Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2003, Qupperneq 47

Frjáls verslun - 01.05.2003, Qupperneq 47
FJÁRIVIÁLAMflRKAÐUR HÚSNÆÐISLÁN FJÁRMÁLflMflRKflÐUR HÚSNÆÐISLÁN spilar saman. Menn verða að vera viðbúnir því að hætta við ef það er besti kosturinn," segir Edda Rós Karlsdóttir, forstöðu- maður greiningardeildar Landsbanka Islands. Bæði telja þau að tillögurnar þýði að öðru óbreyttu aukna útgáfu húsbréfa. Þar með geti ávöxtunarkrafa og afföll hækkað nema erlendir fjárfestar kaupi húsbréf í auknum mæli. „Það er mikiU óvissuþáttur og alls ekki í hendi,“ segir Edda Rós og Tryggvi Þór bendir á að talsverð eftírspurn sé eftir húsbréfum hjá erlendum ijárfestum. ,Aukin útgáfa bréfa til að fjármagna uppbyggingu húsnæðis og kaup á eldra húsnæði verður til þess að það streymir fé inn í landið. Skipti úr dollurum eða öðrum gjaldmiðlum geta haft enn verri áhrif á gengið en þegar er og krónan styrkist enn frekar,“ segir hann. Óheimilt innan ESB 09 EES Hugmyndir félagsmálaráðherra koma á óvart þegar haft er í huga að ríkisstjórn Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks hefur unnið markvisst að einka- væðingu með sölu ríkisfyrirtækja á undanförnum árum og þá ekki síst sölu á ríkisbönkunum. Með tillögunum verður ekki betur séð en að íbúðalánakerfið verði ríkisvætt enn frekar. „Við höfurn verið að einkavæða bankakerfið og núna verður ríkis- væðing veðlánakerfisins sem er afturför. Eg held að það færi best á því að húsbréfakerfinu væri komið sem fyrst út í almenna ijármálastarfsemi og síðan gæti hið opinbera samið við bankana um t.d. ríkisábyrgðir ef það vill halda lágum vöxtum," segirTryggvi Þór. Þetta getur þó hugsanlega verið spurning um útfærslu og að þar verði að taka tillit til ákvæða í EES-samningnum og ESB en á þessu svæði er ríkisstuðningur við íbúðalán ekki heimill nema með afmörkuðum hætti, þ.e. tengdur tekjum og eignum. Það er þó punktur sem lítíð hefur verið tíl umræðu hér á landi. Hvað útfærsluna varðar telur Halldór Jón Krisljánsson, for- maður Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja, SBV, og banka- stjórí Landsbanka Islands, æskilegt að reynt verði að sameina hvort tveggja, þ.e. markaðsvæðingu íbúðalánakerfisins með yfirfærslu til bankanna og markmið ríkisstjórnarinnar um hærri hámarkslán og 90% lánshlutfall í lánum með mjög afmörkuð hámörk. Hann telur þetta mögulegt, t.d. með því að ríkið tryggi lága vexti húsnæðislána með skattalegum aðgerðum og beitingu ríkisábyrgða. Fulltrúar SBV hafa átt fund með félagsmálaráðherra vegna þessa. Það kemur þó ekki í ljós fyrr en í haust hvort og þá hvaða leið verður farin. Guðmundur Bjarnason, / framkvæmdastjóri Ibúðalánasjóðs: Tilfærsla á fjármunum Okkar hlutverk er að lána 65- 70% til íbúðarhúsnæðis eftír lögum og reglugerðum. Síðan er fyrir hendi viðbótarlánakerfi þannig að samtals getur lánshlut- fallið verið 90%. Sannleikurinn er sá að um það bil þriðjungur af þeim sem taka húsbréfalán í dag fá líka viðbótarlán, eða samtals 90%. Markaðurinn í dag er mjög líflegur og tekur vel við núver- andi húsbréfaútgáfu þó hún sé í svo miklum mæli sem raun ber vitni. Þrátt fyrir viðvaranir frá hagfræðingum og sumum bankamönnum þá eru engin afföll á bréfunum og þar munar mestu um innkomu erlendra ijárfesta. A þessari forsendu tel ég vel mögulegt að auka lánshlutfallið og hækka hámarkslánin," segir Guðmundur Bjarnason, fram- kvæmdasfjóri Ibúðalánasjóðs. Hann telur ekki að miklum ljármunum verði bætt á mark- aðinn ef hugmyndir ráðherra ná fram að ganga og bendir á að stór hluti lántakenda hafi tekið fleiri lán en bara hjá íbúðalána- sjóði. Þriðjungur þeirra hafi fengið 90% lán, hugsanlega hafi annar þriðjungur útvegað sér þau 20-25% sem upp á vantar í lífeyrissjóðslánum, bankalánum, lánum hjá skyldfólki eða með öðrum hætti þannig að e.t.v. sé það aðeins þriðjungur lántakenda sem hafi tekið 65-70% að láni. Með fyrirhuguðum breytingum sé almenningi gefinn kostur á þessum lánum á einum stað á hagkvæmari kjörum en ella. Lífeyrissjóðir, bankar og stórir fjárfestar, innlendir og erlendir, myndu í staðinn kaupa húsbréf í auknum mæli. „En það breytir ekki svo miklu fyrir okkur hvað vinnuna varðar hvort lánshlutfallið er 65% eða 90%. Þetta eru sömu verkefnin og kalla því ekki á teljandi umsvif í mannahaldi sjóðsins," segir Guðmundur og telur útfærsluatriði hvort lánin yrðu áfram til 25 og 40 ára eða hvort einhveijir fleiri valkostir kæmu inn. [0 Guðmundur Bjarnason, framkvæmdastjóri íbúðalánasjóðs. Sprenging í kaupum erlendra fjárfesta Hlutur erlendra fjárfesta í húsbréfum hefur vaxið gríðar- leg á síðustu misserum. Samkvæmt upplýsingum Frjálsrar verslunar voru kaup erlendra fjárfesta hverfandi lítil fyrir nokkrum árum. Árið 2001 voru húsbréfin rafvædd og breytti það nokkru um aðgengi erlendra fjár- festa. Enn eru tæknilegar hindranir í vegi en þó hefur komið mikill kippur í kaup erlendra fjárfesta á húsbréfum frá því um mitt ár í fyrra og þau hafa aldrei verið jafn mikil og á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs eða 20 milljarðar króna. Heildarskuldabréfaútgáfa Íbúðalánasjóðs nemur 50 milljörðum króna á árinu.SH 47
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.