Frjáls verslun - 01.10.2003, Blaðsíða 11
Jakob H. Magnússon, formaður Þróunarfélags miðborgar-
innar, Ingibjörg Pálmadóttir, eigandi 101 Hótels, og Einar
Örn Stefánsson, framkvæmdastjóri Þróunarfélags mið-
borgarinnar.
Ingibjörg fær
viðurkenningu
róunarfélag miðborg-
arinnar hefur veitt
Ingibjörgu Pálma-
dóttur innanhússhönnuði
viðurkenningu fyrir framlag
sitt til þróunar og uppbygg-
ingar í miðborg Reykja-
víkur, en Ingibjörg opnaði í
mars á þessu ári 101 Hótel í
gamla Alþýðuhúsinu við
Hverfisgötu í Reykjavík.
Ingibjörg er bæði hönnuður
hótelsins og eigandi. HS
ÁLID ER MÁLIÐ!
Frá vinstri: Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Alcan,
Sigurður Þór Ásgeirsson, fjármálastjóri Alcan, og Ftannveig
Rist, forstjóri Alcan í Straumsvík.
Ráðstefna var nýlega
haldin á Hótel Nordica
um sjálfbæra þróun í
áliðnaði. Forstöðumaður
Alþjóðlegu áliðnaðarstofn-
unarinnar, Robert John
Chase, flutti erindi og sagði
m.a. að íslendingar ættu
mikla möguleika á að ná for-
ystu í áliðnaðinum þar sem
tvö stærstu álfyrirtækin,
Alcoa og Alcan, hefðu
haslað sér hér völl, að
ógleymdu Norðuráli.HIi
Úr svartsýni í bjartsýni
Nýbirt skoðanakönnun Grant Thornton, sem gerð var
meðal 6.600 eigenda meðalstórra fyrú-tækja í 26 löndum
víðs vegar um heiminn, sýnir að stóraukinnar bjartsýni
gætir nú til efnahagslífsins miðað við niðurstöður sambæri-
legrai' könnunar sem birt var í fyrra. Mest er bjartsýnin í
Indlandi, Ástralíu og Bandaríkjunum. Athygli vekur að bjartsýni
er ekki eins mikil á Evrópusvæðinu þótt
hún hafi aukist frá því í fyrra. Þannig eru
fimm af sjö Evrópulöndum, Þýskaland,
Frakkland, Holland, Ítalía og Irland,
meðal þefrra landa þar sem mest svart-
sýni ríkir. Af þessum löndum er svart-
sýnin mest í Þýskalandi. Af Evrópu-
löndum er bjartsýni mest í Bretlandi og
á Spáni. Almennt sýnir könnunin að
eigendur fyrirtækja gera ráð fyrir að
atvinnuleysi muni minnka og hagnaður
aukast. Japan sker sig þó úr hvað þetta
varðar en þar er jafnvel gert ráð fyrir
minnkandi hagnaði og lækkandi sölu-
verði. [£]
□ c—
| Pakiílan
Hong Kong
Frekari upplýsingar um könnunina má sjá á www.qti.org
Frá vinstri: Michael Baltzell, stjórnarformaður Primary
Development hjá Alcoa, Carmine Nappi, forstjóri Industry
Analysis hjá Alcan Inc. í Montreal og Ragnar Guðmundsson,
framkvæmdastjóri fjármála- og stjórnunarsviðs Norðuráls.
Myndir: Geir Ólafsson
1
Robert John Chase, forstöðumaður Alþjóðlegu áliðnaðar-
stofnunarinnar, flutti ávarp.
11