Frjáls verslun - 01.03.2002, Síða 56
MARKAÐSIVIflL ÍÞROTTIR í AUGLÝSINGUM
Það liggur beint við
að ostaframleiðendur
notfæri sér golfið.
„Nóg af holum."
Sveiflur í atvinnulífinu
og Búnaðarbankinn sá
sér leik á borði.
..Hafðu ekki áhyggjur
of sveiflunni."
navision ATTAIN'
Nýttu Þér
ifaerin til fulls
Ný kynslóð viðskipta-
hugbúnaðarfrá
Navision kynnt með
því að sýna spenn-
andi fljótasiglingu
sem er vinsælt sport
hjá ungu kynslóðinni.
„Nýttu þér tækifærin
til fulls."
Þessi er skemmtileg
frá SP-fjármögnun.
Heilsan er ekki alveg
UPP á það besta og
læknirinn segir: „Þú
hefðir betur komíð í
golfferðina til Kanarí,
fWegnús minn."
lega þar sem við erum vön að sjá nöfn stórra og virtra fyrir-
tækja eða alþjóðlegra vörumerkja þar,“ segir Helgi Helgason
tengill hjá Góðu fólki. „Það sem gerir þessa kostun fyrst og
fremst áhugaverða er að sérstakt efni hefur verið framleitt
fyrir þetta verkefni. Efni sem tengist því sem kostað er á
beinan hátt. Við erum vön því hér á landi að menn leysi málið
með áður gerðu efni. Hér erum við því einnig vön að menn
leysi þetta með áður gerðu efni (yfirleitt brotum úr tilbúnum
auglýsingum), sem er hengt framan og aftan við útsend-
ingarnar og þar við situr.“
Helgi segir afar sjaldgæft að nýtt efni sé sérstaklega fram-
leitt fyrir kostun þó það sé algengt erlendis. „Kostun Samskipa
á fyrsta íslenska Everestleiðangrinum á sínum tíma og um-
rædd kostun Goða á Formúlunni eru tvö kostunarverkefni
sem ég hef tekið þátt í þar sem mikil vinna er lögð í að nýta sér
kostunarverkefnið til frekari framdráttar,“ segir hann. „Kostun
er ekki ósvipað því að setjast upp í leigubíl. Gjaldið fyrir kost-
unina er bara startgjaldið. Síðan þarf að leggja til a.m.k. aðra
eins fjárhæð - í flestum tilfellum mun meira - til að komast á
áfangastað. Allt of algengt er hér á landi að fyrirtæki kvitti upp
á kostunina og láti þar við sitja. Þá er oft betur heima setið en
af stað farið.“
Með „tómat OtJ Sinnep" Norðlenska, sem framleiðir Goða-
pylsur, hóf að kosta Formúluna á síðasta ári og þá var framleidd
sérstök stikla (sem einnig var mikið notuð í almennum auglýs-
ingatímum) þar sem pylsa í pylsubrauði fær sér „tómat og
sinnep“ á viðgerðarsvæðinu. Efnið var framleitt í samvinnu við
Zoom. I ár var svo gert framhald þar sem pylsan er í hörku
kappakstri úti á brautinni og sigrar að sjálfsögðu.
„Það sem gerir þetta verkefni einnig áhugavert er að árang-
urinn hefur verið einstaklega góður. Söluaukning á Goðapylsum
hefur verið mjög mikil og má rekja þá aukningu að miklu leyti til
þessarar kostunar. Vandamálið við kostun er að oftast er mjög
erfitt að meta árangurinn þar sem örðugt er að einangra þá
breytu frá öðrum úr jöfiiunni, eða tilraunastofunni, ef svo má að
orði komast. I þessu tilviki hefur kostunin á Formúlunni verið
nánast eina auglýsinga- og kynningarstarfið fyrir Goðapylsur á
því tímabili sem kostunin hefur staðið yfir. Verðið hefur heldur
ekki breyst, né umbúðir o.s.frv. og því gott að kanna árangurinn.
Það hefur svo að sjálfsögðu hjálpað til að vinsældir Formúlunnar
og áhorf á útsendingarnar hafa stóraukist eins og nýlegar tölur
frá RUV sýna fram á.“
Golfið snobbsport? Það er áhugavert að sjá þá tjölgun auglýs-
inga sem átt hefur sér stað á þessum markaði. Greinilegt er að
auglýsendur hafa gert sér grein fyrir þvi að æ fleiri stunda
íþróttir af ýmsu tagi og að auðvelt er að skilgreina markhóp eftír
því hvers konar íþróttir hann stundar. Þannig hafa dýrari hlutír
gjarnan verið auglýstír í golíhandbókum og golftímaritum, allt
upp í bíla þar sem sýnt er hversu farangursrými hentar vel undir
golfkylfuna og tengist það sjálfsagt óbeint því að golfið hefur
verið tafið fremur dýr íþrótt og frekar fyrir þá sem hafa tíma og
efni en aðra.
56