Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2003, Side 95

Frjáls verslun - 01.05.2003, Side 95
Kristján Guðmundsson, markaðsstjóri Landsbanka íslands. Hulda Dóra Styrmisdóttir, forstöðumaður markaðs- sviðs hjá íslandsbanka. Gísli Jafetsson, markaðs- og fræðslustjóri Sparisjóðanna. Edda Svavarsdóttir, for- stöðumaður markaðssviðs hjá Kaupþingi-Búnaðar- banka. ákveðnar vörur auglýstar, t.d. launareikningur eða greiðslu- þjónusta. I herferðinni „Hver viðskiptavinur okkar er ein- stakur“ er áherslan á að sýna fram á að bankinn veitir öllum viðskiptavinum persónulega heildarþjónustu, sérsniðna að hveijum aldurshópi frá fæðingu til efri ára. Kaupþing- Búnaðarbanki hefur einnig styrkt íþróttahreyfmguna gegnum árin, m.a. KSI og Golfsamband Islands. Edda Svavarsdóttir, forstöðumaður markaðssviðs hjá Kaupþingi- Búnaðarbanka, segir að í sumar verði sett á markað nýtt greiðslukort, golfkortið. Kortið sé venjulegt kreditkort, sem tengist MasterCard, og sé með öllum tryggingum o.s.frv. Að auki fái handhafi kortsins 20% afslátt inn á alla golfvelli og afslátt í ýmsum golfvöruverslunum. I tengslum við þetta var líka leikur og var þá hægt að fá í verðlaun frímiða á golfmót heima og erlendis. Þá verður bankinn með Latóhagkerfið í samstarfi við Latabæ nú þriðja sumarið í röð. Undirstlikar yíldin ,Á sumrin leggur Landsbankinn áherslu á að byggja upp jákvætt viðmót gagnvart bankanum og þægindi í samskiptum við bankann. Sumarið er tími ferðalaga og því mikilvægt að koma á framfæri til fólks þeim fjölbreyttu leiðum sem bankinn býður upp á til að gera samskiptin þægi- legri og ánægjulegri og verður talsverð áhersla lögð á útvarpsauglýsingar í því sam- bandi,“ segir Kristján Guð- mundsson, markaðsstjóri Landsbanka Islands. í sumar munu áherslur Landsbankans taka mið af því hve víða bankinn kemur að sem bakhjarl en Lands- bankinn er einn stærsti stuðningsaðili íþrótta og menningarstarfs í landinu. Þar ber hátt samstarf við Golfklúbb Reykjavíkur, Landsbankinn leggur áherslu á menningarnótt í Reykja- að byggja upp jákvætt viðmot v],^ 0g Landsbankadeild- gagnvart bankanum. jna { knattspyrnu. Þetta síðastnefnda mun bankinn m.a. nýta sér með boðsmiðum á leiki. „Með því að tengjast jafn sterkum böndum vinsælustu íþrótt í heimi vill bankinn undirstrika þau gildi sem hann vill standa fyrir og eiga einnig vel við um þá sem skara fram úr í íþróttum en það er traust, sterk liðsheild, frumkvæði, nákvæmni og hraði." Þarf samt að borga reihninga... íslandsbanki styrkir íþrótta- starfsemi með samstarfi við ÍSÍ og er einnig styrktaraðili Reykjavíkurmaraþons. Bankinn hefur styrkt ýmsa menningar- viðburði á sumrin, þ. á m. menningarnótt í Reykjavík og ljósa- nótt í Keflavík. A sumrin, rétt eins og á öðrum tímum, leggur bankinn áherslu á að kynna viðskiptavinum hvernig þjónusta hans kemur á móts við þeirra þarfir. ,Á sumrin vill fólk njóta lífsins, slappa af og hlaða batteríin. Margir ferðast innanlands eða utan og vilja helst ekkert þurfa að hugsa um fjármálin en þurfa samt að borga reikninga og fýlgjast með í fríinu. Við verðum því í sumar, eins og áður, með auglýsingar iýrir einstaklinga sem tengjast ferðalögum, t.d. í sambandi við gjaldeyriskaup. Jafnframt bendum við viðskiptavinum á greiðsluþjónustuna og netbankann, þvi með þeim getur fólk mætt skuldbind- ingum sínum hvar sem það er statt og notið lífsins áhyggjulaust í fríinu. Svo eru margir sem fara að hugsa um endurbætur á görðunum sínum, hús- unum sínum og sumar- húsum á sumrin. Það er ein af ástæðunum iýrir því að í vor fórum í útlánaher- ferð og vorum líka með auglýsingar fýrir hús- félög,“ segir Hulda Dóra Styrmisdóttir, fram- kvæmdastjóri markaðs- og kynningarmála hjá Islandsbanka. B3 Snfbankí híá'Par fó,ki að Mpa ser sjálft því að það barf auðvitað að borga reikninga þð að sumarið sé komið. 95

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.