Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2003, Page 36

Frjáls verslun - 01.05.2003, Page 36
Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar íslands. Félagið vanmetið Mundur var stofnað af nokkrum stærstu hluthöfum Baugs Group, þar á meðal Gaumi. Ástæðan fyrir afskráningu er meðal annars sú að okkur fannst félagið vera vanmetið og ekki sé það gengi á félaginu sem það ætti skilið. Baugur Group hefur verið í mörgum verkefnum sem tengjast bæði verslunarrekstri á Islandi og íjárfestingum í verslunariyrir- tækjum í Bretlandi. Mörgum hefur þótt félagið flókið. Félagið hefur vaxið hratt og nú tekur við tímabil þar sem félagið þarf að vinna úr þeim vexti. Við teljum að það sé félaginu fyrir bestu að gera það með eignarhald í höndum fárra en stórra ijárfesta. Markaðurinn er lítill og almennt ekki mikil viðskipti á honum þannig að það hefur líka sitt að segja,“ segir Kristín Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Gaums en Gaumur er stærsti hluthafi í Baugi Group. Furðuleg viðkvsmni Sú mikla upplýsingaskylda sem hvílir á skráðum fyrirtækjum segir Kristín að hafi ekki fælt frá í þessu tilviki. Akveðnar leikreglur gildi á markaðnum og að vissu leyti sé það íþyngjandi að birta þær upplýsingar sem reglur Kaup- hallarinnar kveði á um, í það fari mikill timi og vinna, en „ég get ekki séð að það valdi því að fyrirtæki fari af markaði. Þetta eru þær leikreglur sem eru nauðsynlegar til að félögin uppfylli upp- lýsingaskyldu sína,“ segir hún og útskýrir að félögin hljóti alltaf að meta hvað þau fái út úr skráningunni og hvað hentar þeim á hveijum tíma. „Félögin sem hafa boðað afskráningu undan- farið meta stöðuna þannig. En markaðurinn er ekki að hrynja. Það hlýtur alltaf eitthvað nýtt að koma inn í staðinn.“ Kristín telur furðulegt hve viðkvæmir menn eru fyrir KflUPHÖLLIN AFSKRflNINGAR hefur þetta tengst valdabaráttu ákveðinna hópa um yfirráð í fyrirtækjunum. Nýskráningar og afskráningar ganga gjarnan í bylgjum og Þórður telur hugsanlegt að uppsveiflan frá því í kringum 2000 sé að ganga til baka núna. Þegar hlutabréfa- verð nái sér á strik aftur fari fyrirtækin að velta fyrir sér að koma inn á markaðinn aftur. „Hluti af þessu kann að vera að ákveðnir aðilar telji fyrir- tækin of lágt metin. Þess vegna kaupi þeir þau af markaði og komi svo hugsanlega aftur inn á markaðinn síðar. Við höfum ástæðu til að ætla að sum þeirra fyrirtækja sem hafa verið að afskrá sig komi aftur í einhverri mynd,“ segir hann. Islenskur hlutabréfamarkaður nemur samtals um 500 milljörðum króna, eða tæplega helmingi af því sem fýrir- tækin hafa að láni úr öllu bankakerfmu. Þetta eru því griðar- lega háar íjárhæðir sem fyrirtækin hafa til ráðstöfunar frá hlutabréfamarkaðnum. Hér er markaðsverðmæti skráðra hlutafélaga hærra hlutfall af landsframleiðslu en í Noregi og Danmörku en ívið minna en í Svíþjóð. „Þannig að við höfum engar sérstakar áhyggjur af því þó að fyrirtækjum fækki um tíma. Það þarf ekkert gríðarlega mikinn fjölda fyrirtækja til að vera með góðan kost fyrir fjárfesta á hlutabréfamarkaði þó að það sé auðvitað ákveðin eftirsjá að góðum fyrir- tækjum,“ segir hann. Kristín Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Gaums. kaupum á stórum hlutum í fyrirtækjum. „Það virðist oft koma á óvart og þetta verður eins og það sé gerð innrás inn í ákveðna stöðu sem menn vilja halda fast í. Ef félögin eru á markaði þá ganga bréfin kaupum og sölum og þá stundum stórir eignarhlutir. Forráðamenn félaga verða að taka þessu og sömuleiðis öðrum sjónarmiðum sem því fylgir. Þetta er eitt- hvað sem forráðamenn félaga þurfa að gera upp við sig ef á annað borð á að setja félögin á markað. Það er stundum svo- lítið tvíeggjað að vera á markaði en samt að reyna að passa upp á að enginn ógni stöðunni með kaupum á stórum eignarhlut eins og dæmin sýna.“ Q9 36

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.