Frjáls verslun - 01.03.2002, Síða 61
Vottun
Nýlega fékk ANZA alþjóðlega vottun skv. staðli er nefnist BS
7799 OSO 17799) og er fyrst fyrirtækja á Islandi til að fá
slíka vottun. ANZA býður upp á forgreiningu upplýsinga- og
öryggismála og gerir slík greining stjórnendum kleift að fá
góða yfirsýn yfir stöðuna. Útbúin er öryggisstefna í samráði
við stjórnendur og áhættumat framkvæmt. Aðgengi að
upplýsingum er stýrt með verklagsreglum, öryggishandbók er
útbúin og sömuleiðis vottun samkvæmt ISO 17799 staðlinum
ef þess er óskað. Með upplýsingavernd er tryggt að
viðskiptavinir verði ekki fyrir meiriháttar tjóni ef vandamál
steðja að.
„Þessi vottun þýðir að við uppfyllum ákveðnar öryggis-
reglur og verklagsreglur og okkur er það mikil ánægja að fá
staðfestingu þess á alþjóðlegum markaði," segir Guðni. „Við
sameiningu þeirra fyrirtækja sem stóðu að ANZA á sínum
tíma kom gríðarleg þekking og kunnátta inn í fyrirtækið
starfsmenn þess hafa mjög breiðan menntunar- og þekkingarlegan
grunn. Stærsta auðlind okkar er einmitt starfsfólkið því við seljum
þekkingu, ekki vörur. Við hjá ANZA leggjum mikla áherslu á að
starfsfólkið sé ánægt í starfi, gefum því tækifæri á sífelldri sí- og
endurmenntun svo eitthvað sé nefnt."
IMý verkefni
ANZA hefur tekið þátt í nokkrum stórum útboðum hjá ríkinu í rekstri
og hýsingu tölvukerfa og af síðustu fjórum útboðum hefur fyrirtækið
fengið þrjú stór verkefni. „Þetta er uppsetning og rekstur stórra
tölvukerfa á landsvísu en með því að hafa aðsetur og hýsingar-
möguleika á tveim stöðum eigum við þess kost að veita mun betri
þjónustu auk þess sem hægt er að vista afrit í tveim landshlutum
sem veitir ákveðið öryggi," segir Guðni. „Eitt af stærri verkefnum
Guðni B. Guðnason, framkuæmdastjóri flNZfl: „Við erum með öllu
óháð öðrum fyrirtækjum og erum ekki að selja uörur frá neinum
uél- eða hughúnaðaraðilum." Myndir: Geir Úlafsson
en
sem við erum að vinna að er Landskerfi bókasafna sem tengir öll
bókasöfn á landinu saman. Þannig getur lesandi sem staddur er á
bókasafninu á Höfn í Hornafirði leitað uppi bók sem ef til vill finnst
á Landsbókasafni og pantað hana í gegnum millilán safna. Þriðja
stóra kerfið er Landsskrá fasteigna þar sem allar fasteignir á
landinu verða í einum grunni. Landskrá fasteigna verður ein
stærsta skrá þjóðfélagsins er tímar líða og í skránni verður fjöldi
skannaðra og rafrænna textaskjala, teikninga og líkana á tölvutæku
formi. Óhætt er að segja að skráin verði til hagsbóta fyrir starfs-
fólk sýslumannsembætta og sveitarfélaga og alla aðila sem koma
að skráningu og umsýslu fasteigna."
Mörg af stærstu fyrirtækjum landsins eru viðskiptavinir ANZA
og segir Guðni það sýna styrk fyrirtækisins því þau séu kröfuhörð
á þjónustu. „Okkar kjörorð er og hefur verið að veita sem allra
besta þjónustu og vanda mjög til verka," segir hann. B3
kjarnastarfsemi en láta fagaðila um tölvumálin. Fyrirtæki
losna þannig m.a. við þann kostnað og tíma sem fer í að þjálfa
upp eða ráða fólk í umsjón tölvukerfa. Þannig má segja að við
séum tölvudeild hvers fyrirtækis fyrir sig."
Fyrirtæki sem kaupa rekstrarþjónustu af ANZA hafa ekki
aðeins aðgang að þeim starfsmanni eða starfsmönnum sem
þjónusta viðkomandi viðskiptavini heldur einnig allri þeirri
þekkingu og tækni sem ANZA hefur upp á að bjóða. „Við erum
með öllu óháð öðrum fyrirtækjum og erum ekki að selja vörur
frá neinum vél- eða hugbúnaðaraðilum. Það er mjög mikilvægt
að geta veitt algerlega óháða ráðgjöf, hvort sem um er að
raeða kaup á búnaði eða þjónustu," segir Guðni. „Það er í raun
grundvöllur þessarar þjónustu að vera óháður söluaðilum og
geta með því valið nákvæmlega það sem viðskiptavinurinn
þarfnast, óháð merkjum. Við hjálpum okkar viðskiptavinum að
nýta tölvukerfi sín sem best og veitum að auki ýmsa ráðgjafa-
þjónstu. ANZA veitir t.d. ráðgjöf á sviði öryggismála, fræðslu-
mála sem tengjast tölvum, upplýsingafræði við skipulagningu
skjalasafna og á sviði hugbúnaðargerðar."
okkar er Rafrænt markaðstorg ríkisins þar sem við byggjum upp
rafrænt innkaupakerfi ertengir saman seljendur og kaupendur. Selj-
endur setja sína vörulista inn á gagntengt vefsvæði sem kaupendur
hafa aðgang að og geta framkvæmt sín innkaup á rafrænan hátt.
Ríkið mun hafa ákveðna forgöngu inn í þetta markaðstorg og stefnir
að því að ákveðnir vöruflokkar úr rammasamningunum verði komnir
þangað inn innan tveggja ára. Með þessu getur kaupandi skoðað
það sem í boði er og pantað í gegnum tölvuna á einfaldan máta og
munu bæði vinna og fyrirhöfn sparast með þessu. Annað stórt kerfi
MfZA
•
Ármúla 31-108 Reykjavík
Sími: 522 5000 ■ Fax: 522 5099
www.anza.is
61