Frjáls verslun - 01.10.2003, Blaðsíða 70
w
I
Agústa Johnson sendi nýlega bók frá sér fyrir konur, „I
form á 10 vikum“, þar sem hún kennir hollt matarræði
og lifnaðarhætti. Hún er þekkt fyrir áhuga sinn á líkams-
rækt og hollu matarræði og segist njóta þess að borða og vera
„efdrréttakona" mikil.
„Eg bý sjálf alltaf til ís fyrir jólin og hef hann sem eftirrétt á
aðfangadagskvöld,“ segir Agústa. „Hann er ekkert megrunar-
fæði en ég borða bara hæfilegan skammt af honum eins og
öllu öðru og það er allt í lagi. Þó að ég mæli alla jafna eindregið
með því að huga að réttu fæðuvali og að fólk temji sér að
sneiða hjá fitu og sykurríku fæði og hugi að hollustu og fjöl-
breytileika í fæðunni finnst mér nauðsynlegt að gera sér daga-
mun um jólin. Ef fólk gætir þess að vera ekki að sulla íjóma og
smjöri á allt sem eldað er, borðar hæfilega stóra skammta og
hreyfir sig reglulega, þá er engin hætta á því að aukakílóin
hlaðist upp yfir hátíðarnar."
Hefðbundinn jólamatur hjá Ágústu er kalkúnn með mis-
munandi fyllingum, t.d. með sveskjum og eplum. Með
honum er borið fram grænmeti og létt útgáfa af waldorf salati
þar sem í stað majoness er notuð síuð AB-mjólk eða súrmjólk
og AB-mjólk í stað ijóma. „Ég
velti kartöflunum upp úr
sírópi og baka þær
um 20 mínútur í
ofni,“ segir hún.
„Þannig fæst þessi
brúna sykurhúð
en ekki er búið að
bæta við neinni
fitu. Það er alveg
óþarfi að setja
smjör með þegar
þetta er gert á
þennan hátt.
Stóra málið er
svo að passa
skammtastærð-
irnar vel og gott að
hafa í huga magnið
sem er á bökkunum
í flugvélunum. Sá
skammtur er alveg
hæfilega mikill." S9
70
Einar Örn Jónsson, formaður samtaka grænmetis- og jurta-
neytenda á íslandi.
Græn jól
í ár?
Jólamatur úr jurtafæði er góður kostur
fyrir þá sem ekki vilja kjöt eða fisk.
Hvað borðarðu eiginlega á jólunum?" Þetta er sennilega
ein algengasta spurning sem fólk, sem hvorki neytir
kjöts né fisks, heyrir um dagana. Líkast til er megin-
skýringin á þessari forvitni fólks sú að hér á landi hefur kjötát
verið „ómissandi“ þáttur í jólahaldi frá því land byggðist og
sterkar hefðir skapast í tengslum við það. Svo samgrónar jóla-
haldinu eru þessar hefðir að margir geta ekki með neinu móti