Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2003, Blaðsíða 18

Frjáls verslun - 01.10.2003, Blaðsíða 18
FORSÍÐUGREIN: UPPÞOT í VIÐSKIPTALÍFINU HVERJIR EIGNAST NORÐURLJÓSIN? Verður Jón flsgeir Hann er farinn. Jón Ólafsson, stjórnarformaður og aðaleig- andi Norðurljósa, hefur haldið sinn síðasta stjórnarfund í fyrirtækinu. Brotthvarf hans gat eiginlega ekki endað öðru vísi en með hvelli. Þannig er saga Stöðvar 2 frá upphafi; hún einkennist af flugeldasýningum í fjölmiðlum. Jón Ólafsson hefur í sjálfu sér ekki sagt mikið. Hann á þó eina af setningum ársins: „Drengurinn er einstakur höfðingi.“ Þau orð féllu eftir að hann sagðist hafa selt Jóni Ásgeiri Jóhann- essyni, forstjóra Baugs, 62% hlut sinn í Norðurljósum. Jón Ásgeir hafði áður sent einkaþotu til London til að ná í Jón Ólafsson og teyma hann að samningaborðinu. Gengið var þó frá samningunum tveimur dögum síðar í London; aðfararnótt laugardagsins 15. nóvember. „Ég er búinn að selja allt mitt á íslandi," sagði Jón Ólafsson og eiginkona hans, Helga Hilmars- dóttir, bætti þvi við í sjónvarpsþættinum Sjálfstæðu fólki að þau væru búin að selja allt nema hestana sína. Um söluna til Jóns Ásgeirs sagði Jón Ólafsson í Morgunblaðinu: „Ég er mjög sáttur með þessa niðurstöðu." Þessi sala Jóns Ólafssonar til nafna síns Jóns Ásgeirs er samt hin furðulegasta. Mönnum ber einfaldlega ekki saman. í raun skilur „meira en talsvert" á milli. J ón Ólafsson og J ón Ásgeir eru sammála. En Sigurður Einarsson, stjórnai'formaður Kauþings- Búnaðarbanka, sem á stærsta hlutann, 55%, í sambankaláni Norðurljósa á móti Landsbankanum og hollenska bankanum ABN Arnro, hefur sagt um þennan gjörning að Jón Ólafsson eigi ennþá 62% hlut í Norðurljósunum. Þannig sé staðan, ein- faldlega! Hann viti ekki til þess að eigendaskipti hafi orðið á bréfunum. Kaupþing Búnaðarbanki, ásamt Landsbanka og Amro, eru með veð í hlutabréfum Jóns Ólafssonar vegna sambankalánsins. Jón Ásgeir lét hins vegar hafa það eftir sér að það væri ekkert leyndarmál að hann og félög honum tengd ásamt Kaupþingi Búnaðarbanka hefðu gengið sam- eiginlega að kaupum á ríflega 62% hlutjóns Ólafssonar í Norðurljósum. Það er nú það, þetta er svolítil sápuópera, ekki satt? Jón Ásgeir. Núna er óvíst hvort hann verði með í breiðum hópi fjárfesta sem kemur með nýtt hlutafé í fyrirtækið. Skuldir Norðurljósa í lok júní Heildarskuldir .................... 8,6 milljarðar Þar af: Langtímaskuldir ................. 5,4 milljarðar Skammtímaskuldir 3,2 milljarðar Egið fé: ..........þ.............. 193 milljónir 3,9 milljarðar Sambankalán Björgunaráætlun Nýtt hlutafé í peningum Niðurfelling lána ....... 1 milljarður 4 milljarðar Farinn. Jón Ólafsson gengur af stjórnarfundi Norðurljósa í síðasta skiptið. Björgólfur og bræðurnir í Bakkavör Þótt öll umræðan hafi snúist um það að Jón Ásgeir hafi eignast hlut Jóns Ólafssonar í Norðurljósum þá er engan veginn víst að hann verði á meðal þeirra sem koma inn með nýtt fé í fýrirtækið og verði þar með í forsvari fyrir stöðina. Ymis önnur nöfn eru núna nefnd til sögunnar og jafnvel er talið að um býsna breiðan hóp fjárfesta geti orðið að ræða. Rætt hefur verið um S-hópinn undir forystu Finns Ingólfssonar, forstjóra VIS, Kára Stefánsson, forstjóra Islenskrar erfðagreiningar, Björgólf Guðmundsson, en hann á ráðandi hlut í Skjá einum, bræðurna Ágúst og Lýð Guðmunds- syni í Bakkavör, og ýmsa aðra athafnamenn sem eiga fé. Fullyrt er að ýmsir sýni íýrirtækinu áhuga og að alls ekki sé víst Jón Ásgeir verði innanborðs þegar upp verður staðið. Lengi vel var talið nauðsynlegt að það eitt dygði að Jón Ólafsson færi frá stöð- inni til að nýir Jjárfestar kæmu inn, en eitthvað virðist nærvera Jóns Ásgeirs vera farin að trufla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.