Frjáls verslun - 01.05.2003, Page 14
Bekkurinn var þétt setinn á kynningarfundi í Listasafni
íslands. Myndir: Hreinn Magnússon
Ahugi á 101
Skuggahverfi
jölmennir kynningarfundir á íbúðum í 101 Skugga-
hverfi voru nýlega haldnir í Listasafni Islands og má
því segja að áhuginn hafi verið mikill. Sala á íbúð-
unum er hafin og hefur meira en þriðjungur þeirra 90 íbúða,
sem eru til sölu í fyrsta áfanga, þegar frátekinn en verðið er
á bilinu 15-40 milljónir króna. SH
Jón Ásbergsson,
framkvæmda-
stjóri Útflutn-
ingsráðs, og
eiginkona hans,
María Dags-
dóttir, skoða
líkan að
húsunum.
Jónína S. Lárusdóttir, lögfræðingur í iðnaðar- og viðskipta-
ráðuneyti, fór yfir aðdragandann og kynnti lagabreytingar.
Mynd: Geir Ólafsson
Breytingar hjá TRU
ýsköpunarsjóður kynnti nýlega starfsemi Trygg-
I i' : ingadeildar útflutnings, TRÚ, sem veitir ábyrgðir til
: þess að efla íslenskan útflutning. Starfsemi deildar-
innar hefur verið endurskipulögð og starfsheimildir
rýmkaðar. [£]
Frá kaffiboði starfsmanna Búnaðarbankans á Smáratorgi.
Kaffiboð á fyrsta starfsdegi
s
tarfsfólk útibúa Búnaðarbankans hélt kaffiboð fyrir
viðskiptavini og velunnara á fyrsta starfsdegi sam-
einaðs fyrirtækis Kaupþings Búnaðarbanka. Boðið
var upp á kaffi undir lifandi tónlist og söng. SD
Vitnað i Visbendingu
bs*
Askriftarsími: 512 7575
[Ýlmis veigamikil rök eru fyir því eð
(slendingar geti orðið leiðandi á þessu
isjávarútvegsisviði, þótt á móti megi
þenda á óhagstæðari þætti. Þar kemur
einkum tvennt til; krónan og hömlur á
fjárfestingu erlendra aðila í fiskveiðifyrir-
tækjum. Það er auðvitað alveg Ijóst að
erlend fyrirtæki skrá sig ekki hér á landi
í íslenskum krónum.
Pórður Friðjónsson
(Alþjóðlegur sjávarútvegsmarkaður á
(slandil
Niðurstaðan er sú að sérlega háa arð-
semiskröfu beri að gera til verkefna sem
leiða til mikilla óafturkræfra breytinga á
umhverfi og náttúru landsins. Hér er um
nauðsynlega en ekki nægjanlega kröfu að
ræða sem atvinnu- eða byggðasjónarmið
geta ekki vikið til hliðar. Löggjafinn og
stjórnvöld bera ótvíræða skyldu gagnvart
umbjóðendum sínum, það er almenningi,
að sanna að slíkar framkvæmdir stand-
ist hinar sérstöku auknu arðsemiskröfur.
Björn Gunnar Ólafssnn
(Óafturkræfar breytingar á umhverfi).
Eigið fé DeCode hefur skroppið saman
um rúman helming á rúmum tveimur
árum. Áform um smíði gagnagrunnsins
umdeilda voru í fyrra lögð til hliðar í bili.
Gerð hans er afar dýr og erfitt að ímynda
sér að fyrirtækið hafi efni á að búa hann
til á næstunni. Þar með er sérstaða
fyrirtækisins á sviði erfðarannsókna að
miklu leyti horfin. Ekki er útilokað að
stjórnendum þess takist að tryggja
rekstur þess áfram, en Ijóst virðist að
það stendur ekki undir þeim væntingum
sem gerðar voru til þess.
Sigurður Jóhannesson
INýlegar íslenskar bólur).
Ný útgjöld annars vegar og lækkun tekna
hins vegar er ekki beint í samræmi við
loforð um jafnvægi og stöðugleika ií
stefnuyfirlýsingu ríkisstjómarinnarl. Það
er því fátt sem bendir til annars en að
fram undan sé hágengis- og jafnvel há-
vaxtartími í íslensku efnahagslífi með nið-
urdrepandi afleiðingum fyrir útflutnings-
greinarnar. I inngangi stefhuyfirlýsingar-
innar er talað um „samheldni þjóðarinn-
ar" og „víðtækt samráð við aðila vinnu-
markaðarins1' sem bendir til þess að
reyna eigi að leysa þensluna á komandi
árum með nýjum þjóðarsáttum. Þetta er
ný framfarasókn.
EyþórluarJónsson
(Endalaus „framfarasókn”).