Frjáls verslun - 01.03.2002, Blaðsíða 69
Augnskanni hjá Islenskri erföagreiningu. Mörgfyrirtœki hafa tekið upp notkun augnskanna í stað aðgangskorta, þ.m.t. World Class.
Hvað með sjúkrahúsin? Spítalar eru sérstakir að því leytinu
til að þar er ótrúlegur fjöldi starfsfólks að vinnu - á vöktum -
og þar að auki stanslaus straumur gesta. Starfsmenn eru með
passa sem gefa til kynna hverjir þeir eru og hvar þeim ber að
vera. Það er lítið gert af því að „tékka“ á þessu og má í raun
segja að hver sem er geti valsað um stóran hluta sjúkrahúsa
að vild. I ljósi upplýsingaleyndar um sjúklinga (að ekki sé
talað um hefðbundnar glæpamyndir þar sem sjúklingar eru
hundeltir af glæpamönnum sem vilja þeim illt) er ljóst að mun
betur má gera þarna. Að vísu eru tölvur og gögn oft í
lokuðum herbergjum en alls ekki alltaf og það er tiltölulega
lítið mál að komast inn á staði sem eiga að vera lokaðir al-
menningi. Enn og aftur er þarna um að ræða traust Islend-
inga á að „svona gerist ekki hér“ en reynslan sýnir að því er
ekki að treysta lengur. Þó hefur þess verið lengi gætt að lyfja-
skápar og geymslur séu utan færis þeirra sem ekki eiga í þá
erindi en sjúkraskrár eru oft á glámbekk að ekki sé talað um
língeymslur og býtibúr sem eru oft ólæst og auðveld
aðgöngu.
Hafa skal það sem sannara reynisl Alltof oft hefur það gerst
að starfsfólk verði vart við óboðna gesti en geri ekkert í
málinu. Telji sig ekkert hafa með það að gera að spyrja við-
komandi hvaða erindi hann eigi og þannig koma í veg fýrir
frekari ágang og jafnvel þjófnað því allflestir þessara óboðnu
gesta eru fljótir að fara ef eftir þeim er tekið. Þess eru mörg
dæmi að komið sé og skoðað - fyrirtækið tekið út - áður en til
þess kemur að inn í það sé brotist. Því er mikilvægt að hver
og einn sé með augun hjá sér, hiki ekki við að spyrja um
erindi þeirra sem hann hittir og ekki þekkir. Það er einnig
mikilvægt að hafa öryggisgæsluna í lagi, að aðgangsstýri-
kerfin séu þannig að auðvelt sé að nota þau og að allir starfs-
menn séu með á hreinu hvernig á að nota þau. Nýju kortin,
sem aðeins þarf að bera upp að lesara í stað þess að renna
þeim í gegn um lesara, eru mjög þægileg og kerfi, sem bjóða
Haukfrán augu öryggismyndavéla.
upp á að stýra umferð um húsið og jafnvel nota kortin sem
smartkort, eru sífellt að verða þægilegri. Einnig myndavéla-
kerfi sem hægt er að stilla á marga vegu og jafnvel skoða í
gegnum Netið.
Maður er manns gaman Það má þó ekki ganga of langt í
þessu fremur en öðru og sjálfsagt að fyrirtæki, sem ekki hafa
þörf fýrir mikla gæslu vegna eðlis starfseminnar, hafi
öryggisgæsluna í lágmarki og lítt sýnilega. Það má nefnilega
ekki týna þessu mannlega - þeim hlýleik sem gjarnan hefur
einkennt minni fýrirtæki og gerir að verkum að viðskipta-
vinurinn hlakkar til að koma aftur og aftur í heimsókn og geta
jafnvel sest með kaffibolla og spjallað um heima og geima.
Við litum hvert á annað og sögðum: „Þetta þarf ekki hér -
ekki á Islandi," með vísun í það að Island væri nú svo miklu betra
land en hin og að hér dytti fólki ekki í hug „svona glæpa-
mennska" sem þó var þekkt, bara ekki í mjög miklum mæli. 33
69