Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2002, Page 85

Frjáls verslun - 01.03.2002, Page 85
Alvarlegir sjúkdómargeta haft veruleg áhrifá fjárhagfjölskyldna og einstaklinga ogþví er œskilegt að leita sérfjárhagsverndar með því að kauþa líf-, sjúkdóma- eða afkomutryggingu. Mynd: Geir Ólafsson ingum fyrir aðra og almennt séð fyrir fólk sem hefur fyrir öðrum að sjá og hefur tek- ið á sig tjárskuldbindingar vegna þess. Líf- ið er því miður óútreiknanlegt og því er ástæða til þess að gera ráðstafanir til að tryggja afkomu fjölskyldunnar ef eitthvað kemur upp á. Skuldirnar hverfa ekki og því er nauðsynlegt að sjá til þess að fjöl- skyldan eigi trygga ijárhagslega framtíð þó að fyrirvinnu njóti ekki lengur við. Líftrygging er því nauðsynlegur öryggis- ventill, sérstaklega fyrir fólk á aldrinum 26-40 ára þegar barnafjöldi er mestur og fjárhagsbyrði fjölskyldunnar er mest. Það helst í hendur að þá er þörfin fyrir líf- tryggingu mest þó að auðvitað sé hún alltaf fyrir hendi. Líftryggingarfjárhæð er greidd út í einu lagi ef hinn tryggði deyr á tryggingartímanum. Iðgjald líftryggingarinnar fer eftir heilsufari viðkomandi á þeim tíma þegar tryggingin er keypt og er í flestum tilfellum hægt að velja sér líftryggingar- fjárhæð, gjarnan í samráði við ráðgjafa viðkomandi trygg- ingarfélags. Tryggingin er verðtryggð og helst raunvirði að fullu, oftast fram að fimmtugu, en lækkar hlutfallslega árlega eftir það þó að iðgjaldið breytist ekki. Oftast er hægt að kanna hvort hægt sé að fá iðgjaldið lækkað eða fellt niður um skemmri tíma við alvarleg slys eða veik- indi og halda liftryggingunni samt í fullu gildi. Líftryggingin er skattfrjáls. Mánaðarlegar bætur Afkomutrygging er trygging sem getur komið sér vel þegar starfsorkan skerðist til lengri eða skemmri tíma og tekjur ijölskyldu eða einstaklings lækka eða falla niður, ekki síst hjá þeim sem starfa sjálfstætt og njóta ekki sömu kjara og launþegar. Slík áföll geta auðvitað haft veruleg áhrif á fjárhag fjölskyldunnar og einstaklingsins ef engin afkomutrygg- ing er fyrir hendi. Ef hinn tryggði lendir í slysi eða sjúkdómum, sem skerða starfs- orkuna, fær hann greiddar mánaðarlegar bætur til lengri tíma, yfirleitt allt að 60 eða 65 ára aldri, og þannig tekst honum að halda miklum hluta launa sinna meðan hann er frá vinnu. Sam- kvæmt upplýsingum frá tryggingafélögunum er þörfin fyrir vernd afkomutryggingar mest á aldrinum 26-40 ára því að þá er fjárhagsbyrðin venjulega mest. Eftir fertugt getur þó verið mikil þörf fyrir hendi vegna skulda og fr amfærslu barna. I þessari grein er einungis skautað hratt í gegnum þrenns konar tryggingar. Til að fá nánari upplýsingar um þessar trygg- ingar er rétt að benda á að leita til tryggingafélaganna.Œj Flestir hafa sjálfsagt velt tryggingamálunum fyrir sér og einhverjir hafa örugg- lega ýtt slíkum málum til hliðar, ákveðið að bíða með ákvörðun „til betri tíma“. En hvenær skyldi sá tími renna upp? 85

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.