflugir leiðtogar sem
skyggt hafa á flokk sinn. Fremstur þeirra er
Davíð Oddsson sem er ímynd Sjálfstæðis-
flokksins. Þá má nefna Steingrím Her-
mannsson, Jón Baldvin Hannibalsson og
síðast en ekki síst Ingibjörgu Sólrúnu, sem
var hönnuð til að leiða samkrull tjórflokka í
borgarpólitíkinni. Hún er mikill efniviður
sem hefur reynst gulls ígildi enda fer hún
senn i landsmálin. Ingibjörg Sólrún verður
hinn sterki foringi jafnaðarmanna, en flokk-
urinn hverfur í skuggann. [H
Pólitískir foringjar eru að fá á sig yfirbragð Hollywood-stjörnunnar.
Þetta sést best í fjölmiðlum nútímans sem lifa á því að segja frá
„fallega fólkinu“. Þar blandast pólitískir foringjar saman við stór-
stjörnur skemmtanaiðnaðarins og nýríka uppa athafnalífsins.
38