Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2003, Side 64

Frjáls verslun - 01.05.2003, Side 64
LUNDÚNAPISTILL SIGRÚNAR DAVÍÐSDÓTTUR þrennar kosningar. Hann á örugglega eftir að skemmta sér við að leggja í og sigra þriðju kosningarnar, sem þýddi þá að hann hefði verið um átta ár við völd. Hann mun þó varla leiða flokkinn í Jjórðu kosningunum, sem gætu orðið um 2009, heldur hætta á þriðja kjörtímabilinu. Pólitísk staða hans hefur veikst og mun halda áfram að veikjast. Deilur um evruaðild og evrópsku stjórnarskrána munu veikja hann og svo er ljóst að almennt slítur tíminn valdamönnum út. Staða hans getur ekki þróast nema í þá átt að hún veikist - það liggur einfaldlega í hlutarins eðli. Það eru fjölmargir aðrir hugsanlegir arftakar en Brown. Það skiptir miklu hvernig næstu kosningar fara. Þó að Verka- mannaflokkurinn yrði áfram stærsti flokkurinn í þinginu gæti hann veiklast svo að hann kysi að fara í stjórn með ftjáls- lyndum demókrötum. Svo gæti Blair kastað sér út í þjóðar- atkvæði um evruna að baki næstu kosninga og tapað og þá er það ekki endilega sjálfgefið lengur að Brown sé augljósasti arftakinn. Þar koma aðrir til sögu eins og David Blunkett innanríkisráðherra og Peter Hain Irlandsráðherra." Hvernig sérðu fyrir þér framtíð konungdæmisins breska og finnst þér eðlilegt að ríkið leggi drottningunni til fé þegar hún er einn mesti auðmaður landsins? „Ég vildi sannarlega sjá það aflagt! Ég skrifaði í grein 1994 að það ætti alla vega að hafa þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð konungsdæmisins þegar Elísabet drottning hætti. Ef fólk kysi þá konungdæmi er ekkert við því að segja, en það ætti að kjósa um það. Það er ekki vegna kostnaðarins sem ég er á móti konung- dæminu, heldur af því að erfðatitíar eru óviðeigandi í nútíma þjóðfélagi. Af því ókjörin konungsfjölskylda situr þar sem hún situr er stórt gat i bresku samfélagi. Þetta orsakar veik- leika í þjóðfélaginu, sem lýsir sér til dæmis í því að það er enginn eiginlegur hæstiréttur hér, að það er bara þingið sem hefur augun á ríkisstjórninni og heldur henni til ábyrgðar. Þetta er mikill veikleiki í skipan mála og konungdæmið ýtir undir þennan veikleika. Ef litið er á kostnaðinn þá finnst mér hann í sjálfu sér ekki skipta máli. Það er miklu verra að konungsijölskyldan á tíl dæmis gríðarlega mikið land. Það og fleiri fríðindi skapa óbeinan kostnað. Meginmálið er þó að konungsdæmi á okkar dögum sendir út alröng merki.“ í nýju bókinni þinni kemstu að þeirri niðurstöðu að framtíðin snúist um tvær meginspurningar: hvernig Bandaríkjamenn noti vald sitt og hvernig kaptítalismanum reiði af. Af hverju þessar tvær spurningar? „Við vitum ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. En miðað við fýrri framvindu vitum við þó alla vega að þessi tvö atriði hafa mótað fortíðina og munu alveg klárlega móta framtíðina líka. Þar við bætast svo örugglega önnur atriði, sem við komum auga á seinna.“ Þú segir á einum stað í bókinni að Bandaríkin séu góðkynja stór- veldi, sem beiti vaidi sínu vel. Heldurðu að fólk í írak núna og Suður- Ameríku á árum áður taki undir það sjónarmið? í nútíma þjóðfélagi. Af því ókjörin konungsfjölskylda situr þar sem hún situr er stórt gat í bresku samfélagi. Þetta orsakar veikleika í þjóðfélaginu, sem lýsir sér til dæmis í því að það er enginn eiginlegur hæstiréttur hér, að það er bara þingið sem hefur augun á ríkisstjórninni og heldur henni til ábyrgðar. Þetta er mikill veikleiki í skipan mála og konungdæmið ýtir undir þennan veik- leika. Ef litið er á kostnaðinn þá finnst mér hann í sjálfu sér ekki skipta máli. Það er miklu verra að konungsfjöl- skyldan á til dæmis gríðarlega mikið land, sem ásamt öðrum fríðindum skapar óbeinan kostnað. Meginmálið er þó að konungsdæmi á okkar dögum sendir út alröng merki." UM ÞRÓUN KAPITALISMANS... Nýja bók Bill Emmotts kom út í febrúar og heitir 20:21 Vision; the Lessons of the 20th Century for the 21 st. Hann álítur að tvær grundvallarspurningar muni marka komandi framtíð, annars vegar hvernig Bandaríkin fara með ofurvald sitt, hins vegar hvernig kapítalisminn þró- ast. Bókin er byggð á greinum, sem hann skrifaði í The Economist. Þrátt fyrir ýmsar blikur á lofti er Emmott bjartsýnismaður. Bókin er lipurlega skrifuð og veitir áhugaverða sýn leikins blaðamanns yfir svið heimsmál- anna. Við lestur bókar hans er áhugavert að hafa í huga að þó ritstjóri The Economist hafi ekki nauðsynlega rétt fyrir sér um alla skapaða hluti þá hefur hann einstakt útsýni yfir heimsmálin því sterk staða tímaritsins gerir það að verkum að það eru fáir framámenn í stjórn- málum og viðskiptalífi sem neita ritstjóra slíks tímarits um viðtal. Aðgengi blaða eins og The Economist að öllum þeim sem skipta máli er einstakt. UM LEIÐ HANS [ RITSTJÓRASTÓLINN... Eins og margir í breskri blaðamennsku lagði Emmott ekki stund á fjölmiðlafræði í háskóla, heldur nam stjórn- mál, heimspeki og sögu í Oxford. Hann fór að vinna fyrir The Economist í Brussel, árið 1982 fór hann að vinna hjá tímaritinu í London en varð árið eftir fréttaritari í Tokýó. Þremur árum seinna var hann aftur kominn til London, varð fjármálaritstjóri og síðan viðskiptaritstjóri áður en hann varð aðalritstjóri The Economist 1993. Hann hefur skrifað bækur um Japan: The Sun Also Sets: the limits to Japan's economic power, og The bureaucrats' deadly sins, sem aðeins kom út á japönsku. 64

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.