Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2003, Blaðsíða 24

Frjáls verslun - 01.10.2003, Blaðsíða 24
FORSÍÐUGREIN: UPPÞOT í VIÐSKIPTALÍFINU Davíð sagði viðskipti bankans vegna brotthvarfs Jóns Ólafssonar úr íslensku viðskiptalífi hafa haft á sér þann brag að verið væri að versla með þýfi. Uppþot Davíðs að fer ekki á milli mála að föstudagurinn 21. nóvember 2003 fer í sögubækurnar í íslensku viðskiptalifi - og þjóð- lífi. Þá efndi Davið Oddsson forsætisráðherra til „föstu- dagsuppþots“ vegna kaupréttarsamninga Sigurðar Einarssonar, stjórnarformanns Kaupþings Búnaðarbanka, og Hreiðars Más Sigurðssonar, annars tveggja forstjóra bankans. Kaupréttar- samningarnir voru kynntir þjóðinni daginn áður. Davíð var ofboðið og þjóðinni lika, enda fagnaði hún viðbrögðum forsæt- isráðherra og líka þeir sem ekki eru vanir að styðja hann. Dav- íð mótmælti á táknrænan hátt hinum háu Jjárhæðum í kauprétt- arsamningunum tvímenninganna og kaupverði sem var 730 milljónir króna undir markaðsverði þennan dag með því að skunda í Kaupþing Búnaðarbanka við Austurstræti og taka út þau 400 þúsund sem hann átti þar á bók. Jafnframt sagði hann að viðskipti bankans vegna brotthvarfs Jóns Olafssonar úr íslensku viðskiptalifi hefðu haft á sér þann brag að verið væri að versla með þýfi. Skömmu fyrir klukkan íjögur þennan fræga föstudag gáfu þeir Sigurður og Hreiðar Már út tilkynningu þar sem þeir drógu samninga sína til þaka. I ýmsum viðtölum við þá Sigurð og Hreið- ar Má hefúr komið fram að þeir telji að samningarnir hafi verið nfistök í ljósi þeirra viðbragða og viðhorfs sem þeir fengu og að íslenskt samfélag væri ekki undir svona samninga búið þótt þeir væru gerðir að erlendri fyrirmynd. Engu að síður væru samningarnir sjálfir eðlilegir þótt kaupréttur- inn væri vissulega hár og að þeir hafi þess vegna ákveðið að ganga frá samningunum án krókaleiða og horfa til hins alþjóðlega samkeppnisumhverfis sem íslenskt atvinnu- lif væri að feta sig inn í. Gagnrýni á aftur- virkni samninganna hafa þeir svarað á þá leið að samningar þeirra hafi verið lausir frá því í júní og að afar óheppilegt hafi verið að stjórnin gæti ekki staðfest samkomulag þeirra við launanefnd iýrr en í nóvember, einkum vegna þess hve verðmæti bankans hafi aukist mikið á síðustu mánuðum. Þá telja þeir að það sé ekki sjálfgefið að bréf- in eigi eftir að hækka sjálfkrafa í verði næstu fimm árin, eins og flestir hafa gefið sér. Ljóst er að kaupréttarsamningar Sigurðar og Hreiðars Más, uppþot forsætisráðherra, afar þung orð þingmanna í garð þeirra Kaupþingsmanna, og síðast en ekki síst afdráttarlaus viðbrögð almennings, verða til að skerpa á umræðunni um viðskipalífið á næstu vikum og mánuðum - og hvert það stefni og vilji stefna. En Davíð greip „mómentið“ þennan föstudag og lék leikritið til fúlls. 33 VIÐSKIPTASAGA STOÐVAR 2 Sápuóperan endalausa Sápuóperan um Stöð 2 hófst árið 1986 þegar ofurhugarnir Jón Ottar Ragnarsson, Hans Kristján Árnason og Ólafur H. Jónsson stofnuðu Stöð 2 með nánast ekkert eigið fé. Jón Óttar varð sjónvarpsstjóri og andlit stöðvarinnar. Utsend- ingar hófust haustið 1986. Stofnkostnaður stöðvarinnar var mikill og át hið litla eigið fé upp á svipstundu. Stöðin byrjaði þess vegna á því að skulda og reyndist það mesti dragbíturinn næstu árin. Raunar urðu skuldirnar til þess að þremenningarnir misstu fýrirtækið úr höndum sér um þremur árum síðar. Sönnuðust þar orð skáldsins, að þeir njóta ekki endilega eldanna sem fýrstir kveikja þá. Skuldir Stöðvar 2 voru mestar við Verslunarbankann og það var raunar hann sem tók fýrirtækið úr höndum þremenning- anna undir lok ársins 1989; en bankinn var þá að sameinast fjór- um öðrum bönkum undir heitinu Islandsbanki. Upphófst þá mikill darraðardans. Bankinn hafði átt viðræður við forráða- menn Heklu, Vifilfells, Hagkaupa, Prentsmiðjunnar Odda og við Arna Samúelsson í Bíóhöllinni (síðar Sambíóunum). For- 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.