Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2002, Side 84

Frjáls verslun - 01.03.2002, Side 84
TRYGGINGAR flFKOMfl FJÖLSKYLDUNNAR Tryggingin minnkar áfallið Aföllin geta dunið á þegar síst skyldi og enginn veit hvað fram- tíðin ber í skauti sér. Allir hljóta því að vera sammála um það að skyn- samlegt og æskilegt er að gera ráð- stafanir til framtíðarinnar ef þess er nokkur kostur, t.d. með ijárhagsvernd hjá tryggingafélagi ef til alvarlegs sjúkdóms eða andláts kemur. Slíkt getur að sjálfsögðu sett strik í reikn- inginn og haft veruleg áhrif á afkomu fjölskyldunnar allrar til lengri tíma. Flestir hafa sjálfsagt velt trygginga- málunum fyrir sér og einhverjir hafa örugglega ýtt slíkum málum til hliðar, ákveðið að bíða með ákvörðun „til betri tíma“. En hvenær skyldi sá tími renna upp? Það er spurningin. Sennilega er best að bíða ekki og taka frekar ákvörðun strax í dag því að betri timi kemur eflaust aldrei. Yið ýtum ákvörðuninni sífellt á undan okkur. Tryggingafélögin bjóða upp á margs konar tryggingar og fjárhagsvernd, eitthvað misjafnt eftir félögum eins og gengur, en í flestum tilfellum má finna úrval trygginga í boði, ekki bara líf- og eða sjúkdómatryggingar heldur einnig söfnunartrygg- ingar, aíkomutryggingar og svo mætti lengi telja. Ekki verður kafað ofan í allar þessar tryggingar í þessari grein heldur verða einungis sjúkdóma-, líf- og afkomutryggingar skoðaðar og bent á að rétt er að kynna sér allar tryggingar vel og vandlega áður en lengra er haldið, skoða óskir sínar og þarfir, velta fyrir sér tryggingaþörfinni og fá ráðgjöf hjá sérfræðingi. Sjúkdómatrygging í nýlegu fréttabréfi Alþjóða liftrygginga- félagsins kemur fram að aðeins tveir af hverjum fimm eru með sjúkdómatryggingu, samkvæmt könnun sem Gallup hefur gert, og er nokkur munur eftir landshlutum. Þannig eru Reyk- víkingar ekki jafn vel tryggðir gagnvart sjúkdómum og nágrannar þeirra og fólk úti á landsbyggðinni. Það er þó full ástæða fyrir alla, hvort sem þeir búa í Reykjavík eða annars staðar, að kaupa sjúkdómatryggingu og reyndar fer það vax- andi að ungt fólk geri það því að það gerir sér fyllilega grein fyrir mikilvægi þess að vera vel tryggður. Alvarlegum veik- indum geta fylgt áhyggjur af breyt- ingum í ljármálum ijölskyldunnar. Veik- indi geta auðvitað orðið til þess að út- gjöldin aukast, t.d. vegna lyijakaupa, og tekjurnar minnka og þá er gott að hafa varasjóð í formi sjúkdómatryggingar. Hjá flestum tryggingafélögum nær hún yfir 16 algengustu sjúkdómana í dag, t.d. kransæðasjúkdóma sem eru eitt helsta heilbrigðisvandamál þjóðarinnar, hjartasjúkdóma og krabbamein. Þegar bótaíjárhæð í sjúkdóma- tryggingu er ákveðin þarf að taka mið af aðstæðum í samráði við ráðgjafa en einkum er tekið tillit til ijölskylduhags og heimilisskulda og er ráðlagt að upphæðin sé rífleg, dugi fyrir skuldum og fram- færslu í jafnvel nokkur misseri. Þannig tekst íjölskyldunni betur að einbeita sér að baráttunni við sjúkdóminn og halda sínu eðlilega lífsmynstri og mæta samt útgjöldum vegna veik- indanna, fara jafnvel í frí þegar erfiðasti hjallinn er að baki og skipta um lífsstíl ef þörf krefur og vilji er fyrir hendi. Reynslan er oft sú að bótatjárhæðin er greidd út ef viðkomandi veikist og lifir í að minnsta kosti 30 daga frá því að sjúkdómurinn greindist og aðgerð var gerð. Fjárhæðin er greidd út í einu lagi og hún er skattfrjáls. Hún hefur ekki áhrif á rétt til bóta frá Tryggingastofnun ríkisins eða úr sjúkrasjóðum stéttar- félaga. Ef meira en helmingur starfsorkunnar tapast getur viðkomandi fengið iðgjaldið lækkað, eða fellt niður, án þess að tryggingaverndin skerðist. Sjúkdómatryggingin hefur þann stóra kost að ná einnig til barna, fósturbarna og stjúpbarna, fyrst og fremst á aldrinum 2-18 ára, ef þau eiga lögheimili á sama stað og sá sem er skráður fyrir tryggingunni, án þess að greiða þurfi sérstakt aukaiðgjald vegna þeirra. Það getur því komið sér sérstak- lega vel fyrir ungt fjölskyldufólk með miklar skuldbindingar að hafa þessa tryggingu. Gera ráðstafanir Líftrygging er önnur trygging sem kemur sér vel fyrir alla en þó sérstaklega vel fyrir ungt íjölskyldufólk með fjárhagslegar skuldbindingar eða er í fjárskuldbind- Stöðugt fleiri gera sérgrein fyrir pví að alvarlegir sjúkdómar geta haft gríðarleg áhrifá fjárhag ffói- skyldna og einstaklinga. Æskilegt er ab vernda afkomuna með pví að kaupa líf, sjúkdóma- eða afkomutryggingu. Samantekt: Guðrún Helga Sigurðardóttir 84

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.