Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2003, Blaðsíða 94

Frjáls verslun - 01.10.2003, Blaðsíða 94
Á Tjarnarbakkanum að brakar ofurlítið í stiganum þegar gengið er upp í veitingasalinn Tjarnarbakka í Iðnó, sal sem býr yfir hljóðum virðuleika þess sem orðinn er gamall og þekkir tilveruna. Stífpressaðir hvítir dúkar eru á borðum, fallegar og yfirlætislausar skreytingar hanga í gluggunum og á borðunum eru litlir steinar sem tengja gestinn við náttúruna, mitt í borgarysnum. Það er eiginlega ekki hægt að komast hjá því að dást að þessu húsi sem á svo sterkar rætur í borgarmenningunni. Aratugum saman hafa gestir streymt í húsið til þess að njóta góðra veitinga og leikverka og þótt breytingar hafi átt sér stað, er húsið alltaf kyrrt og hægt að ganga að því vísu. Það er því gleðiefni að svo mikil og lifandi starfsemi skuli eiga sér stað í húsinu sem raun ber vitni. Veitingahúsið Tjarnarbakkinn hefur starfað í húsinu um nokkurra ára skeið og með hverju árinu sem líður fest sig betur í sessi og sannað gildi sitt sem fyrsta flokks veitingastaður þar sem boðið er upp á frábæran mat. Alþjóðlegur matseðill „Hér leggjum við áherslu á alþjóðlegan matseðil með sérstaka áherslu á lambakjötið," segir Margrét Rósa Einarsdóttir sem vill kalla sig staðarhaldara í Iðnó og hefur rekið veitingahúsið um nokkurra ára skeið. „Yfirleitt er hér sérstakur matseðill fyrir lambakjöt auk hins hefðbundna matseðils." Fyrir utan lambakjötið er á matseðlinum ýmsir fiskréttir, hreindýra carpaccio, reyktgæsabringa og annað sem freistar svangra gesta hússins. Margrét Rósa segir kokkana alveg einstaka og að áhersla sé lögð á að maturinn sé vel úti látinn og fallega fram borinn. „Okkur þykir gaman að vísa í gamlar hefðir og erum m.a. með sams konar eftirrétt og var boðið upp á þegar Kristján tíundi kom til landsins, en það er ís sem heitir parfait Islandaise," segir hún. Setustofa er staðsett á þriðju hæð full af forvitnilegum gömlum húsgögnum og munum. Þar er lika sérsalur fyrir 6-8 manns sem vilja vera út af fyrir sig. Sýningar í Iðnó I húsinu eru alltaf sýningar í gangi. I veitingasalnum er málverkasýning á verkum gömlu íslensku meistaranna, Kjarvals, Asgríms, Schevings, Jóhanns Briem, Snorra Arinbjarnar, Sveins Þórarinssonar og Jóns Stefáns- sonar. „Húsið skreytir sig að miklu leyti sjálft og salurinn þarf ekki mikið skraut," segir Margrét. „Hann er svo fallegur og virðulegur og útsýnið yfir Tjörnina alveg óborganlegt. I vetrarmyrkrinu er frábært að sitja hér og horfa út og láta hugann reika aftur í tímann. Hér hafa farið fram ótal veislur, giftingar og hátíðir af ýmsum toga og ég get ímyndað mér að flestar fjölskyldur í Reykjavík eigi héðan einhverja minningu. Nú í vetur er veitingahúsið opið frá fimmtudegi fram á sunnudag frá kl. 18.00. Auk þess er tekið á móti hópum í hádegi og á kvöldin alla daga vikunnar. Það er líka vinsælt að borða hér fyrir sýningar og aðrar uppákomur." SQ Gamla Iðnó kúrir hóg- vært við Tjörnina og horfir sínum lífsreyndu augum á mannlífið. Húsið sem hefur séð allt, lifað gleði og sorg, hávaða og þögn. Margrét Rósa Einarsdóttir, staðarhaldari í Iðnó.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.