Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2003, Page 90

Frjáls verslun - 01.05.2003, Page 90
Verslun Samtök verslunarinnar 75 ÁRA Samtök verslunarinnar áttu nýverið stórafmæli en þá voru 75 ár liðin frá stofnun Samtaka verslunarinnar, eða Félags íslenskra stórkaupmanna eins og félagið hét þegar 20 stórsöluverslanir í Reykja- vík ákváðu árið 1928 að stofna samtök til að vinna gegn höftum og takmörkunum á við- skiptafrelsi í landinu. Rekstrarumhverfið hefur sem betur fer snarbreyst á þeim áratugum sem liðnir eru og margt hefur rekið á daga samtak- anna, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Þar bera ánægjulegir áfangar tvímælalaust hæst, t.d. þegar byggt var húsnæði fyrir heild- sölur við Sundahöfn í Reykjavík. Þá má geta þess að Frjáls verslun hóf göngu sína sem tímarit Félags íslenskra stórkaupmanna. BH Norrænn heildsalafundur var haldinn hér á landi 1976. Við borðið má sjá Ólaf Jóhannesson, þáverandi ráðherra dómsmála, kirkjumála og viðskipta, ásamt Jóni Magnússyni, þáverandi formanni Félags íslenskra stórkaup- manna. Lengst til vinstri er óþekkt erlend kona. wMimm ~ -Ægt wm .. . .■o-jy ■ Wm - 'PT' .. . Æ

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.