Frjáls verslun - 01.10.2003, Blaðsíða 78
Jakobspelsar:
Umvafinn loðskinni
Vierslunin Jakobspelsar, sem er neðarlega
við Skólavörðustíginn, hefur klæðst jóla-
skrúði og fengið inn jólavörur. Eigandi
verslunarinnar, Guðrún Jakobsdóttir, segir
greinilegt að vörur úr loðskinni, hvort sem það
eru pelsar eða vesti, séu ofarlega á áhugasviði
íslenskra kvenna. „Það er raunar ekkert skrítið,
því loðflíkur eru jafn misjafnar og þær eru
margar og jafnauðvelt að sauma létta flik og
þunga. Erlendis er það hefð að
konur séu í einhvers konar pelsum
eða yfirhöfnum úr loðfeldum,
hvort sem það er sumar eða vetur.“
Guðrún Jakobsdóttir, eigandi Jakobspelsa: „Erlendis er það hefð að konur séu í ein-
hvers konar pelsum eða yfirhöfnum úr loðfeldum, hvort sem það er sumar eða vetur."
Loðfeldar og
loðskinn eru sígilt
hráefni til fatagerðar.
Það er hægt að gera
úr þeim heila loðfeldi
eða bara trefil
- allt eftir smekk.
gallajakkar, eru vinsæl nýjung, bæði hér á
landi og annars staðar í Evrópu. „Við fengum
líka nýlega hárteygjur úr loðskinni og
prjónuðu minkaskinnstreflarnir stoppa stutt
hjá okkur.“
Guðrún segir að lokum að flíkur úr
loðskinni eigi við allsstaðar og við allar
aðstæður. „Þetta er spurning um að setja
flíkurnar rétt saman og að þær hæfi tilefninu
Búapelsar og vendihápur Guð
rún segir nýjar og öðruvísi vörur
streyma inn í verslunina. „Við
vorum að fá nýja sendingu af
bútapelsum á mjög góðu verði,
bæði stutta og síða. Þeir eru
saumaðir í Grikklandi eins og allir
okkar pelsar og eru bæði snið og
saumaskapur vönduð. Einnig
fengum við fmnskar vendikápur,
ótrúlega léttar. Finnskar konur
ganga í slíkum kápum allt frá
september til maímánaðar. Það
nýjasta eru svo fallegir ítalskir
hattar sem eru með skinnkanti og
vatnsheldu silki.“
Prjónað úr minkaskinni Það er ekki nauðsynlegt að
sauma loðfeldi úr loðskinnum. Loðskinnsvesti sem hægt er
að nota yfir peysu eða jakka, svo og loðskinnsbryddaðir
og manneskjunni. Falleg flík úr loðskinni er nokkuð sem
hver kona getur sómt sér vel í og varla er hægt að hugsa sér
betri jólagjöf." SH
Hattar og yfirhafnir úr loðskinni.