Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2003, Side 24

Frjáls verslun - 01.05.2003, Side 24
FJÁRDRÁTTUR í FYRIRTÆKJUM Stefán Svavarsson, dósent við Háskóla íslands, fjallaði ítarlega um dóm Hæsta- réttar yfir endurskoðanda Nathans & Olsens í 2. tbl. Frjálsrar verslunar árið 2000. Sigurður Þórðarson ríkis- endurskoðandi. Mun stjórn Simans höfða mál gegn Ríkis- endurskoðun vegna fjár- dráttarins? Það er nú það. Sitt sýnist hverjum. tilkynna stjórn félagsins bréflega um það að tilteknir ann- markar væru á innra eftirliti fyrirtækisins. Hann hafði þó ítrekað gert framkvæmdastjóra og fjármálastjóra grein fyrir þessum annmörkum, án þess að þeir hefðu séð ástæðu til sérstakra aðgerða, enda var starfsmanninum treyst. Þessi annmarki laut að því að sami starfsmaðurinn gegndi starfi bókhaldara og gjaldkera. Um það hlýtur stjórn fyrirtækisins einnig að hafa vitað eins lengi og sú verkaskipting hafði staðið yfir. Raunar má segja að stjórn fyrirtækisins hafi ekki sinnt eftirlitsskyldum sínum hafi henni verið ókunnugt um þessa skipan. Spurningin er því, hvaða tilgangi þjónaði að skýra stjórninni bréflega frá þessum annmarka þegar hann mátti vera henni ljós?“ Stefán segir ennfremur: „Að vísu er í dómi Hæstaréttar ljallað um það að tilteknar afstemmingar hafi ekki legið fyrir og um það hafi borið að tilkynna félagsstjórninni bréflega. Hér Dómurinn í Nathan & Olsen málinu Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu fyrir þremur árum í máli Nathans & Olsens gegn endurskoðanda sínum að hann bætti að hluta tjón vegna nær 32 milljóna króna tjárdráttar gjaldkera fyrirtækis sem uppgötvaðist haustið 1996. Fjár- drátturinn stóð yfir í tjögur ár. Gjaldkerinn gat greitt 7 milljónir til baka og fór fyrirtækið fram á að endurskoðandinn greiddi mismuninn, 25 milljónir króna. Hengdi Hæstiréttur sig á það atriði að ábendingin hefði þurft að vera skrifleg og berast bréf- lega til stjórnar fyrirtækisins. Ymsir hafa dregið þá ályktun af dómnum að Hæstiréttur hafi í reynd verið að frýja stjórn fyrir- tækisins, framkvæmdastjóra og tjármálastjóra í málinu með því að gera endurskoðandann ábyrgan. Yegna dóms Hæstaréttar spyrja ýmsir sig að því hvort Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi geti orðið ábyrgur í Landssímamálinu. Ríkisendurskoðun hefur annast endur- skoðun á bókhaldi Símans. Ætla verður að það sé mjög hæpið að ríkið fari að gera kröfu á sjálft sig þótt Síminn sé að vísu hlutafélag og sjálfstæður lögaðili. Hitt vegur þó þyngra að sömu ágallarnir voru ekki í innra eftirliti Símans og hjá Nathan & Olsen sem felldu endurskoðandann þar. I dómi Hæstiréttar segir að endurskoðandanum hafi borið skylda til að gera stjórn skriflega grein fyrir umræddum annmarka á innra eftirliti, en segir jafnframt að framkvæmda- stjóra og tjármálastjóra hafi einnig borið skylda til að kanna nánar hvers vegna afstemmingar lágu ekki fyrir. Stefán Svavarsson, helsti sérfræðingur Islendinga í endur- skoðun og dósent við Háskóla Islands, skrifaði mjög ítarlega um dóm Hæstaréttar í Frjálsa verslun í 2. tbl. árið 2000. Stefán segir m.a. um dóminn: „Niðurstaða réttarins var að endur- skoðandinn bæri að hluta til ábyrgð á tjóni fyrirtækisins. Hún skýrðist af því að endurskoðandinn lét undir höfuð leggjast að misskilur Hæstiréttur málið, enda eru þessar afstemmingar aðeins hluti af stærra vandamáli hjá fyrirtækinu, sem var það, að starfsmaðurinn hafði með höndum verkefni sem fara ekki saman. (bókari og gjaldkeri)... ...Þá er einnig á það að líta að jafnvel þótt þessar afstemm- ingar hefðu legið fyrir er ekki sjálfgefið að það hefði leitt tjár- dráttinn í ljós. Það helgast af því að afstemmingar er einnig hægt að falsa og athugun endurskoðanda á þeim væri ekki endilega tæmandi, heldur væru gerðar á þeim dreifikannanir. Hér er miðað við að venjuleg skoðun fari fram en ekki rann- sókn.“ Og síðar segir Stefán: „Hæstiréttur segir þó að endurskoð- andinn hafi átt að beita svonefndri gagnaendurskoðun í auknum mæli vegna þessa ágalla í eftirliti fyrirtækisins. Það er að vissu leyti rétt. Hitt er aðalatriði málsins, að tæmandi úttekt á öllum bókhaldsgögnum getur ein leitt í ljós, hvort ijársvik hafi verið framin þegar svona háttar til um verkaskiptingu." Um lærdóminn af málinu segir Stefán: „Sá lærdómur, sem endurskoðendur verða að draga af þessu máli, er væntanlega sá, að miklu varði að þeir geti sannað með skriflegum gögnum öll samskipti við forráðamenn fyrirtækis, jafnvel þótt reglur um endurskoðun geri ekki kröfu um slíkt í öllum tilvikum. Þá virð- ist ekki vera nóg að tilkynna framkvæmdastjórn um ágalla í innra eftirliti, stóra og smáa, svo að þá megi lagfæra, heldur verður einnig að gera stjórn skriflega grein fyrir þeim göllum. Niðurstaða Hæstaréttar var á þá lund, að endur- skoðandinn skyldi greiða fyrirtækinu bætur að álitum en þær reyndust að mati réttarins vera 4/25 af heildartjóni fyrirtækisins. I framhaldi af þessu vaknar sú spurning, hvort stjóm og framkvæmdastjórn beri ekki að bæta fyrirtækinu það sem á skortir af tjóninu, þ.e. 21/25.“ SH 24 Endurskoðanda gert að greiða 4 milljónir Hæstiréttur dæmdi endurskoðanda Nathans & Olsens fyrir þremur árum til að greiða um 4 milljónir vegna 32 milljóna króna fjárdráttar gjaldkerans. Endurskoðandinn gerði stjórn fyrirtækisins ekki skriflega grein fyrir ófullnægjandi innra eftirliti.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.