Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2003, Side 44

Frjáls verslun - 01.05.2003, Side 44
Verðbólga, ofþensla og hærra fasteignaverð - þau eru ýmis áhyggjuefnin eftillögur nýs félagsmála- ráðherra um 90% lán og hærra hámarkslán hjá / Ibúðalánasjóði ná fram að ganga. Hrein ríkis- væðing og skreftil baka frá einkavœðingaráform- um ríkisstjórnarinnar, segja sumir. Eftír Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur Myndir Geir Olafsson Línurit: Greiningardeild Landsbanka Islands o.fl. Tillögur eru uppi um að heimilt verði að veita öllum við- skiptavinum Ibúðalánasjóðs, hvort sem þeir eru að byggja eða kaupa húsnæði í fyrsta skipti eða ekki, 90 prósenta lán frá og með 1. maí 2007. Enn á eftir að ná pólitískri samstöðu um þetta mál en Arni Magnússon félagsmálaráðherra hefur þegar haft samband við stjórn og forstjóra íbúðalánasjóðs og er gert ráð fyrir að nánari útfærsla og framkvæmdaáætlun liggi fyrir þegar Alþingi kemur saman í haust. Samkvæmt frumdrögum er gert ráð fyrir að fyrstu breytingar verði strax næsta vetur. Há- markslán verði hækkað úr 9 milljónum króna í 10 milljónir króna 1. desember á þessu ári og lánshlutfallið verði þá 70% af matsverði húsnæðis, hvort sem byggt er eða keypt í fyrsta sinn eða ekki. Samkvæmt sömu drögum mun hámarkslánið síðan hækka um tvær milljónir króna milli ára næstu fjögur árin og fara úr 10 milljónum 1. desember 2003 í 18 milljónir króna 1. maí 2007. Með sama hætti stígur lánshlutfallið um 5% milli ára þar til 90% markinu er náð. Stefnubreyting hjá ríkísstjórninní Miklar umræður hafa verið um áhrif þess að tillögur félagsmálaráðherra nái fram að ganga og sýnist sitt hverjum. Sérstaklega hafa efasemdarraddir verið í

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.