Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2003, Side 57

Frjáls verslun - 01.05.2003, Side 57
VIÐTAL STJÓRNUN Stjórnendur, sérstaklega forstjórar, eru í mjög sérstakri stöðu að því leytinu til að í mörgum tilfellum hafa þeir engan til að ræða við um stjórnun eða dagleg viðfangs- efni. í Bandaríkjunum er vinsælt meðal forstjóra að hafa persónulegan ráðgjafa sem stendur utan fyrirtækisins og hefur engra hagsmuna að gæta. Ég hef boðið upp á slíka ráðgjöf hér og því hefur verið vel tekið. Ég hef unnið með nokkrum íslenskum forstjórum með þessum hætti og hitt þá viðkomandi forstjóra reglulega. Það má segja að með þessu fái hann tíma og tækifæri til að hugsa upphátt. Við ræðum markmið og leiðir og ég verð önnur rödd í hugsunum forstjórans. Það er jú alltaf hann sem tekur allar ákvarðanir en ég dembi á hann spurn- ingum, reyni að opna augu hans fyrir nýjum flötum og fá hann til að hugsa um hlutina á nýja vegu. Ef forsljórinn er með- vitaður um þær leiðir sem hann hefur um að velja verður hann öruggari í allri sinni ákvarðanatöku," segir Rakel Heiðmars- dóttir sálfræðingur. Hrein ráðgjöf Rakel er nýbakaður doktor í ráðgjafarsálfræði frá Bandaríkjunum, nánar tiltekið frá Háskólanum í Texas í Austin. Að undanförnu hefur hún sinnt mannauðsráðgjöf fyrir stjórnendur hjá Reykjavíkurborg en hún hefur líka haldið stjórnunar- og samskiptanámskeið fyrir aðra stjórnendur, bæði hér og í Bandaríkjunum áður en hún flutti heim. Hún hefur boðið upp á persónulega ráðgjöf fyrir stjórnendur í nafni einka- fyrirtækis síns sem heitir Framtíðarlausnir. Hún segir að stjórnendaráðgjöf af þessu tagi sé algjörlega ný af nálinni hér og veki mikla athygli. Bæði áhugi og þörf sé fyrir hendi. Rakel hefur m.a. unnið persónulega ráðgjöf með Agli Jóhannssyni, forstjóra Brimborgar, og segir það hafa verið mjög áhugavert. „Það var afskaplega skemmtilegt að vinna með Agli því að hann hefur brennandi áhuga á stjórnun og við vorum að prófa nýja hluti og þreifa okkur áfram. Þetta eru mjög færir stjórnendur sem ég er að vinna með og í flestum tilvikum eiga þeir það sameiginlegt að vilja ná lengra. Þeir eiga ekki við neina sérstaka erfiðleika að stríða heldur einkennir þá frekar kraftur og metnaður í að ná árangri. Þeir vilja sífellt ná lengra. Ég tek fram að ekki er um neina þerapíu að ræða heldur er þetta hrein ráðgjöf," segir hún. Laðar að gott fólk Rakel hefur mikinn áhuga á starfsmanna- málum. í Bandaríkjunum segir hún að mikill áhugi sé á því að taka upp starfsmannavæna stefnu og bjóða t.d. upp á sveigj- anlegan vinnutíma, tækifæri til að vinna heima, lengra fæð- ingarorlof og meira framboð á hlutastörfum til að halda þekk- ingu í fyrirtækjunum en í mörgum tilfellum sé þetta fyrir hendi í orði en ekki á borði. Rakel skoðaði þetta í rannsókn, sem hún gerði fyrir doktorsritgerð sína fyrir nokkrum árum. Um það leyti sem rannsóknin fór fram var mikill uppgangur í atvinnulífinu vestra og erfitt að halda í þekkingu starfsfólks. Fyrirtækin voru sífellt að ráða nýtt fólk og þjálfa það til starfa. í þessu fólst mikill kostnaður og smám saman fóru stjórn- endur fyrirtækjanna að gera sér grein fyrir að það skipti máli að halda fólki ánægðu og koma til móts við það með sveigjan- legri og kannski ijölskylduvænni starfsmannastefnu. Rakel fékk að fara inn í 300400 manna höfuðstöðvar tæknifyrir- tækis í miðríkjunum og safna þar viðtölum við starfsmenn, m.a. um starfsánægju og það hvernig þeim gekk að ná jafn- vægi milli atvinnu og einkalífs. „Það hefur sýnt sig ítrekað að góð starfsmannastefna laðar að gott fólk og þannig helst frekar þekkingin í fyrirtækinu. Mín rannsókn sýndi að stjórnendurnir skildu að það skipti máli að koma til móts við starfsmenn að einhveiju leyti en voru samt ekki farnir að trúa fyllilega á það. Þeir héldu að það væri nóg að bjóða upp á starfsmannavæna stefnu að nafninu til. Að forminu til var boðið upp á sveigjanlegan vinnutíma, hlutastarf og þess háttar en þegar málið var athugað nánar var það meira í orði en á borði. Fundir voru t.d. oft haldnir snemma á morgnana eða seint á daginn. Ef starfsmaður vildi hafa sveigjanlegan vinnutíma þurfti hann kannski að sleppa fundi og það var auðvitað ekki vel liðið. Ég hitti aðeins eina konu sem var í hlutastarfi í fyrirtækinu og það var með herkjum sem hún fékk það. Aðrir töldu útilokað að þeir gætu fengið hlutastarf,“ ritjar Rakel upp. Smitar Út frá sér íslendingar hafa löngum þótt vinna gríðar- lega mikið en Bandaríkjamenn eiga þó heimsmetið, þeir vinna um og yfir 60 klukkustundir á viku og hafa aðeins tvær vikur í sumarleyfi. Erlendis hafa rannsóknir sýnt að þeir sem ná lengst í sínum störfum og eru líklegastir til að fá stöðu- hækkanir séu þeir sem eru tilbúnir að helga sig starfinu að fullu og öllu. „Mér heyrist að íslendingar séu farnir að auka vinnu sína mikið en vilji heldur ekki hafa vinnutímann of langan. Mér finnst eins og það sé ákveðinn tvískinnungur í gangi hér eins og í Bandaríkjunum, við setjum á stall þá sem vinna lengi og teljum að þeir helgi sig vinnunni. Þetta fólk virðist síðan eiga auðveldara en hinir með að ná langt í starfi hér eins og í Bandaríkjunum." Góð samskipti og að mannauðurinn sé virkjaður - allt skiptir þetta miklu máli á vinnustað. Stjórnendur þurfa að hafa skilning á því að hagsmunir starfsmanna og hagsmunir fyrirtækisins fara saman. Rannsóknir sýna að það hefur jákvæð áhrif þegar starfsmenn hafa sveigjanlegar aðstæður. Starfsmenn sýna með afköstum og góðri ástundun að þeir kunna vel að meta gott starfsumhverfi. „Stjórnendur mega ekki vera hræddir við að gera vel við sitt fólk því að það marg- skilar sér. Markmiðin þurfa líka að vera skýr, fólk þarf að vita hvert það stefnir frá degi til dags og vita hvort það er að ná árangri eða ekki. í sérhveiju fyrirtæki er heill upplýsinga- banki sem þarf að tappa af. Ef stjórnandinn heyrir ekki raddir þeirra sem starfa í fyrirtækinu þá er fyrirtækið að mörgu leyti óvirkt. Fólk þarf að búa við öryggi á vinnustað til að tjá skoð- anir sínar með uppbyggilegum hætti. Stjórnendur bera ábyrgð á því að starfsumhverfið sé gott því að þeir leggja línurnar. Ef starfsmenn skynja tvískinnungshátt og virðingar- leysi á toppnum þá smitar það út frá sér niður. Ef starfsmenn skynja virðingu og fallega framkomu þá hefur það líka áhrif um allan vinnustaðinn. Ef einhveijir starfsmenn standa sig ekki nógu vel verður stjórnandinn að hjálpa þeim að skilja hvað er að.“ Œ] 57

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.