Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2003, Síða 9

Frjáls verslun - 01.05.2003, Síða 9
Kostir gjaldeyrisuiðskiptakerfisins • Einfaldar og ódýrar millifærslur á milli gjaldeyris- reikninga • Símgreiðslur til banka og fyrirtækja um allan heim • Gengi á rauntíma • Aðgerðir allar á rauntíma • Kerfið vistar allar upplýsingar og auðvelt er að fletta þeim upp • Hægt er að kalla fram kvittun í lok aðgerðar, á íslensku og ensku og senda beint til móttak- anda. • Hægt að skoða kvittanir aftur í tfmann • Viðskiptanúmer notenda er skráð í kerfið og því hægt að leita eftir eigin viðskiptakerfisnúmeri • Kvittanir eru geymdar í 7 ár skv. bókhaldslögum • Hægt er að senda magngreiðslur úr bókhalds- kerfum. erlenda viðskiptavinar um leið og greiðslan á sér stað. Otal kostir eru við þetta nýja kerfi. Til dæmis geymast allar kvittanir í gagnagrunninum og hægt er að sækja þær, prenta út eða senda í tölvupósti ef þörf er á. Hægt er að senda magngreiðslur úr bókhaldskerfum fyrir- tækja beint f gegnum Bankalínuna. í kerfinu er einnig hægt að skrá greiðslur fram í tímann og vista þær í greiðslubók. í þessu felst að sjálfsögðu mikill tíma- sparnaður og hagræðing. Ekki skiptir máli hvort greidd er ein greiðsla á mánuði eða hundrað, kerfið hentar öllum stærðum af fyrirtækjum, enda hefur kerfið hlotið mjög góðar viðtökur og hefur þegar verið tekið í notkun hjá mörgum af stærstu fyrirtækjum landsins," segir Matthildur Ágústsdóttir, deildarstjóri á fyrirtækjasviði. „Við leggjum mikla áherslu á að þjóna viðskiptavinum okkar vel og hluti af því er að vera alltaf í fararbroddi hvað varðar nýja tækni og þjónustu," segir Matthildur. „Fyrir nokkru var farið í mikla stefnumótunarvinnu innan bankans og tekin ákvörðun um að leggja meiri áherslu á Netið og þá þjónustu sem hægt er að bjóða þar. Upp úr þeirri vinnu varð m.a. gjaldeyrisviðskipta- kerfið til. Kerfið er mjög notendavænt en ég legg samt mikla áherslu á að kenna viðskiptavinum vel á kerfið. Ég hef það fyrir reglu að koma í fyrirtækin og kenna á kerfið. Fyrirtæki geta síðan haft samband við okkur hvenær sem er til að fá upplýsingar og aðstoð ef þarf. Við leggjum gríðarlega áherslu á öryggi og Bankalínunni fylgir alltaf hæsti öryggisstaðall sem til er hverju sinni. Okkur er akkur i að viðskiptavinum okkar gangi vel að nota Bankalínuna og þeir finni alla þá þjónustu sem þeir þurfa á að halda hverju sinni," segir Matthildur. „Þá má geta þess að nokkur fyrirtæki, sem eru stað- sett erlendis, nota kerfið að staðaldri. Það eru sem sagt engin landamæri í Bankalínu Búnaðarbankans," segir Matthildur að lokum. SD Bryndís Kristjánsdóttir, innflutningsdeild Hagkaups/Hýsingar, og Ólína Guðlaugs- dóttir, rekstrarstjóri innflutningsdeildar Hagkaups/Hýsingar. HAGKAUP Gjaldeyrisviðskiptakerfið hefur gjörbreytt okkar vinnuumhverfi. Það sparar tíma og er mjög aðgengilegt og auðvelt í allri vinnslu. Öll leit að eldri upplýsingum er mjög þægileg og okkur finnst kerfið góð viðbót við lánardrottnakerfi okkar. Við erum líka mjög ánægðar með hvað það er gott að nota það til að skipu- leggja gjaldeyriskaup fram í tímann með því að safna greiðslum í mismunandi möppur eftir gjalddögum. Á gjalddaga sækjum við svo viðkomandi möppu og greiðum í einni greiðslu allar kröfurnar. Þægilegra getur það ekki verið. 33 Sigrún Magnúsdóttir, deildarstjóri fjárreiðudeildar hjá Atlanta. ATLANTA Við hjá Flugfélaginu Atlanta tókum nýja gjaldeyriskerfið frá Búnaðarbankanum í notkun í september á síðasta ári. Við erum sammála um að þetta var stórt skref inn í framtíðina, þar sem þetta greiðslukerfi er miklu skilvirkara, ódýrara og upp- lýsingar um greiðslur aðgengilegri en áður. Einnig hefur kerfið mikinn vinnusparnað í för með sér, en núna getum við sent greiðslur og staðfestingar beint úr tölvunni í stað faxsendinga áður. Kerfið heldur utan um bankaupplýsingar allra erlendu lánadrottna okkar í sér- stökum gagnabanka og t.d. fæst greiðslustaðfesting um leið og greiðsla er farin. Hægt er að láta kerfið senda staðfestingar sjálfvirkt með tölvupósti til móttakanda greiðslu og hægt er að fletta upp greiðslukvittunum aftur í tímann, svo eitthvað sé nefnt. Siðast en ekki síst býður kerfið upp á að tengjast bókhaldskerfi okkar þannig að greiðslurnar munu bókast um leið og þær eru framkvæmdar, og komum við til með að notfæra okkur þann möguleika. Þetta er frábært greiðslukerfi, sem er mjög öruggt og notendavænt, við erum í alla staði ánægð með það! S5 9
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.