Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2003, Blaðsíða 112

Frjáls verslun - 01.10.2003, Blaðsíða 112
Fullfermi á nýársdag Það hefur löngum fylgt sjómönnum landsins að vera á sjó um jólin, fjöl- skyldum til lítillar ánægju. egar ég var að alast upp var faðir minn yfirleitt alltaf í burtu um jólin og okkur krökkunum þótti það heldur leiðinlegt," segir Þorsteinn Vilhelms- son. „Eg man eftir því að við bræðurnir seldum eitt sinn tímaritið Fálkann til þess að geta keypt handa honum lítið jólatré til að hafa hjá sér á sjónum. Svo endurtók ég þetta mynstur því ég var að heiman tíu jól efdr að ég varð 15 ára og svo oft eftir það. Það gerði kannski ekki mikið til fyrstu jólin en eftir að ég eignaðist fjölskyldu var það erfitt og þó erfiðara fyrir fjölskylduna, og börnin mín upplifðu þannig það sama og ég hafði gert. Einu sinni þegar ég var að fara út um jólin söng lítil þriggja ára dóttir min lagið: „0 pabbi komdu heim um jólin,“ og það snart mig mjög.“ Þorsteinn segir jólatúrana hafaverið vin- sæla meðal sjómanna þrátt fyrir tjarveru frá sínum nánustu og ekki gengið illa að manna. ,Áður fyrr var oft siglt um jólin og voru jólasölurnar í byijun janúar oft vel heppnaðar. Tveir jólatúrar eru mér minnis- stæðastir, sá fyrsti var á Sólbak jólin 1974 en það var minn fyrsti túr sem skipstjóri. Við komum í land á gamlársdags- morgun eftir mikinn brælutúr og gæftaleysi með aðeins 69 tonn eftir 12 daga veiðiferð. Það var hvítur í framan og þreyttur ungur maður sem gekk upp að altarinu klukkan tvö til að gifta sig. Ekki hafði ég tekið mikinn þátt í undirbúningnum. Einnig er mér jólaferðin 1976 sérstaklega minnisstæð, ég var þá skip- stjóri á Harðbak í ijarveru skip- stjórans og systir mín var 2. kokkur á mínu skipi og bróðir minn var vélstjóri á Kaldbak, en þannig háttaði til að öll skip Ut- gerðarfélags Akureyringa komu inn með mjög stuttu millibili. Þeir fyrstu á gamlárskvöld og sá síðasti á nýársdagsmorgun og allir með fullfermi, frá 280 til 320 tonn. Annað sem ég man eftir er þegar vinur minn, Arni Bjarna- son, sem nú er forseti Far- mannasambandsins, var nærri drukknaður í ganginum þegar við vorum saman á gamla Harð- bak þegar við vorum 16 ára. Við fengum á okkur mikinn brotsjó og hann fyllti ganginn gjörsam- lega. En það fór betur en á horfðist." m Þorsteinn Vilhelmsson, stjórnarformaður HG. Jólastress ó jólin séu hátíð ljóss og friðar, fylgir þeim óneitanlega ýmislegt sem veldur streitu. Undirbúningur jólanna og það sem í boði er tekur tíma og orku. Sé einhvern tíma þörf á því að skipuleggja vel, er það fyrir jólin. • Raðaðu í forgangsröð. Við viljum gera sem rnest og fara sem flestfyrir jólin. Njóta allra tónleikanna, sýning- anna og boðanna og komast í sem mest og best jóla- skap með því. Þarna þarf að velja og hafna og átta sig á því að ekki er hægt að njóta neins ef maður er örþreyttur og stressaður. • Vertu raunsær. Ekki fara í flækju eða verða fyrir vonbrigðum þó eitthvað fari úrskeiðis. Heimurinn ferst ekki og það er nóg annað sem hægt er að gleðjast yfir. • Skipuleggðu vel. Það er fátt sem veldur meiri streitu en það að versla á síðustu mínútum fyrir jól. Gerðu lista og kauptu það sem þú þarft í rólegheitum allan mánuðinn. Gerðu svo annan lista yfir það sem þú þarft að gera og framfylgdu honum skref fyrir skref. Svo má líka slá þessu upp í kæruleysi og bara láta mánuðinn líða og gera það sem mann langar til hveiju sinni. En þá má heldur ekki láta það stressa sig þó eitthvað verði ekki gert. • Notaðu einfaldar lausnir. Hátíðakvöldverður þarf ekki að vera flókinn þó hann sé frábær. Hægt er að kaupa 112
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.