Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2003, Qupperneq 55

Frjáls verslun - 01.05.2003, Qupperneq 55
/ GESTAPENNI: SÆVflR HELGASON Kostnaður visitölusjóða lægri Vísitölufjárfcstai' hafa bent á að kostnaður vísitölusjóða sé að jafnaði mun lægri heldur en í sjóðum sem notast við virka stýringu verðbréfa og á það við bæði um umsýslu- og veltuþóknanir. Umsýsluþóknanir sjóða í virkri stýringu eru um 1,5% að meðaltali en vísitölusjóða á bilinu 0,2-0,5%. Velta á söfnum í virkri stýringu er yfirleitt á bilinu 70- 150% á ári á meðan velta vísitölusafna er á bilinu 5-20% allt eftir því um hvaða vísitölur er að ræða og hversu örar breytingar eru á þeim. Viðskiptakostnaðurinn vinnur þvi stanslaust gegn fjár- festinum og því þurfa fjárfestingarnar að gefa verulega vel af sér til að réttlæta rnegi slíkar hreyfingar og mikinn kostnað. Vísitöluijárfestar hafa því bent á að sjóðstjórum hafi reynst mjög erfitt að yfirvinna þennan mikla kostnað og afleiðingin sú að ávöxtunin verði slakari heldur en vísitalan til lengri tíma. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á að eignaráðstöfun (e. asset allocation) er mikilvægasti þátturinn í ávöxtun. Fáir fjárfestingarráðgjafar og sérfræðingar hafa reynt að mót- mæla þessari staðrejmd. Sjóðsstjóri í vísitölusjóði fjárfestir eingöngu í verðbréfum innan lyrirfram ákveðins eignaflokks og víkur ekki út fyrir það. Fjárfestingarstefnan sem sýnir mis- munandi hlutfall á milli eignaflokka er því ávallt í samræmi við eignaskiptinguna. Sjóðsstjórar sem stýra söfnum samkvæmt virkri stýringu eru ekki ávallt fjárfestir í sömu eignaflokkum og því er ekki hægt að treysta því að þeir skili nákvæmlega sömu ávöxtun og viðkomandi eignaflokkur gerir í heild. Með því er í raun vikið frá þeirri tjárfestingar- stefnu sem viðkomandi ijárfestir hefur og þá er hætta á því að ávöxtunin endurspegli ekki þau markmið sem hann setti sér í upphafi við gerð fjárfestingarstefnunnar. Fjárfestar, sem notast við virka stýringu, láta taugarnar oft ráða ferðinni og það kann oft ekki góðri lukku að stýra við tjár- festingar í verðbréfum að láta tilfinningarnar ráða. Mistök valda því oft að fjárfestar gefa upp vonina og skipta jafnan á milli sjóða í leit að betri ávöxtun. Rannsóknir hafa sýnt að meðaltími þess sem fjárfestar eru inni í sjóðum sem aðhyllast virka stýringu er á bilinu 24 ár. Þetta hefur áhrif á ávöxtun þar sem það er kostnaðarsamt að skipta á milli umsýsluaðila. Vísitðlufjárfestingar Þeir sem aðhyllast vísitöluijáfestingar hafa bent á að þetta sé einföld fjárfestingarleið sem flestum reynist auðvelt að skilja. Virkir sjóðastjórnendur beita mismunandi aðferðafræði sem ijárfestum reynist oft erfitt að skilja. Þetta veldur því að ljárfestirinn getur orðið óöruggur með flárfestingu sína. Nú kunna margir að spyrja hvort helstu ijárfestingarsér- fræðingar síðustu aldar, s.s Peter Lynch, John Templeton og Warren Buffet, hafi ekki verið að gera betur heldur en viðmið- unarvísitölur. Þvi verður svarað játandi en þó er mikilvægt að hafa í huga að þessir aðilar verða ekki þekktir iýrr en eftir að þeir hafa skilað þessum góða árangri. Sama gildir um komandi ár, þ.e. erfitt er að finna Lynchinn, Buffetinn o.fl. fyrir komandi ár. Eftir 20 ár verða komin ný nöfn sem enginn veit hver eru í dag. Vísitölufjárfestar hafa trú á því að það sé erfitt að koma auga á þá umsýsluaðila í dag sem eigi eftir gefa bestu ávöxtun á komandi árum þar sem fjöldi þeirra skiptir þúsundum. FJflRMÁL í Bandaríkjunum er talið að um 35% eigna fagfjárfesta í hlutabréfum séu í vísitölusjóðum sem verður að teljast nokkuð hátt hlutfall m.v. hvað aðferðafræðin er í raun ung. Vísitölufjárfestar telja sig hafa sýnt fram á að vísitölusjóðir skila betri ávöxtun til lengri tíma heldur en sjóðir sem stýrt er með virkri stýringu. Á tímabilinu 1974-1998 skilaði S&P 500 vísitalan betri árangri heldur en 3/4 þeirra verðbréfasjóða sem fjárfestu í hlutabréfum í Bandaríkjunum. Ávöxtun vísitölunnar var á ári að meðaltali 2% betri heldur en meðaltal sjóðanna á sama tímabili. Fjárfestingar fagfjárfesta Athyglisvert er að skoða ljárfest- ingar fagíjárfesta í hlutabréfum á nokkrum þróuðustu verð- bréfamörkuðum heims. Sjá rná að hlutfall vísitöluflárfestinga fagfjárfesta í hlutabréfum hefur aukist verulega og er orðinn stór hluti af heildarflárfestingum þeirra í viðkomandi eigna- flokki. Á myndinni hér fyrir ofan má sjá hversu stórt hlutfall Watson Wyatt telur að vísitöluljárfestingar hafi verið af heildar- eignum fagljárfesta í árslok 2002. Þar má sjá að í Banda- ríkjunum er talið að um 35% eigna fagljárfesta í hlutabréfum séu í vísitölusjóðum sem verður að teljast nokkuð hátt hlutfall m.v. hvað aðferðafræðin er í raun ung. Árið 1997 var talið að vöxtur vísitölusjóða væri u.þ.b. 18 sinnum meiri heldur en í hefðbundnum verðbréfasjóðum. Vísitölutjárfestar hafa einnig bent á að sú niðurstaða, sem allir Jjárfestar fá sem heild, hljóti að vera sú sama og hreyfingin á vísitölunum og því hljóti ávöxtun þeirra Ijárfesta sem notast við virka stýringu verðbréfa, eftir að tekið hefur verið tillit til kostnaðar þeirra við umsýslu, að vera þeim mun lægri heldur en hreyfingin á vísitölunni þ.e. að munurinn á ávöxtun sé í raun kostnaðurinn. Á síðustu 25 árum var meðalávöxtun hlutabréfa- sjóða í Bandaríkjunum 11,6% á ári í samanburði við 13,1% á ári hjá S&P 500 vísitölunni og því er mismunurinn 1,5% á ári eða u.þ.b. mismunurinn á kostnaðinum á þeim sjóðum sem notast við virka stýringu annars vegar og visitölusjóðum hins vegar. Vísitölufjárfestar telja að um 20-33% verðbréfasjóða skili hærri ávöxtun heldur en viðmiðunarvísitala. Þeir benda síðan á að aðilar sem eru í þeim hópi breytist ár frá ári og séu sjaldnast þeir sömu þegar litið er yfir lengra tímabil og að á 10 ára tímabili séu það hugsanlega um 3-10% verðbréfasjóða sem geri betur en viðmiðunarvísitölur. Þeir sem aðhyllast hlutlausa stýringu segja því mjög einfalda ástæðu týrir því að velja þá leið; kostnaðurinn skiptir máli! Hvora leiðina er betra að fara eða í hvaða hlutföllum er erfitt að segja til um enda kannski eins gott því ef allir væru sammála um aðferðafræði og verðmæti bréfa væri í raun enginn markaður! 33 55
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.