Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2003, Side 89

Frjáls verslun - 01.05.2003, Side 89
FYRIRTÆKIN Á NETINU $•* FjvormK Ioots tt*b MHB : ^Baci ••'■3-23 ->j| - jJ "•IShtict ÖQD Stórstúka hinnar óháðu Oddfellowreglu á íslandi, I.O.O.F. Bnkuni Markmið Saga Get ég or8ið félaa Stúkur Fóftur til: 8 5 s Wrrríi fiítí' Stórstúka hinnar óhóöu OddfeUowreglu á Islandi, I.O.O.F. VonarstrtBti 10, Reylqavlk B e>5° Frimurarar.is er með mynd af sjálfum stórmeistaranum á forsíðunni. Á vefsíðunni er einnig hægt að sjá hvaða kostn- aður er við félagsaðild. Oddfellow.is er útlitslega lítið spennandi en efnislega athyglisverður vefur þar sem stúkufundirnir eru nokkuð vel útlistaðir. Hulunni svipl af leynireglum Leynireglurnar lifa blómlegu lífi á Netinu, kynna þar starfcemi sína og helstu forsþrakka og leióbeina mönnum um þad hvernig þeir geti gerst félagar og hvað það kostar. Þetta er auðvitað grundvallaratriði í öllum félagsskaþ, hvort sem hann er alda gamall eða ekki. Eftir Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur Frimurarar.is Oddfellow.is Það er af sem áður var þegar erfiðlega gekk að nálgast nokkrar einustu upplýsingar um frímúrara. Það má vel vera að það hafi verið klaufaskapur en þó er þetta vafalaust sú mynd sem fólk hefur almennt af frímúrurum. Frímúrarareglan á Islandi heldur nú úti alveg ágætri vefsíðu á slóðinni www.firimurarar.is þar sem hægt er að kynnast reglunni og nálgast allar helstu upplýs- ingar um hana, fá nöfn helstu forsvarsmanna og jafnvel að kynna sér nokkra helstu reglubræður. A forsíðu Frimurarar.is birtist stór og myndarleg mynd af stórmeistara reglunnar, hann kynntur til sögunnar og svo er skautað hratt yfir sögu reglunnar, sagt frá stofnun hennar og því að reglan sé „engum öðrum valdhöfum háð en löglegum yfirvöldum íslands". Reglan byggir starfsemi sína á kristnum grundvelli en tekur samt ekki afstöðu í stjórnmála- eða trúar- deilum. Reglan leitast við að gera bræðurna að góðum þjóð- félagsþegnum. Mikil leynd hefur hvílt yfir Frímúrarareglunni og lítið farið fyrir henni eða starfsemi hennar en á vefsíðunni segir þó að Frímúrarareglan sé ekki leynifélag. Leyndin hvíli einkum yfir fundarsiðum hennar, ef hún væri ekki fyrir hendi myndu fundirnir „missa marks að verulegu leyti“ hvernig svo sem á því stendur. Leiðbeiningar eru um það hvaða skilyrði þarf að uppfylla og hvernig menn geta gerst félagar auk þess sem til- greint er hver kostnaðurinn er. [H Oddfellow-reglan rekur ósköp penan vef á www.oddfellow.is, lítið spennandi en fullnægjandi upplýsingalega séð. A forsíð- unni er, eins og sjá má, mynd af húsnæði stórstúkunnar við Tjörnina í Reykjavík og til vinstri er hægt að smella á einkunn- arorð, markmið, sögu, fundi og fá leiðbeiningar um það hvernig gerast megi félagi. Einnig fæst listi yfir þær stúkur sem eru starfandi innan reglunnar. Heilmikið er gert úr grundvallarkenningum og mark- miðum Oddfellow-reglunnar enda skiptir það sjálfsagt heil- miklu máli fyrir félagana. Oddfellow-reglan virðist byggja á svipuðum grunni og Frímúrarar. Sá munur er þó að meðan Frí- múrarar stefna að því að bæta sjálfa sig leggja Oddfellow-ar áherslu á að vitja sjúkra, líkna bágstöddum, jarða framliðna og veita munaðarlausum fóstur. Báðar reglur eru trúræknar en Oddfellow-ar vilja breiða út orðið og láta verkin tala. Ekki er þó rætt um trúmál eða stjórnmál á fundum. Oddfellow-reglan hér á Islandi er ríflega 100 ára gömul en á sér merka sögu allt aftur til tíma Rómveija og þjónaði sem sam- hjálp farandverkamanna. Reglan var leynifélag. Oddfellow er talið merkja „eiðsvarinn - sérstakur vinur“. Á heimasíðu Oddfellow-reglunnar er greint frá þvl hveijir gegna helstu embættum reglunnar, hvenær og hvernig stúku- fundir fara fram, hveiju fundargestir klæðast en ekki er sagt frá því hver fundarefnin eru eða hvað kostar að gerast félagi. ffij VIÐSKIPTI • TÖLVUR ■ FERÐALÖG ■ VÍN - WWW.HEIMUR.IS 89

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.