Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2003, Page 20

Frjáls verslun - 01.05.2003, Page 20
FJÁRDRÁTTUR í FYRIRTÆKJUM Svaraðu þessu! Allur þjófnaður í fyrirtækjum er í raun íjárdráttur. í hugum flestra er þó ijárdráttur svonefnt hvítflibbabrot sem tak- markast einvörðungu við stuld á beinhörðum peningum út af bankareikningi viðkomandi fyrirtækis. Fjárdráttur er teygjan- legt hugtak og við spyijum þig hvort þú teljir að efúrfarandi dæmi séu fjárdráttur eða bara slæmt siðferði. 1. ÞÚ ERT STADDUR í MATVÖRUVERSLUN. Starfs- maður á kassa misreiknar, sig lætur þig óvart fá 5 þúsund krónum of mikið til baka. Lætur þú vita af því? Ef ekki. Er þetta fjárdráttur af þinni hálfu, þjófnaður, eða bara mistök starfsmannsins sem koma þér ekkert við. 2. VIÐSKirTAVINUR SENDIR ÞÉR ALLT OF LÁGAN REIKNING (lægri en um var samið) vegna vörukaupa eða vinnu fyrir fyrirtæki þitt? Lætur þú viðskiptavin þinn vita og biður hann um að senda þér nýjan reikning sem er miklu hærri og réttur? Ef ekki. Er þetta fjárdráttur af þinni hálfu eða bara „sorrf; ekki þitt mál? 3. VIDSKIPTAVINUR ÞINN (ÍLEYMIR AÐ SENDA ÞÉR REIKNING vegna vinnu sem hann hefur innt af hendi fyrir þig. Hringir þú í hann og biður um reikninginn? Ef ekki. Fjár- dráttur eður ei af þinni hálfu? 4. ÞIG VANTAR UÓSRTTUNARPAPPÍR í PRENTAR- ANN HEIMA. Þú tekur eitt búnt af ljósritunarpappír heim með þér úr vinnunni. Er þetta fjárdráttur af þinni hálfu eða „bara þetta gamla góða“ að það sé nóg til af ljósritunarpappír í vinnunni? 5. ÞÚ ÞARFT AÐ HRINGJA í ÆTHNGJA ÞÍNA ERLENDIS og gerir það úr vinnunni. Er þetta þjófnaður af þinni hálfu eða bara eitthvað sem er „innifalið" í starfinu? Þú hringir hvort sem er svo oft til útlanda vegna vinnunnar. 6. ÞÚ ERT YFIRMAÐUR í MÖTUNEYTl. Þú tekur með þér „afganga" úr eldhúsinu heim með þér sem og kaffi og hrein- lætisvörur. Er þetta fjárdráttur eða eru „afgangarnir“ bara eitthvað sem ella myndi skemmast eða vera hent? 7. ÞÚ ERT YFIR TÆKIADEILDINNI og góður viðskipta- vinur þinn býður þér í laxveiði í þijá daga eða á knattspyrnu- leik í Englandi. Þú þiggur boðið. Næst þegar þú kaupir tæki skiptir þú við viðskiptavininn sem bauð þér þótt tækið sé mun dýrara frá honum en keppinautunum. Fjárdráttur eður ei? 8. ÞÚ ERT SÍFELLT í EINKAERINDUM Á NEITNU í vinnutímanum, kannski allt upp í tvær klukkustundir. Er þetta Ijárdráttur af þinni hálfu eða bara þessi gömlu, „viður- kenndu vinnusvik" sem enginn gerir veður út af? H3 gjaldkeri aldrei í frí og telji sig ómissandi. Ástæðan kann einmitt að vera sú að hann vilji ekki hleypa öðrum að því hann hafi óhreint mjöl í pokahorninu. Enda getur hann ekki tekið sér frí því þá rofnar keðjan. Og hann má helst ekki verða veikur. Ergó: Hann þarf að vera heilsuhraustur og eiga þolin- móða fjölskyldu. Sömuleiðis er ekki verra að forstjórar gjói svona með öðru auganu á það hvort bókarar og gjaldkerar berist mjög á og hafi það „einum of gott“ miðað við launin sem þeir fá. Auðvitað þarf ekkert að vera neitt óeðlilegt við slíkt; þeir geta verið skuldugir, áskotnast góður arfur, sparað til margra ára, átt tekjuháan maka, unnið happdrættísvinnig og svo mættí áfram telja. Það er ekki allt sem sýnist. Það er hins vegar ekkert að því að forstjórar hafi sem flestar viðvörunarbjöllur í gangi þótt þeir fyflist ekki ofsóknarbijálæði, sjái þjófa í hveiju horni og hetji einhveijar nornaveiðar. Byrjar Oftast sem „lán“ Flestir eru heiðarlegir! Þeir eru örugglega mjög fáir sem setjast niður einn góðan veðurdag og segja: „Ég ætla að stela.“ Fjárdráttur byrjar langoftast sem skammtíma „lán“ hjá fyrirtækinu, svona til að bjarga sér fyrir horn með greiðslur, í stað þess að fara í banka eða selja eitthvað af eignum sínum. Vandinn er bara sá að þetta „lán“ vindur fljótt upp á sig. Því lengur sem menn komast upp með svikin - að stunda jakahlaupið - þeim mun erfiðara verður að greiða það til baka. Endanlega hlýtur svona „lán“ að komast upp. Féð hefur ekki náðst endanlega út úr fyrirtækinu heldur er um gálgafrest að ræða. Þar sem ,jakahlaupið“ er algengasti fjárdrátturinn torveldar það svindlið ef sú regla er höfð í heiðri að viðskipta- menn tai send til sín greiðsluyfirlit og reki augun í það um mánaðamót að greiðsla þeirra hafi „ekki skilað sér“. Ekki þarf að hafa mörg orð um mikilvægi þess að fyrirtæki sendi slík yfir- lit Raunar er ágætt að lesendur staldri hér við og fari yfir það frá hvaða fyrirtækjum þeim berast reglulega yfirlit um greiðslu- stöðu sína og hvað þá að þeir séu beðnir um að staðfesta stöðuna. Sannið þið til, fyrirtækin eru færri en ykkur grunar. Árvökull stjórnandi, sem fer gaumgæfilega og reglulega yfir útprentanir úr bókhaldinu og hefur góða tilfinningu fyrir tölum og samhengi þeirra, er ein allra besta vörnin gegn tjár- drætti. Því miður eru til margir stjórnendur sem nenna ekki að lesa talnaflóðið úr bókhaldinu sem þeir prenta út. Þar með slaka þeir á öllu eftirliti. Hvernig vita þeir þá hvort einhvers staðar leki út úr pípunum? Eða hvort einhvers staðar kunni að vera falsaðir reikningar í gangi? Þeir hafa ekki hugmynd um það! flö falsa reikninga yfir vörukaup iitum betur á það ef sá, sem stundar tjárdrátt, falsar reikninga og býr til útgjöld. Bók- færslan er þessi: Kredit: út af bankareikningi fyrirtækisins og inn á prívatreikning gjaldkerans. Debet: fært á viðkomandi útgjaldalið. Við fölsun reikninga er hæpið að viðkomandi verði sér úti um reikningseyðublöð frá stórum viðskiptavini eða að hann noti ljósrit og segi að frumrit reikningsins hafi týnsL Iiklegra er að hann búi til og hanni nákvæma eftirlíkingu af reikningum 20

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.