Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2002, Side 71

Frjáls verslun - 01.03.2002, Side 71
Smartkort er lítið og handhægt og getur Farið í sund - greitt með Smartkorti. Nemandi í 10. bekk Kársnesskóla notar uerið bæði sem snertikort og snertilaust Smartkort til að greiða í strætó. kort. Meðal viðskiptauina Smartkorta eru íþrótta- og tómstundaráð Reykjauíkur, Strætó bs., íslensk erfða- greining hf., Borgarhöllin í Grafarvogi, Bláa lónið, Byggðasafnið að Geysi í Haukadal, Kársnesskóli, Stúd- entagarðar Háskóla íslands, Uiðskiptaháskólinn að Bifröst, Sparisjóður Kópavogs, Wýherji og Securitas. Sparisjóður Kópavogs, Nýherji, Securitas og Byggðasafnið að Geysi í Haukadal. Einnig eru meðal viðskiptavina á fjórða hundrað kaup- manna sem nýta sér greiðslukortaposa frá Smartkortum hf. Fyrirtækið skilaði hagnaði á árinu 2001 og er í miklum vexti á inn- lendum sem og erlendum mörkuðum. Ingenico, stærsti posafram- leiðandi heims, keypti árið 2001 -15% eignarhlut í Smartkortum og eru félögin nú í miklu samstarfi á erlendum vettvangi. Ingenico Group hefur valið hugbúnað og tæknilausnir Smartkorta til sóknar á erlenda markaði. Er þá sérstaklega horft til rafrænnar dreifingar forgreiddrar þjónustu í gegnum fjölmörg notendaviðmót, s.s. posa og GSM-síma. Búnaður sem verið er að setja upp erlendis eru á sviði forgreiddrar GSM þjónustu. Nú þegar hefur fyrirtækið selt yfir 50.000 hugbún- aðarleyfi á erlenda markaði, en mikill vöxtur er fyrirsjáanlegur. Smartkort fyrir fyrirtæki og stofnanir Innan fyrirtækja og stofnana er notkun Smartkorta þægileg lausn. Dæmi um notkun Smartkorta á Stúdentagörðum Háskóla íslands: Korthafar hlaða kort sín sjálfir rafeyri í hleðslustöð. Allar hleðslur þeirra sem búa á Stúdentagörðunum skuldfærast á húsaleigureikn- ing viðkomandi. Kortin nota íbúar Stúdentagarða til að greiða fyrir notkun á þvottavélum og þurrkurum í 16 þvottahúsum á staðnum. Til stendur að innleiða sjálfsala á háskólasvæðinu sem taka við rafeyris- greiðslum. Með sama hætti má nota kortið til að skuldfæra kortahleðslur starfsmanna fyrirtækja í launakerfi fyrirtækisins. Starfsmenn geta þá nýtt kortið sem greiðslumiðil í sjálfsölum og sem matarmiða í mötuneyti. Starfsmenn íslenskrar erfðagreiningar nýta kortið til að opna og læsa skápum í búningsherbergjum. Einnig hefur Smartkort hf. á boðstólum rafeyrislesara til gjald- töku fyrir notkun hinna ýmsu tækja, t.d. þvottavéla, drykkjarvéla og Ijósabekkja. Tengja má allt að 16 tæki sama lesara. 33 Notkun PAX-korts Hér má sjá kóksjálfsala sem tekur uið Smartkortum. Fylgjum starfsmanninum Jóni eftir um stund og sjáum huernig hann gæti notað PAX-kortið. Á leið í vinnuna greiðir Jón (strætó með því að stinga PAX-korti í lesara. Hann gerir slíkt hið sama til að hljóta aðgang um aðal- dyr fyrirtækisins. Jón opnar skápinn sinn í búningsherberginu og læsir yfirhöfn og annað inni á öruggum stað. Jón vinnur á þriðju hæð hjá fyrirtæki þar sem mikils öryggis er gætt og starfsfólki ekki ætlað að vera nema á sínum starfsstöðvum. Jón stingur kort- inu í lesara og hlýtur aðgengi að þeim stöðum sem skilgreindir hafa verið í aðgangsstýringakerfi hússins. Hann greiðir með kortinu fyrir kaffi og meðlæti í mötuneyti í matar- og kaffítímum og gos og sælgæti í sjálfsölum. Jón ætlar að taka með sér gögn heim og fer á bókasafn fyrirtækisins. Þar framvísar hann kortinu og setur vörður það í lesara um leið og hann skannar bæk- urnar. Þegar Jón fer heim, ákveður hann að fara í sund og þar getur hann enn og aftur notað kortið. Alla ofangreinda notkun má fá fram með snertilausum kortum, en ofangreint dæmi tekur mið af snertikorti, en fulia virkni PAX-korts er einungis hægt að fá fram með snertikorti.IIl Snertilaus lás og stjórnstöð á skáp.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.