Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2003, Síða 72

Frjáls verslun - 01.05.2003, Síða 72
Sumarið er tíminn Flugstöð Leifs Eiríkssonar: Gefðu þér tíma í Leifsstöð Iframtíðarskipulagi fyrir flugstöðina er gert ráð fyrir að byggt verði við inn- ritunarsalinn. Þangað til að af því verður hafa rekstraraðilar í flugstöðinni leitað leiða til að létta á álaginu og var ein leiðin sú að opna fyrir innritun og vopna- leit fyrr í samræmi við sumaráætlun flug- félaganna. Yfir sumartímann hefst því innritun tveimur tímum fyrir brottför eða í síðasta lagi klukkan fimm á morgnana. Um leið er verið að bæta merkingar og biðraðakerfi í salnum svo ferlið gangi sem best fyrir sig. Nýtt tölvukerfi við innrítun „Til þess að bæta þjónustu við farþega var enn fremur tekið í notkun nýtt tölvukerfi sem flýtir fyrir innritun farþega og gerir þeim um leið kleift að nýta tíma sinn betur í flugstöðinni,“ segir Hrönn Ingólfsdóttir, forstöðu- maður markaðssviðs Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. „Um er að ræða SITA CUTE ijölnota tölvukerfi sem gerir fyrirtækjum sem stunda farþegaafgreiðslu kleift að nota hvaða vinnustöð sem er við innritun og brottför og þannig gefst svigrúm til að hafa opin fleiri innritunarborð þegar umferð er mikil og flýta þannig verulega fyrir innritun hvers farþega.“ Allar vinnustöðvar hafa nú verið búnar fullkomnasta vélbún- aði sem völ er á og hefur tæknistig farþegaafgreiðslu verið aukið verulega með tilkomu þessa nýja tölvukerfis. Á innritunar- borðum eru nú lesarar sem geta lesið upplýsingar um farþega af vegabréfi þeirra, af segulrönd farmiða eða af séraðildarkorti sem farþegar hafa meðferðis. Þar eru einnig prentarar sem geta nú prentað upplýsingar á segulrönd brottfararspjalda sem flýta fyrir aígreiðslu farþega um borð í flugvélar. Auk þess hefur verið komið upp segulspjaldalesara sem les brottfararspjöldin við brottfararhliðin. Hann nemur hvort viðkomandi farþegi er að fara í rétt flug og telur hve margir eru komnir um borð. Kynningarstarf „Fyrir utan aðgerðir, sem snúa beint að aðstöðu flugstöðvar- innar, hefur kynningarstarf verið eflt verulega,“ segir Hrönn. „Með því er verið að gera almenning meðvitaðri um að það sé nauðsynlegt að koma tíman- lega til innritunar vegna þeirra breyt- inga sem orðið hafa í umhverfinu eins og minnst var á hér að framan. Það er mælt með að farþegar komi til innrit- unar tveimur tímum fyrir brottför og í síðasta lagi einum og hálfum tíma fyrir til þess að allt gangi hratt og vel fyrir sig. Einn liður í kynningunni var í því fólginn að heimsækja ferðaþjónustuaðila, s.s. ferðaskrifstofur, hótel og hópferða- bílafyrirtæki, til að fá þau til liðs við þetta átak og sjá til þess að þau vissu nákvæmlega um hvað væri að ræða. Það hefur tekist mætavel en að auki hafa verið sérstakar markaðsher- ferðir í vetur. Þær hafa m.a. falist í því að farþegar sem komu snemma, fyrir kl. sex að morgni, fengu annars vegar frían morgunverð og hins vegar afslátt af vörum og þjónustu í flugstöðinni. Þetta vakti talsverða athygli í þau tvö skipti sem við höfum reynt það, bæði sl. haust og í vor. Við munum halda áfram markvissri kynningu og markaðsstarf- semi á þessu sviði.“ Nýr vefur Þá hefur flugstöðin opnað nýjan vef, www.airport.is sem er bæði á íslensku og ensku. Á airport.is er m.a. að finna upplýsingar fyrir ferðamenn sem ferðast til og frá Islandi. Þar er t.d. hægt að finna upplýsingar um komu- og brottfarartíma, samgöngur, verslun og þjón- ustu í og við flugstöðina ásamt tollareglum og reglum um endurgreiðslu virðisaukaskatts. Einnig eru hagnýtar upplýs- ingar um farþegaJjölda, almennt um starfsemi fyrirtækisins, nýjustu fréttir og fleira. 31] Brottfararfarþegum í Leifsstöb hefur fjölgaö um 15% fyrstu fimm mánuði ársins miðað við sama tima ífyrra. Því hefur álag á inn- ritun flugstöðvarinnar aukist mjög en einnig vegna hertrar öryggis- gæslu í kjölfar hryðjuverkanna í Bandaríkjunum 11. sept. 2001.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.