Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2003, Síða 68

Frjáls verslun - 01.05.2003, Síða 68
LÍFEYRISSJÓÐIR í HLUTflFELÖGUIVI varðveita og ávaxta eins vel og þeir geta. Vátryggingafélög eru áberandi sem hluthafar á Islandi og hafa ekki síður skip- að menn í stjórnir en lífeyrissjóðirnir," segir hann. Hæfir menn Ohætt er að fullyrða að viðmælendur Fijálsrar verslunar eru sammála um að í öllum tilfellum sé aðalatriðið að hæfir menn séu valdir í stjórnir fyrirtækja, hvort sem þeir koma frá lífeyrissjóðunum sjálfum eða séu utanaðkomandi fulltrúar þeirra. Hvað telst hæfur maður er örlítið flóknara mál sem erfitt er að fara út í. Það virðist þó almennt vera skiln- ingur viðmælenda að hafi menn reynslu úr fyrirtækjarekstri og þyki líklegir til að leggja fyrirtækinu lið þá sé það af hinu góða. Mestu skipti að viðkomandi hafi eitthvað fram að færa sem geti gert fyrirtækinu gagn og átt þátt í að auka arð- semina. Og ef viðkomandi á stóran hlut í fyrirtækinu þá er erfitt að ganga framhjá honum. En það er ekki þar með sagt að hann sé endilega hæfur. Hann er þá fenginn í stjórnina alfarið á grundvelli eignarhlutar síns. Sigurður Bragi Bragason, framkvæmdastjóri Plastprents, telur að ráða beri þann hæfasta hverju sinni. Ef ekki finnist slíkur maður innan lífeyrissjóðanna þá eigi að leita utan þeirra. „Mér finnst það vera grundvallaratriði að fagráðning eigi sér stað. Það gengur ekki að lífeyrissjóðir skipi menn í stjórnir fyrirtækja út af öðru en eigin verðleikum. Sem fram- kvæmdastjóri vonast ég tíl þess að sljórnin hjálpi mér á sem flestum sviðum rekstrarins og komi sem víðast að honum. Upplýsingastreymi er orðið það mikið í flestum fyrirtækjum að stjórnin veit hvað er að gerast og getur tekið þátt í öllum meiriháttar ákvörðunum. Lífeyrissjóðir eiga ekki að velja ein- hvern sem er aðeins augu og eyru viðkomandi lífeyrissjóðs heldur jafnframt hæfur til að leggja viðkomandi fyrirtæki lið. Stjórnarmaður sem ekkert leggur til málanna er viðkomandi félagi engin hjálp. Hann er bara eftirlitsaðili með fjárfesting- unni. Maður sem er fagstjórnandi og hefur reynslu og menntun af stjórnun leggur fyrirtækinu meira lið og gerir þar með fjárfestinguna verðmætari fyrir viðkomandi lífeyrissjóð," segir Sigurður Bragi. Þegar samið er um launakjör forstjóra er farið eftir mark- aðsaðstæðum hverju sinni og oftast er formanni stjórnar falið að ganga frá samningum við viðkomandi. Sigurður Bragi segir það hagkvæmara að ráða hæfan forstjóra, sem jafnframt er dýr, ef það skili fyrirtækinu meira en ódýr forstjóri en því miður fari launin ekki alltaf eftir gæðum. „Eg sé ekki að það fari alltaf eftir því hvernig menn hafa staðið sig, stundum finnst mér það jafnvel öfugt. Eg hef séð forstjóra sem mér finnst ekki skila nógu góðu búi fá hærri laun og starfsloka- samninga en menn sem hafa skilað góðu búi. Laun eru alltaf samningsatriði og ég veit ekki hvers konar stjórn það er sem notar það ekki gegn forstjóranum ef hann skilar slæmu búi. Ef stjórn semur við sinn undirmann sem hefur reynst slakur um góðan starfslokasamning þá er hún slök við mannaráðn- ingar. Sama gildir um ráðningar í stjórn félags. Upp í hugann koma t.d. laun stjórnar Landssímans sem ég tel alltof há og í engum takti við önnur stjórnarlaun í landinu. Þarna er rikis- rekið fyrirtæki og ábyrgð stjórnar því takmörkuð, sama hvaða uppákomur verða hjá félaginu,“ segir hann. 33 Biýnt að auka lýðræðið Tvö sjónarmið eru uppi. Annars vegar það að lífeyrissjóðir eigi ekki að hafa of mikil áhrif vegna þess þeir sækjast eftir ávöxtun, ekki stjórnun, fyrir nú utan það að margir félagsmenn lífeyrissjóða vinna hjá fyrirtækjum og stjórnar- menn geta lent í árekstri ef sjónarmið um arðsemi og laun starfsmanna rekast á. Svo er hitt sjónarmiðið að ef lífeyris- sjóðir taka ekki þátt í stjórnum þá gefa þeir hluthöfum með lítinn hlut sterka stöðu sem getur verið óeðlilegt. Ef sjóðir ákveða að taka þátt í stjórnum fyrirtækja þá er spurning hvaða menn eru valdir í stjórn, hvort það er framkvæmda- stjórinn, aðrir starfsmenn, stjórnarmenn eða jafnvel utan- aðkomandi sérfræðingar. Þetta er sjónarmið sem ekki er full- rætt hér á landi. Töluverð hætta er á því að vandamál fyrir- tækisins fari að móta stefnu íjárfestisins, í þessu tilfelli lífeyr- issjóðsins, ef forráðamenn lífeyrissjóðsins eru í stjórnum fyrirtækja og að lífeyrissjóðirnir verði fengnir til að setja meiri peninga í fyrirtækið þegar vandi steðjar að og ekki verði gætt nægilegrar varkárni eða skynsemi. Mörg sjónar- mið togast á og enginn kostur er góður," segir Pétur Blöndal alþingismaður. Pétur telur nauðsynlegt að huga að því hver eigandi Ijár- ins er. Ef eigandinn kemur að fyrirtækinu þá muni hann gæta þess að arðsemissjónarmið verði ríkjandi. „Hann mun ekki láta völd eða vandræði hafa áhrif á sig því hann vill arð á sitt fé,“ segir hann og telur brýnt að auka lýðræði og gera sjóðfélaga virkari og meðvitaðri um málefni sjóðanna og þar með fyrirtækjanna sem þeir eiga í. Einnig komi til greina að fara þá leið að sjóðfélagi geti valið sér lífeyrissjóð. Sjóðfélagar muni þá streyma í þá lífeyrissjóði sem sýna góða ávöxtun og það muni síðan neyða stjórnir annarra sjóða til að hafa ávöxtunarsjónarmiðin í forgrunni. „Ef stjórnir lífeyrissjóða tilnefna sjálfa sig eða starfsmenn sína í stjórnir hlutafélaga býður það heim baktjaldamakki eða spillingu. Yiðkomandi fá þá völd fyrir peninga sem þeir eiga ekkert í. Hinn kosturinn er sá að sjóðurinn fengi utan- aðkomandi menn í stjórn sem standa og falla með sínum gjörðum. Þessa menn væri hægt að skipta um ef þeir standa sig ekki vel. Þetta held ég að sé gæfulegasta lausnin. Hin lausnin, að taka ekki þátt í stjórnum lífeyrissjóða, hefur þann ókost að tiltölulega litlir hluthafar hafa mikil völd og þá myndu menn vilja kaupa í fyrirtækjum, sem lífeyrissjóðir eiga stóran hlut í, til að fá völdin.“ 33 68
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.